Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 6
6 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
BANASLYS Sveinn K. Rúnarsson,
varðstjóri í lögreglunni á Hvols-
velli, segir slysahættu í íshellun-
um við Hrafntinnusker vera mikla
og ráðleggur
öllum þeim sem
eiga leið um
Laugaveg að fara
ekki inn í hell-
ana. „Þeir sem
fara inn í hellana
eru í lífshættu.
Við lokuðum af
hellinum þar sem
slysið varð með
lögregluborða en að öðru leyti eru
ekki merkingar á svæðinu. Ferða-
menn eiga ekki að fara inn í íshell-
ana, við þær aðstæður sem nú eru.
Þarna er mikil hætta á ferðum.“
Arnar Páll Gíslason, sem er í
björgunarsveitinni Ársæli í
Reykjavík, var í skálanum við
Hrafntinnusker er slysið varð og
fór ásamt félaga sínum inn í hell-
inn. „Ég fór strax á slysstaðinn og
gerði mér grein fyrir því að það
var mikil hætta á hruni í hellinum.
Skömmu eftir að við höfðum
komið manninum út úr hellinum
hrundi úr loftinu á þann stað þar
sem við höfðum verið skömmu
áður. Það voru líklega yfir hundr-
að kílóa hnullungar sem hrundu
úr loftinu. Þarna var einfaldlega
ekki óhætt að vera.“
Félagi Arnars Páls, Guðmund-
ur Sigurðsson, björgunarsveitar-
maður úr Hafnarfirði, var með
Arnari á slysstað og hjálpuðust
þeir að við að komast út úr hellin-
um með manninn. - mh
KJÖRKASSINN
Þarf að efla gæslu á skemmti-
stöðum?
Já 78%
Nei 22%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ert þú fylgjandi hrefnuveiðum í
vísindaskyni?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
FRÁ ÍSHELLINUM VIÐ HRAFNTINNUSKER Mikil hætta er á hruni úr lofti íshella á svæðinu
þar sem slysið varð. Lögreglumenn á Hvolsvelli stjórnuðu aðgerðum eftir slysið.
FRÉTTABLAÐIÐ/FÍ
BANASLYS Þýskur karlmaður á fer-
tugsaldri lést er hann varð undir
íshnullungum sem hrundu úr lofti
íshellis skammt frá Hrafntinnu-
skeri í gær. Íshellirinn er um tíu
kílómetra frá Landmannalaugum.
Maðurinn var inni í hellinum
ásamt ferðafélaga sínum, sem
slapp ómeiddur. Félagi mannsins
tilkynnti um slysið rétt fyrir hálf
níu í gærmorgun eftir að hafa
hlaupið stuttan spöl til þess að
komast í símasamband.
Tveir björgunarsveitarmenn,
Guðmundur Sigurðsson og Arnar
Páll Gíslason, voru á ferð skammt
frá slysstaðnum og gátu hjálpað
til við að koma manninum, sem
talinn er hafa látist samstundis,
út úr hellinum. Lögreglumenn frá
lögreglunni á Hvolsvelli komu
skömmu síðar á staðinn og tóku
við stjórn á vettvangi.
Íshellirinn við Hrafntinnusker,
þar sem slysið varð, er vinsæll
ferðamannastaður. Fjöldi fólks
sem gengur Laugaveginn skoðar
hellinn á hverju ári.
Baldur Ólafsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenn-
ingar á Hvolsvelli, segir mikla
hættu geta skapast inni í hellun-
um yfir sumarið. „Þessir hellar
hafa alltaf verið varasamir og
það er kominn tími til þess að það
verði settar upp merkingar til
þess að gera ferðamönnum grein
fyrir hættunni sem skapast getur
í hellunum. Það eru engar merk-
ingar í grennd við hellana sem
gefa til kynna að hætta geti verið
á hruni í hellunum.“
Maðurinn sem lést og félagi
hans hittust á Höfn í Hornafirði
fyrir skemmstu og fóru saman
upp í skálann við Hrafntinnu-
sker, þar sem þeir gistu aðfara-
nótt miðvikudags. Þeir gengu
upp að hellunum snemma morg-
uns í gær og voru búnir að vera í
hellunum í skamma stund þegar
slysið varð.
