Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 2
2 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
LÍBANON, AP Háttsettir stjórnarer-
indrekar unnu í gær hörðum hönd-
um að því að skipuleggja friðar-
gæsluleiðangurinn til Líbanons
með um fimmtán þúsund her-
mönnum frá hinum ýmsu þjóð-
löndum. En líbanska ríkisstjórnin
var enn klofin í afstöðu til kröfu-
gerðar um afvopnun Hizbollah-
liða eða yfirleitt hvort vopnuðum
Hizbollah-liðum skyldi gert að
dvelja ekki í grennd við landa-
mærin að Ísrael. Hizbollah á tvo
ráðherra í stjórninni.
Talsmenn Hizbollah lýstu því
yfir að samtökin myndu hjálpa tug-
þúsundum skjólstæðinga sinna að
endurbyggja hús sín og heimili
sem voru eyðilögð í hinu mánaðar-
langa stríði við Ísraelsher. Þess var
vænst að með slíkum fyrirheitum
myndu samtökin festa í sessi vin-
sældir sínar meðal sjía-múslima í
Líbanon, en þeir eru rúmlega þriðj-
ungur þeirra fjögurra milljóna
manna sem í landinu búa.
Philippe Douste-Blazy, utanrík-
isráðherra Frakklands, var í Beir-
út í gær til að ræða málin við þar-
lenda ráðamenn. Frakkar hafa
boðist til að fara fyrir alþjóðlega
friðargæsluliðinu og leggja til
vænan hluta liðsmanna þess. Ráð-
herrann vildi þó ekki nefna neina
tölu um það hve margir franskir
hermenn yrðu í liðinu. Auk
alþjóðaliðsins stendur til að líb-
anski herinn leggi til fimmtán þús-
und manna lið til að sinna gæslu í
Suður-Líbanon.
Forsvarsmenn Ísraelshers hafa
ítrekað að þeir muni ekki kalla sitt
lið að fullu frá Suður-Líbanon fyrr
en alþjóðlega gæsluliðið er komið
á vettvang. Þó var nokkuð um liðs-
flutninga Ísraela suður yfir landa-
mærin í gær.
Talsmaður friðargæsluliðs
Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líb-
anon, UNIFIL, greindi frá því að
líbanski herinn myndi hefja liðs-
flutninga í dag til „umtalsverðs
hluta“ Suður-Líbanons.
Douste-Blazy hvatti Ísraels-
stjórn til að aflétta hafn- og flug-
banni því sem Ísraelsher hefur
haldið uppi í Líbanon. Hafnbannið
er að hans sögn óþarft eftir að
vopnahléið tók gildi og batt enda á
34 daga átök. audunn@frettabladid.is
Línur að skýrast um
friðargæslu í Líbanon
Frakkar munu fara fyrir 15.000 manna alþjóðlegu friðargæsluliði í Suður-Líbanon.
Líbanonstjórn er enn klofin í afstöðu til afvopnunar Hizbollah. Ísraelsher heldur
áfram liðsflutningum suður yfir landamærin en heldur enn uppi hafnbanni.
EYÐILEGGING Beirút-búar ganga um götu í suðurhluta borgarinnar þar sem eyðileggingin af völdum loftárása Ísraela var hvað mest. And-
bandarískur áróðursborði hangir í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFYLKINGIN Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, þingkona Samfylkingar-
innar, ætlar að bjóða sig fram í
fyrsta sæti fyrir
flokk sinn í Suð-
vesturkjördæmi.
