Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.05.1978, Blaðsíða 6
6 MiOvikudagur 17. mai 1978 Wímívm___ Fjórtán og hálfur milljarður til hafnar- framkvæmda á 4 árum — Ræða samgönguráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar, um skýrslu um hafnarfram kvæmdir á árinu 1977. Flutt á Alþingi. Skýrsla sú, sem hér liggur fyrir um hafnarframkvæmdir á árinu 1977, er lögö fram i samræmi við ákvæOi i 10. gr. hafnalaga. 1 skýrslunni er yfirlit um fjárveit- ingar og framkvæmdir i höfnum, sem falla beint undir hafnalögin. og enn fremur yfirlit um fram- kvæmdir i landshöfnum, ferju- höfnum og Reykjavikurhöfn. Samkv^emt skýrslunni uröu heildarframkvæmdir i hafnar- gerðum á landinu á s.l. ári alls 2.178.1 millj.kr., sem er 296 millj.kr. hærra en árið áður eöa hækkun um 15.7%. Af þessum 2.178.1 millj.kr. voru samtals 1.278.8 millj.kr. til framkvæmda i almennum höfnum eða 58.7%. A Grundartanga var framkvæmt fyrir 391.3 millj.kr., en þótt sú framkvæmd heyri undir almennu hafnalögin, er hún nokkuð sér- staks eðlis. Hlutfallslega námu framkvæmdir þar 18.0% af heildarframkvæmdunum, eða á Grundartanga að viðbættum al- mennum höfnum samtals 76.7%. í landshöfnunum þremur, Kefla- vik — Njarövik, Rifi og Þorláks- höfn, námu framkvæmdir 174.0 millj.kr. eða 8.0%, og i Reykja- vikurhöfn, sem heyrir undir al- mennu hafnalögin, en nýtur ekki fjárveitinga úr rikissjóði, 328.0 millj.kr. eða 15.1%. Loks urðu framkvæmdir i ferjuhöfnum 6.0 millj.kr. Almennar hafnir Sé litiö á almennu hafnirnar sérstaklega, en eins og ég sagði áöan námu framkvæmdir við þær tæplega 1.279 millj.kr., kemur i ljós, að framkvæmdir þar eru jafnari en oft áður og minna ber á sérstökum stórframkvæmdum. Þó hafa Akranes og Vopnafjörður þarna nokkra sérstööu, en á Akranesi urðu framkvæmdir fyr- ir 151.1 millj.kr. og á Vopnafirði 125.0 millj.kr. Siðan kemur stórt stökk niöur i þriðju stærstu fram- kvæmdina, á Þingeyri, sem nam 72.3 millj.kr. A Akureyri urðu framkvæmdir 72.1 millj.kr. og siðan er fimmta stærsta fram- kvæmdin, i Sandgerði, rétt ofan við 52 millj.kr. A sex stööum uröu framkvæmdir á bilinu 40-50 millj.kr. eða samtals 264.1 millj.kr. A þeim ellefu stöðum, sem hér hafa verið nefndir og eru með framkvæmdir ofan viö 40 millj.kr., var rétt tæpur helming- ur framkvæmdamagnsins. Hinn helmingurinn skiptist svo á 44 staði, þar af eru 12 staðir á bilinu 20-40 millj.kr., 15 staðir með framkvæmdir milli 2.0-20.0 millj.kr. og loks 17 staðir, em eru meö framkvæmdir innan viö 2.0 millj.kr., en þar er undan- tekningarlaust um að ræða verk- lok eða kostnað viö mælingar eða aðrar rannsóknir. Til þeirra framkvæmda, sem hér greinir, voru á fjárlögum siðasta árs veittar 931.6 millj.kr. til framkvæmda i almennum höfnum, auk 150.0 millj.kr. til Grundartangahafnar. Til lands- hafna voru veittar 195.0 millj.kr og til ferjuhafna 17.0 millj.kr. Fjárveitingar úr rikissjóöi til hafnargerða voru þannig i heild 1.293.6 millj.kr. Hafnarbóta- sjóður Er þá rétt að fara næst nokkr- um oröum um Hafnabótasjóð, en auk þess sem rikissjóður veitir bein, óafturkræf framlög til hafnargeröa, er um aö ræða beina fjárveitingu til Hafnabótasjóðs, sem nam á siðasta ári 111.8 millj.kr. Sjóðurinn veitir siðan lán eða styrki til almennra hafnargerða til að fjármagna hluta af heimaframlagi viðkom- andi hafnarsjóða. Samkvæmt 19. gr. hafnalaga veitir sjóðurinn i fyrsta lagi hafnarsjóðum lán til framkvæmda gegn rikisábyrgð. I öðru lagi er honum heimilt að styrkja endurbætur á hafnar- mannvirkjum, sem skemmzt hafa af völdum náttúruhamfara eða öðrum óviðráðanlegum or- sökum. 