Björgunarsveitir frá Hvols-
velli og Hellu tóku þátt í aðgerð-
um á slysstað en þyrla Landhelg-
isgæslunnar fór ekki á vettvang,
eftir að ljóst var að maðurinn
hafði látist samstundis.
magnush@frettabladid.is
Beið bana í íshelli
við Hrafntinnusker
Þýskur ferðamaður lést vegna hruns úr lofti íshellis við Hrafntinnusker
skammt frá Landmannalaugum. Félagi mannsins slapp ómeiddur. Íshellarnir
eru varasamir og það verður að koma upp merkingum, segir Baldur Ólafsson.
Ráðleggja ferðamönnum að fara ekki inn í íshellana:
Í lífshættu inni í hellunum
SVEINN K. RÚN-
ARSSON
HEILBRIGÐISMÁL Fimmti hver
Íslendingur þjáist af einhvers
konar gigtarsjúkdómi en bylting
hefur orðið í meðferð sjúkdóm-
anna, að sögn Björns Guðbjörns-
sonar, dósents í gigtarlækningum
og formanns Félags íslenskra gigt-
arlækna. „Byltingin hefur falist í
nýrri kynslóð gigtarlyfja sem
hefur gjörbreytt meðferðinni og
hefur veruleg áhrif á lífsgæði
gigtarsjúkra, þá helst þá sem eru
með hrygggikt, iktsýki og sóra-
gigt,“ segir Björn. „Lyfin sem við
höfum verið að nota í áratugi hafa
komið frá öðrum sviðum, t.d.
krabbameinslyf, en nýju lyfin eru
hönnuð fyrir gigtarsjúklinga og
hafa bein áhrif á
ákveðna liði.
Þannig getum við
stjórnað þessu
betur.“
Fjallað verður
um nýja meðferð-
armöguleika á
ráðstefnu sem
Norræna gigtar-
læknafélagið
stendur fyrir á Íslandi í vikunni,
en tæplega fimm hundruð þátttak-
endur koma hvaðanæva að úr
heiminum til að sitja ráðstefnuna.
„Við höfum fengið til liðs við
okkur heimsþekkta fyrirlesara
sem munu flytja stór yfirlitserindi
um það nýjasta á hverju sviði,“
segir Björn.
Gigtarsjúkdómar eru milli tvö
og þrjú hundruð talsins en hér á
landi eru beinþynning, liðagigt og
slitgigt algengastir. Björn segir að
sumir gigtarsjúkdómar séu mun
algengari í Norður-Evrópu en ann-
ars staðar, svo sem beinþynning.
„Þar kemur til vafalaust eitthvað
erfðafræðilegt, en íslenskir gigt-
arlæknar hafa unnið umtalsverða
vinnu með Íslenskri erfðagrein-
ingu,“ segir Björn. Hann bendir
jafnframt á að fjöldi aldraðra sé
að aukast og þar með verði aldurs-
tengdir gigtarsjúkdómar meira
áberandi. - rsg
Fimmti hver Íslendingur er með gigtarsjúkdóm:
Bylting í meðferð gigtar
SKÁLINN VIÐ HRAFNTINNUSKER Maðurinn
sem lést gisti ásamt félaga sínum í skálan-
um nóttina áður en hann lést.
FRÉTTABLAÐIÐ/FÍ
5
km
0 10
Tindfjalla-
jökull
Laufafell
HRAFNTINNUSKER
Torfajökull
M Ý R D A L S -
J Ö K U L L
LANDMANNALAUGAR
Emstrur
Álftavatn
M
ar
ka
rfl
jó
t
Tu
ng
na
á
Mælifellssandur
➧
➧
✘
BJÖRN GUÐ-
BJÖRNSSON
SKÓLASTARF Enn vantar 25 starfs-
menn á frístundaheimilin í Graf-
arvogi að sögn Þóru Melsted,
deildarstjóra barnastarfs hjá
Gufunesbæ í Grafarvogi.
„Lengstur er biðlistinn í Rima-
skóla en þar bíða fimmtíu börn
þess að fá pláss á frístundaheim-
ili skólans.
Frístundaráðgjafar eiga að
taka til starfa eftir viku svo við
leggjum allt kapp á að manna
þær stöður sem enn eru lausar.“
Þóra segir töluvert um að for-
eldrar barna á biðlista hringi og
spyrji hvernig staðan sé og segir
nokkurrar örvæntingar gæta hjá
sumum þeirra. - hs
50 börn í Rimaskóla bíða:
Frístundaráð-
gjafa vantar