Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 7. mai 1978. 21 Ég mun vinna að þvi að láta hag samfélagsins ganga fyrir auðsöfnun fárra einstaklinga, sagði Georg Hermannsson kaupfélagsstjóri i Vestmanna- eyjum í viðtali við Timann, en Georg skipar annað sæti á framboðslista framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar i Vestmannaeyjum. Þótt ég hafi ekki staðið i' bæjar- málapóhtikinni fyrr, hef ég haft mikinn áhuga á málefnum bæjarins og fylgzt náið með mörgum málum vegna starfs mins i kaupfélaginu. Þegar leitað var til min um að taka sæti á lista flokksins við kosn- ingarnar, lét ég til leiðast og mun reyna að vinna að málum eftir beztu getu. í þessum kosningum berj- umst við framsóknarmenn fyrir þviaðhalda fulltrúa okkar inni i bæjarstjórn sagði Georg. Marg- ir vilja koma okkar mönnum út úr öllum málum hér og útiloka framsóknarmenn frá öllum áhrifum. En það yrði ,mjög óheppilegtef rödd Frámsóknar- flokksins hætti að heyrast i Georg Hermannsson Rödd framsóknar má ekki hætta að heyrast — rætt við Georg Hermannsson kaupfélagsstjóra, sem skipar annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar i Vestmannaeyjum bæjarstjórninni og ekki siður yrði það slæmt ef rödd fram- sóknarmanna hætti að vera til- lag I baráttu Vestmannaeyinga fyrir sinum málum á þjóðmála- sviðinu. Mikil söluaukning í kaupfélaginu Georg sagði að velta kaup- félagsins hefði verið um 500 millj. kr. sl. ár. Kaupfélagið annaðist eingöngu verzlun og hefði mikil söluaukning verið i búðum félagsins undanfarin ár. Sérstaklega væri mikil sölu- aukning i byggingarvörum, enda er mikið byggt i Vest- mannaeyjum. Nýbúið er að endurskipu- leggja matvöruverzlun kaup- félagsins og eru vörur seldar þar á vörumarkaðsverði. Með þessu sagði Georg að kaup- félagið hefði haft veruleg áhrif á verðlag i Vestmannaeyjum. Auk þess að vera með töluvert lægri álagningu en leyfilegt er i vörumarkaðnum, hefur kaup- félagið gefið mikinn afslátt i sambandi við tílboð kaupfélag- anna. ,,Nýi sáttmáli” og dönskukennsla Gisli Kristjánsson: í skólum Fyrir nokkru kom hingað til lands K.B. Andersen, utanrikis- ráðherra, sem íslendingum hefur fyrr verið að göðu kunnur í okkar garð. Lýstí hann þvi yfir að Danir mundu styðja að efldri dönsku- kennslu á fslandi og leggja til þess nokkurt fjárframlag. Ummæli ráðherrans og afstaða hans til framtiðar-viðhorfa og samskipta milli Dana og fs- lendinga, hafa sett i gang penna dr. Jóns Gislasonar, skólastjóra Verzlunarskólans i þeim tilgangi i „fáum orðum að gagnrýna einn þátt f fræðslukerfi voru”. Grein hans, sem birtist i Morgunblaðinu þ. 29. april, er i rauninni allt ann- að og miklu meira en gagnrýni um kennslu, hún er fleygur, sem frá hans hálfu skal miða að þvi að fjarlægja okkur íslendinga frá norrænni samvinnu, norrænum samskiptum og norrænni menn- ingu. Annað verður ekki lesið af orðunum og þvi, sem liggur á milli linanna i grein hans, sem ber heitið „Nýi sáttmáh”. Hákon Bjarnason, fyrrv. skóg- ræktarstjóri, hefur svarað grein þessari i Morgunblaðinu þ. 4. mai og skal hér tekið i streng með honum til þess að andmæla nokkrum kórvillum, sem doktor- inn færir á vettvang i grein sinni. Dönskukennslan Eins og Hákon Bjarnason rétti- lega greinir frá var dönsku- kennsla i flestum skólum allt ann- að en góð og er svo ef til vill enn i K.B. Andersen. Verzlunarskólanum og mörgum öðrum skólum hér á landi. En doktorinn hlýtur sem skólamaður að vita, að stefnubreyting er i uppsiglingu á þessu sviði, og um reynslu á þeim vettvangi er bezt að gera langt mál stutt og draga fram dæmi um árangur sem vænta má, eftir fengnu fordæmi, og með breyttum kennsluaðferð- um gerir námið miklu auðveldara og árangursrikara. Hákon getur þess, að ungar ís- lenzkar stelpur hafi komið til Danmerkur er hann var þar við nám, sumar án þess að kunna „stakt orð í dönsku áður, en urðu altalandi á þvi máli á 3-4 mánuð- um”. Þessi ummæli get ég undir- strikað frá hliðstæðri reynslu minni. Hitt vil ég einnig nefna, er varðar breytta kennsluhættí og nú skal sagt: Fyrir nokkrum árum var hafin tílraunakennsla i dönsku i einum bekk öldutúnsskóla i Hafnarfirði og hún framkvæmd samkvæmt stundaskrá, með börnin til 13 ára aldurs. Kennslan fór fram i mæltu máli fyrst og fremst, en ekki með gamla lestrar- og þýðinga fyrirkomulaginu. Þegar frá leið fóru börnin að skrifast á við jafnaldra i Danmörku og þeg- ar þauvoru 13 ára fór kennarinn með hópinn i heimsókn til Dan- merkur tíl þeirra, er þau höfðu skrifast á við. 1 þeirri kynnisför kom i ljós, að meginþorri barnanna gat talazt við á dönsku