1 þriðja lagi er honum heimilt að veita styrk til nýrra hafnarframkvæmda, sem nemi allt að 15% umfram rikisframlag af heildarframkvæmdakostnaði, til staða sem eiga við fjárhags- örðugleika að etja vegna dýrra hafnarmannvirkja, fólksfæðar eða annarra gildra orsaka. Loks er honum i fjórða lagi heimilt að veita hafnarsjóöum lán út á væntanleg rikisframlög. A sið- asta ári voru veitt úr sjóðnum föst lán samtals að fjárhæð 202.0 millj.kr. til 31 hafnar. Styrkir til framkvæmda samkvæmt áður- greindri heimild i hafnalögunum urðu 44.7 millj.kr. til 9 staða. Hef- ur nú undanfarin tvö ár veriö far- ið meira inn á þá braut að nota þessa heimild og er það von min, aö á þann hátt megi koma i veg fyrir eða að minnsta kosti minnka þá erfiðleika, sem ýmsir hafnar- sjóðir hafa átt i með endur- greiöslur lána. önnur megin- regla, sem höfð var i huga viö út- hlutun fjár úr Hafnabótasjóöi, var að lán til einstakra hafnar- sjóða færu ekki yfir 15% fram- kvæmdarkostnaðar, þannig aö þeir sæju sjálfir um fjáröflun fyr- ir 10%. Útkoman hefur lika oröið sú, að lán og styrkir nema sam- tals 266.7 millj.kr. af tæplega 350 millj.kr. heimahluta, sem þó er nokkuð meira en að heimahlutinn hafi veriö fjármagnaöur að 3/5 hlutum úr Hafnabótasjóði. Bráðabirgðalán úr Hafnabóta- sjóði uröu á árinu 90 millj.kr. til fjögurra staða og var þar yfirleitt um að ræða lán, sem urðu til vegna óhjákvæmilegra fram- kvæmda umfrám f járlög og verða greidd að verulegu leyti til Hafnabótasjóðs aftur á þessu ári, þar sem yfirleitt var um að ræða hrein rikisframlög. Til þess að geta staðið undir lánveitingum sinum tók Hafna- bótasjóður, eins og stundum áður, bráðabirgðalán hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði siðari hluta ársins, að upphæð 120 millj.kr. Þetta lán hefur þegar verið endurgreitt. Nýi Grettir reynist vel Unnið var að þvi með góðum árangri á siðasta ári að bæta tækjakost Hafnamálastofnunar- innar til dýpkunar hafna, en Gretti, hinu gamla grafskipi stofnunarinnar, var lagt á árinu 1976, enda ekki hagkvæmt að gera hann út lengur. 1 þvi skyni að afl- að yrði nýs graftækis voru á fjár- lögum ársins 1977 veittar 30 millj.kr. til kaupa á nýjum tækj- um. Varð niðurstaðan sú, eftir rækilega könnun, að keyptur var hingað gröfuprammi, sem norsk- ur aðili hafði þróaö. Var gerður samningur við hann um smiði sliks pramma strax i ársbyrjun 1977 og jafnframt var boðin út smíði tveggja efnisflutninga- pramma og samið um smiði þeirra við lægstbjóðanda, Vél- smiðjuna Stál á Seyðisfirði. Hinn nýi gröfuprammi, sem einnig hlaut nafnið Grettir, kom til landsins seinni hluta júnimánað- ^ar og var settur i hann hér sér- stakur gröfubúnaöur. Nýi Grettir reynísí mjög vel viö þau störf, sem honum eru ætluð og má segja að tilkoma hans þýði nánast byltingu i dýpkunarmál- um hafna hér á landi. Hann var viö gröft i fimm höfnum á land- inu, en mest verk innti hann af hendi á Skagaströnd. Hákur, dæluprammi Hafna- málastofnunarinnar, var á árinu við dælingu i fimm höfnum og reyndist sem áður ágætlega. Líkan- tilraunir Likantilraunir Hafnamála- stofnunarinnar, sem nú eru i leiguhúsnæði við Funahöfða i Reykjavik, hófust þar i april 1977 meö þvi að byggt var likan af Vopnafjarðarhöfn. Lokið var við þessar likantilraunir i lok júli og var stefna og lega nýja hafnar- garðsins á Vopnafirði ákveðin á grundvelli þeirra niðurstaðna, sem likantilraunin gaf. Siðar á árinu var byggt likan af Akranes- höfn og var enn unnið aö þeirri likantilraun um áramót. Hafnafram- kvæmdir s.l. f jögur ár Nú þegar komið er að lokum yfirstandandi kjörtimabils þykir mér hlýða að gefa i stórum drátt- um yfirlit yfir það fjármagn sem varið hefur verið til hafnargerða á undanförnum fjórum árum, þ.e. árunum 1974 til og með 1977. Miðað viö verðlag hvers árs hefur á timabilinu verið varið 4.222 millj. kr. til almennra hafnar- gerða, 1.856 millj. kr. til lands- hafna og 564 millj. kr. til hinna sérstöku hafnargerða á Grundar- tanga og i Karlsey. Fram- kvæmdir I almennum höfnum skiptast þannig i grófum dráttum og er þá reiknað út frá verðlagi hvers árs að um 20% fram- kvæmdafjárins hefur farið i Reykjaneskjördæmi og munar þar auðvitað mest um fram- kvæmdirnar I Grindavik. Til Austurlands fer örlitiö minna eða 19.3%. 