Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 7. mai 1978. Miklir möguleikar — ef menn hafa hugkvæmni og áræði til þess að byrja á nýjum hlutum Við veitum hér alhíiða við- gerðarþjónustu, auk þess, sem við erum alltaf nokkuð i ný- smiði, sagði Björn Egilsson, á , Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, i samtali við Timann. M.a. smiðum við innréttingar i frystihús viða hér i nágrenninu og við gerum allnokkuð af þvi að reisa stálgrindahús. Við höfum næg verkefni, a.m.k. með þvi aö sækja nokkur verkefni lengra aö. Við Kristján höfum lengi stundað viðgerðir og fyrir “þrémúr árúnTbýggðúm viö nýtt hús yfir starfsemina og nú eru starfsmenn okkar orðnir sex. Björn sagði, að það væri mikil nauösyn að efla atvinnulif á Reyðarfirði. Nú vinna flestir þar einhvers konar þjónustu- störf og væri nauðsyn að efla þar iðnað. Möguleikarnir eru miklir ef menn heföu hug- kvæmni og áræöi til þess að byrja á einhverjum nýjum hlutum. MÓ Bjorn Egilsson við dráttarvéi sem komin er úr Reykjavlk tií viðgeröar austur á Reyðarfjörö, eigandinn hafi ekki viljað að vel yröi gert við vélina —og þvi sent hana hingað”, sagöi Björn. Íþróttahús í byggingu á Reyðarfirði Um þessar mundir einbeitum við okkur aö tveimur verkefn- um til þess að dreifa fjármagn- inu ekki of mikið sagði Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði i samtali við Tim- ann. Annars vegar leggjum við áherzlu á að ljúka byggingu iþróttahúss, sem nú hefur verið fjögur ár i smiðum. Hins vegar leggjum við mikla áherzlu á að endurbyggja gatnakerfið og leggja það bundnu slitlagi. Þegar er búið að leggja slitlag á um 40% af götum i þorpinu og á næsta ári stefnum við að þvi að hafa lagt bundið slitlag á um 60% af gatnakerfinu. Auk þess verður þá búið að undirbyggja þorrann af öðrum götum, svo vonir standa til að eftir það miði vel að leggja bundið slitlag á göturnar. t sumar veröur unniö fyrir um 25 millj. kr. i iþróttahúsinu og vonumst við til að geta tekið húsiö i notkun haustið 1979. Þá verður þó eftir að ljúka viö gerö áhorfendasvæðis og ýmsum öðrum frágangi. íþróttasalurinn verður 17x33 m, en i gólfi hans verður sund- laug 8x16 2/3 á stærð. Salurinn og laugin verða siðan notuö til skiptis með þvi að setja gólf yfir laugina, þegar nota á salinn. Af öðrum verkefnum á vegum sveitarfélagsins má nefna, að i sumar verður byggður fyrsti áfangi i 12 ibúða fjölbýlishúsi, sem byggt er samkvæmt lögum um leigu- og söluibúöir á vegum sveitarfélagá'. Aætlað er aö byggja fyrst einn stigagang, og siðan koll af kolli, en alls eru stigagangarnir þrir. Tvö undanfarin ár hefur verið mikið unnið að hafnargerð á Reyðarfirði. Þar eru skilyrði til hafnargerðar góð frá náttúr- unnar hendi. Hörður sagöi, að Hörður Þórhallsson árlega færu um höfnina um 50 þúsund lestir af vörum og væri þvi mikils um vert að öil að- staða á hafnarsvæðinu væri sem Frá Reyðarfirði bezt. Nú er búið að gera fok- helda 400 fermetra tollvöru- geymslu á Reyðarfirði, en fjár- magn vantar til að ljúka þeirri tramkvæmd. Siðar er ráðgert að byggja vöruskemmur á hafnarbakkanum. MÓ Sönglög 1 eftir Sigurð Ágústsson, Birtingaholti — 18 einsöngslög, 2 dúettar — eru nýlega komin út. Útsölustaðir i Reykjavik: íslenzk tónverkamiðstöð, Laufásvegi 40 Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig Fást einnig i bókaverzlunum viða um land. Útgefandi. Húseigendur og forráða- menn húseigna í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og nágrenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þök- um með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i með- ferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar áður en þér málið og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. MALLÓ! Sendum í póstkröfu um land allt uiruiegu lugu verui Staðgreiösluverö aöeins kr. 222.300 Húsgagnadeild Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.