„Ég vil gefa kost á
mér á nýjan leik
og hef hug á því
að vera í forystu-
sveit Samfylking-
arinnar. Ég hef
setið á þingi frá
1999 og er bjart-
sýn á stöðu Sam-
fylkingar í mínu kjördæmi og er
sannfærð um að spennandi kosn-
ingavetur sé framundan.“
Aðrir þingmenn Samfylkingarinn-
ar í Suðvesturkjördæmi eru Katr-
ín Júlíusdóttir, Rannveig Guð-
mundsdóttir og Valdimar Leó
Friðriksson. Ekki hefur verið
ákveðið ennþá hvort stillt verður
upp á lista í kjördæminu eða hald-
ið prófkjör. - mh
Þórunn Sveinbjarnardóttir:
Býður sig fram
í fyrsta sæti
ÞÓRUNN
SVEINBJARNAR
LAUGARDALSVÖLLUR Nokkrar sæta-
raðir í H-stúku Laugardalsvallar
hrundu niður á gólfið á meðan á
leik Íslendinga og Spánverja stóð í
fyrradag. Sætin í viðkomandi
stúku eru glæný og höfðu verið
fest rétt áður en flautað var til
leiks.
Magnús Áskelsson, einn þeirra
sem sat í sætaröð sem hrundi,
segir fólkið sem var í sætunum
hafa þurft að sitja í stigum stúk-
unnar eða öðrum lausum sætum
það sem eftir var leiks. Í hálfleik
hefðu starfsmenn vallarins komið
að sækja þær sætaraðir sem stóðu
ekki lengur uppi. „Við náðum að
standa upp áður en okkar röð
hrundi alveg, það voru tvær búnar
að hrynja fyrir neðan okkur. Þetta
setti svartan blett á annars frá-
bæran leik.“
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, segir afskap-
lega leiðinlegt þegar svona kemur
upp á en þetta geti gerst þegar ný
sæti eru tekin í notkun. Alls
hrundu sextíu sæti niður á gólf.
„Við erum með nöfnin á þeim
sem voru í þessum sætum. Þeim
verður boðið upp á að fá miðann
endurgreiddan eða frímiða á
næsta leik.“ Hann segir steypu-
galla hafa valdið því að festingar
hafi losnað með fyrrnefndum
afleiðingum. - sþs
Ný sæti voru tekin í notkun á Laugardalsvellinum á landsleiknum í fyrradag:
Sextíu sæti hrundu á gólf stúkunnar
MAGNÚS VIÐ STÚKUNA Hann segir hrunið hafa sett svartan blett á annars frábæran leik.
KSÍ ætlar að endurgreiða þeim sem voru í sætunum sem hrundu.
FJÖLMIÐLAR Dagsbrún verður minni-
hlutaeigandi í Nyhedsavisen og
sjóður verður stofnaður um blaðið
sem félagið mun
reka og fá tekjur
af.
Gunnar Smári
Egilsson, forstjóri
Dagsbrúnar, segir
stofnun sjóðsins
ekki varnarvið-
brögð Dagsbrúnar
við mikilli sam-
keppni á dönskum fríblaðamarkaði.
Dagsbrún sé fyrst og fremst rekstr-
arfélag með ákveðin fjárfestingar-
verkefni. Það sé skynsamlegra að
halda svo stóru „start-up“ verkefni
utan samstæðunnar.
Dagsbrún mun leggja sex hundr-
uð milljónir til sjóðsins og verður
áhætta hluthafa félagsins takmörk-
uð við þær. Að öðru leyti verða eig-
endur sjóðsins fáir en stórir inn-
lendir og erlendir aðilar. Gunnar
Smári segir að Dagsbrún hafi þegar
tryggt um sjötíu prósent af þeim
fjármunum sem þörf er á næstu
þrjú árin. Stefnt sé að því að fjár-
mögnun ljúki á næstu vikum og þá
verði tilkynnt um hverjir fjárfest-
arnir eru. Gunnar Smári segir sam-
keppnina í Danmörku vissulega
hafa verið meiri en búist var við í
upphafi. Flest hinna fríblaðanna
beri þó með sér handbragð fljót-
færni og því óttist Dagsbrún ekki
samkeppnina frá þeim. „Þetta eru í
raun ekki alvöru leikmenn. Það má
frekar líkja þeim við þá sem hlaupa
naktir inn á völlinn til að trufla leik-
inn.“ - hhs
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON
Dagsbrún takmarkar áhættuna af Nyhedsavisen:
Dagsbrún verður
minnihlutaeigandi
DANMÖRK Kaupmannahafnarbúar
fengu í gær fyrstu eintökin af
Dato, nýju fríblaði Berlingske
Officin. Því verður dreift á um 500
þúsund heimili á Kaupmannahafn-
arsvæðinu og í Árósum.