17.6% i Norðurlandskjör- dæmi eystra.14.6% i Vesturlands- kjördæmi.12.9% i Vestfjarðakjör- dæmi.10.1% i Norðurland vestra og loks 5.1% i Suðurlandskjör- dæmi. Sé framkvæmdum við landshafnir bætt viö almennar framkvæmdir sem er eðlilegt að gera verða þessi hlutföll nokkuð önnur. Heildarframkvæmdar- kostnaðurinn verður þá 6.078 millj. kr. Þar af er Suöurlands- kjördæmi meö 27.8%, Reykjanes- kjördæmi með 17.7%, Austur- landskjördæmi með 13.4%, Norðurland eystra með 12.2%, Vesturlandskjördæmi 12.0%, Vestfirðir með 8.9% og loks Norðurland vestra með 7.9%. Sé litið á framkvæmdir undan- farinna fjögurra ára i ljósi verð- lags eins og það er orðiö i dag, breytast framkvæmdatöiurnar að sjálfsögðu verulega. Þeir 6.1 mill- jarður kr. sem framkvæmdir námu i almennum höfnum og landshöfnum á timabilinu yrðu þá um 13.5 milljarðar kr. og um 14.4 milljarðar kr. i höfnunum i Karls- ey og Grundartanga meðtöldum. Stórfelldar framkvæmdir i Grindavík og Þorlákshöfn Það hefur þvi þegar á heildina er litið verið varið verulegu f jár- magni til hafnargerða á Islandi þessi fjögur ár og verulegur árangur náðst i framkvæmdum og nægir þar að benda á hinar stórfelldu framkvæmdir i Grindavik og Þorlákshöfn. Hafnirnar voru i upphafi þessa timabils á margan hátt vanbúnar að taka á móti þeirri endurnýjun skipaflotans sem þá var að eiga sér stað með fleiri og stærri fiski- skipum sem kröfðust betri að- stöðu i höfnunum. Ég tel að á þessum fjórum árum hafi tekizt að allverulegu leyti að laga hafnirnar að þessum nýju að- stæðum. Þvi er þó ekki fyrir aö synja að ýmislegt er enn ógert enda eru hafnirnar ekki aðeins grundvöllur undir atvinnulífi fjöl- margra en fámennra byggðar- laga i kringum landiö heldur einnig þýðingarmikil samgöngu- tæki. Þær eru frumskilyrði þess að hægt sé að halda uppi búsetu á fjölmörgum stöðum hér á landi og þvi áhugamál hvers og eins á þessum stöðum að staðið sé sem bezt að þessum málum. Þar sem hafnirnar eru að landshöfnunum undanskildum eign viðkomandi sveitarfélaga og ríkisframlagiö er óafturkræft er það ljóst að það verður um leið bæði hagsmuna- mál og áhugamál ibúanna i viðkomandi sveitarfélögum hvernig höfnin er rekin og hvernig staðið er þar að nýjum framkvæmdum. Þaðerþvi mikils virði að sem mest og bezt sam- starf sé milli hafnarsjóðanna annars vegar og Hafnamála- stofnunar og samgönguráðu- neytis hins vegar. Mynduðu hafnirnar fyrir nokkrum árum Hafnasamband sveitarfélaga til að koma fram fyrir þeirra hönd og starfa að sameiginlegum áhugamálum þeirra. Hefur árangur af starfi sambandsins orðið eins og bezt verður á kosið. Til þess að auka og bæta þetta samstarf eins og unnt væri skipaði ég i ársbyrjun 1975, með- fram fyrir óskir hafnasambands- ins, sérstaka samstarfsnefnd að hafnamálum,sem I eiga sæti einn fulltrúi frá sambandinu.einn full- trúi úr samgönguráðuneytinu og fulltrúi skipaður af ráöherra, auk tveggja varamanna sem mæta skulu á fundum nefndarinnar við og við. Hafnarmálastjóri situr auk þess alla fundi nefndarinnar. Tel ég ótvirætt að störf nefndarinnar hafi stuðlað að bættu samstarfi og skilningi milli þeirra óliku aðila sem aö hafnar- gerðum standa. Halldór E. Sigurösson samgönguráöherra heldur stutta rcöu á slöasta þingflokksfundi Framsóknar- flokksins á nýafstöönu þingi. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.