hindrunarlaust, og i verzlanir fóru þau hjálparlaust án vandkvæða við afgreiðslu. Þegar dönsku nemendurnir á sama aldri komu hingað siðar var ekkert vandamál vegna tungu- taksins. Málið var engin hindrun, orðgnóttin i' samræmi við aldurs- stígið að sjálfsögðu, og með um- ræddri kynningu má ætla að lagð- ur hafi verið grundvöllur að gagnkvæmum skilningi meðal umræddra granna báðul megin við Atlantshafið, þjóða, sem doktor- inn vill ala á óvild meöal, vegna gamallar miskliðar i sambandi við einokun og vissar aðrar væringar. Þess má geta til við- bótar, að nýlega er út kominn ritlingur, ljósprentaður, þar sem hafnfirzku unglingarnir lýsa með eigin orðum fyrirbærunum i Dan- mörk, eins og þau komu þeim fyr- ir sjónir, og þau orö eru sögð á dönsku ritmáh, sem gefa til kynna hvað 13 ára unghngar eru megnugir að tjá á annarri tungu en móðurmáhnu, eftír venjulegt Stórglœsilegir kinverskir ruggustólar. Sendurn i póstkröfu um allt land. Opið á laugardögum til kl. 12. barnaskólaném i „barnaskóla” eins og þaðhét þá. Ég er ekki viss um að stúdentar frá gömlu skólunum hefðu tjáð sig betur á dönsku en þessir 13 ára fslenzku unglingar. Hvort doktorinn hefur i si'num skóla hlutazt til um breytingu á kennsluháttum til álika fyrir- komulags veit ég ekki, en væn- legra miklu er það til árangurs en gamla lagið. Hvort eðlilegt er eða sjálfsagt að það sé danska, sem gerð er að skyldugrein i skólunum, getur verið umdeilanlegt, en ekki sænska eða norska, en við erum norram þjóðogi háttum, siðum og við lifsskilyrði öll erum við á nor- rænnihnattstöðu, sem mótar okk- ur til orðs og æðis að háttum þeirra, er hfa og starfa á liku breiddarstigi. Hinu skal ekki neitað, að önnur tungumál, að minnsta kosti enska og þýzka, eruokkarfámennu þjóð nauðsynleg vegna viðskipta okk- ar til ýmissa átta, en það er sér- hlið málanna. Það er hvorki mikill timi, fé né fyrirhöfn, sem þarf til þess að nema eina nor- ræna tungu til gagns ef rétt er að farið við kennsluna. Menningarmál og félagsmál „Helztu séreinkenni hverrar þjóðar út á við er tungan og fán- inn”. Svo mælti fyrir löngu kennari minn á International pe- ople College, og það ætla ég að standi ómótmælt i dag. En innbyrðis i hverju þjóðfélagi eru hættir og siðir, menntun og menning, með sfnum sérkennum, breytilegt eftir landshlutum aö sjálfsögðu á viðlendum lands- svæðum. Norðmenn hafa — eða réttara höfðu — svo breytilegar mállýskur, að ókunnum fannst hver meðsina tungu. Með Dönum er hið sama að segja. Mállýzk- urnar getur enginn elt I mála- námi frumstigsins, enda er þess ekki þörf. Maður getur stundum þurft að sperra eyrun tíl þess að skilja útnesjamenn grannþjóð- anna, en hvað gerir þaö? Með fullri virðingu fyrir dr. Jóni Gislasyni, skólastjóra, vil ég fuhyrða, að i hversdagslegum samskiptum, i félagslegum efn- um og menningarlegu tilliti þekki ég að minnsta kosti eins vel og hann flest það, er varðar tengsl okkar við Dani og Danmörk — já einnig hinar norrænu þjóðirnar — og þar sem hann skrifar um betri fyrirgreiðslu íslendinga i Dan- mörk ef þeir tali þar þýzku eða ensku, hlýtur það að stafa af ófullnægjandi kunnáttu Is- lendingsins á danskri tungu, dönsku málfari. A mannfundum, ráðstefnum og i almennum sam- skiptum við bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum, þekki ég ekki til þeirra vankanta, sem doktorinn getur um og hef ég þó um áratugi verið þátttakandi þar á ýmsum vettvangi félagslegra, menn- ingarlegra og verklegra athafna. Að Islendingar hafi ekki stefnt i ræðustóla á þeim mannþingum kannast ég ekki við, en vera má að þau fyrirbæri séu tíl meðal þeirra, sem lært hafa dönskuna með gamla fyrirkomulaginu, þeirra sem kunna að lesa en ekki að tala. Sé menning uppreisn gegn náttúrunni þá hlýtur hún að vera það alveg eins þó að hún sé rækt hjá þjóðum, sem doktorinn þekkir bezt og þeim tungum sem hann hefur lokið doktorsprófi hjá. Nor- ræn menning held ég að sé mótuð og sköpuð við þau lifsform, sem norrænu fólki hæfir með tilliti til landshátta, veðurfars og annarra fyrirbæra umhverfisins. Ef dönskunám i skóla hans er „rétt- nefndurdraugur”held ég að hann ættí aö breyta til betri kennslu- hátta. Menntunarstig norrænna þjóða er ekki á eftir öðrum. Félagsmálalöggjöfin er á undan flestum eða öllum öörum. Heil- brigðismájin um Norðurlönd eru enginn eftirbátur annarra. At- vinnuhættir eru þar ekki siðri en hjá þjóðum sunnan við Norður- lönd. Við veröum að halda i það norrænaog þakka K.B. Andersen fyrir hans tilstilli, og yfirlýsingu og vitum, að nýjar aðferöir gefa ágætan árangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.