Þar með varð Berlingske fyrst
til að koma slíku fríblaði á mark-
að. Fríblað JP-Politiken, 24timer,
kemur einnig út í fyrsta sinn í dag.
Útgefendur beggja blaða hafa
ekki farið í neinar grafgötur með
það að nýju blöðunum sé stefnt
gegn Nyhedsavisen, sem 365
Media Scandinavia ætlar að hefja
útgáfu á í haust.
„Sum þessara fríblaða munu
ekki lifa, því það er ekki nægt aug-
lýsingafé á markaðnum til að þau
geti öll staðið undir sér,“ hefur
AP-fréttastofan eftir danska fjöl-
miðlarýninum Malene Birkebæk
Hubertz. Hún segir að fríblöðin
verði að vinna til sín að minnsta
kosti helming dagblaðaauglýs-
ingamarkaðarins til að komast
af. - aa
FRÍBLAÐASTRÍÐ Blaðberi býður vegfaranda
í Kaupmannahöfn eintak af MetroExpress,
fríblaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Danska fríblaðastríðið:
Berlingske varð
fyrst með blað
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítugur
maður hefur játað að hafa ráðist á
stúlku í Breiðholti í síðustu viku
og reynt að nauðga henni.
Maðurinn hefur áður komið við
sögu lögreglu en ekki í tengslum
við ofbeldisglæpi. Maðurinn var
handtekinn í vinnu sinni og játaði
við yfirheyrslur. Lögreglu er ekki
kunnugt um geðheilsu mannsins,
en hann beit stúlkuna í hálsinn í
miðri árásinni.
Bjarnþór Aðalsteinsson, lög-
reglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild
lögreglunnar, segir mikinn létti að
búið sé að klófesta manninn. Nær
allir í ofbeldisbrotadeildinni hafi
unnið að málinu undanfarið. - æþe
Nauðgunartilraun í Breiðholti:
Maður játaði
við yfirheyrslu
BOSTON, AP Herþotur fylgdu banda-
rískri breiðþotu á leið frá Lundún-
um til Washington DC til lending-
ar á Logan-flugvelli við Boston í
gær, eftir að flugstjórinn tilkynnti
um neyðarástand um borð. Orsök-
in var þó ekki alvarlegri en sú að
farþegi, sem þjáðist af innilokunar-
kennd, tók kast.
Þrátt fyrir að alríkislögreglu-
menn hefðu fljótt fengið staðfest
að neyðarástandstilkynningin
hefði ekki átt sér alvarlegri for-
sendur var allur farangur úr vél-
inni settur í öryggisskönnun og
farþegarnir yfirheyrðir. - aa
Taugaveiklun í háloftunum:
Þotu lent er far-
þegi fékk kast
LENTI Í BOSTON Flugstjórinn tilkynnti um
neyðarástand um borð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Eiríkur, eru einkaskólar
málið?
„Nei, alls ekki, því einkaskólar geta
valið sér nemendur og taka þá aðeins
inn sem standast gæðamat.“
Samkvæmt rannsókn menntamálayfirvalda
í Svíþjóð sýna sænskir nemendur betri
námsárangur í þeim sveitarfélögum þar sem
hlutfall einkaskóla er hátt.
Stroessner deyr Alfredo Stroessner,
sem var einræðisherra í Paragvæ í 35
ár, dó í útlegð í Brasilíu í gær, 93 ára
að aldri. Stroessner var hershöfðingi
og mikill andkommúnisti og stjórnaði
landi sínu með blöndu af valdbeitingu,
kænsku og bitlingum, uns honum var
bolað frá völdum árið 1989.
PARAGVÆ