Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 10
10 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR FANGELSISMÁL Sex manns af þeim tuttugu sem sitja í gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Ekki er hægt að senda þá til síns heima fyrr en búið er að dæma í þeirra málum. Jafnvel þá er ekki víst að þeir verði látnir afplána erlendis þar sem samninga þess efnis vantar milli Íslands og margra landa, sér í lagi Eystrasaltslandanna. Fangelsismálastofnun þurfti í fyrradag að synja þremur beiðn- um um gæsluvarðhald vegna plássleysis. Mönnunum sem áttu að fara í gæsluvarðhald var sleppt fyrir vikið. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsis- málastofnun, segir alvarlegt mál að gæsluvarðhaldsbeiðni sé synj- að. „Þeir sem sitja í gæsluvarð- haldi eru flestir þar vegna fíkni- efnabrota en einnig vegna ofbeldisbrota. Ástandið hefur verið bærilegt um árin en upp á síðkastið hafa komið upp ansi mörg mál á tiltölulega stuttum tíma. Við höfum verið dugleg við að finna nýjar leiðir við afplánun dóma en þegar um er að ræða gæsluvarðhald geta menn ekki verið úti í bæ,“ segir hann. „Stór hluti þeirra sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru útlendingar, og margir þeirra frá Litháen. Það er ekki hægt að senda þessa menn heim til sín fyrr en það er búið að dæma þá því brotið kemur upp hér í íslenskri lögsögu. Ástæðan fyrir því að útlendingar eru ekki oftar sendir til síns heima til að afplána er sú að það eru ekki til samningar milli þessara landa.“ Hann segir vandamálið ekki leysast fyrr en fangelsisplássum fjölgi. „Auðvitað eru til fangaklef- ar á lögreglustöðvum en það getur aldrei orðið lausn. Þegar þú færð sjö í mat allt í einu geturðu bankað upp á hjá nágrannanum og fengið lánaðar pylsur en þú gerir það ekki á hverju kvöldi. Þá verðurðu að stækka eldhúsið og kaupa fleiri pylsur.“ Fulltrúar Samfylkingar í alls- herjarnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundi hið fyrsta í nefndinni. Tilefnið er að ræða það ófremdar- ástand sem upp er komið í fang- elsismálum þjóðarinnar. Vilja full- trúar Samfylkingar ræða það alvarlega ástand sem skapast hefur, meðal annars vegna aðgerðaleysis dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni. salvar@frettabladid.is Þriðjungur í varð- haldi útlendingar Tuttugu manns sitja nú í gæsluvarðhaldi, þar af sex útlendingar. Ekki er hægt að senda þá heim til sín fyrr en dæmt hefur verið í málum þeirra. Jafnvel þá er sjald- gæft að erlendir fangar séu sendir til síns heima vegna þess að samninga vantar. HEGNINGARHÚSIÐ Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir vandamálið ekki leys- ast fyrr en fangelsisplássum fjölgi. Fulltrúar Samfylkingar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna ástandsins í fangelsismálum. MÓTMÆLAGANGA Á SÝRLANDI Um tvö þúsund sýrlensk börn tóku þátt í mót- mælagöngu um helgina gegn „drápum Ísraelshers á börnum í Líbanon“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁM Elín Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir óréttmætt að kenna heimil- um alfarið um agaleysi í skólum og agaleysi alfarið um slæman námsárangur íslenskra barna. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, sagði aga- mál sérstaklega aðkallandi, í við- tali við Fréttablaðið í fyrradag. „Það eru alltaf örfáir einstakl- ingar sem hegða sér illa og í flest- um tilfellum eru þetta börn með geðræn vandamál,“ segir Elín. „Kerfið er bara að bregðast þess- um börnum. Ef foreldrar geta ekki agað börnin, hvað á þá að gera? Það hlýtur að vera skólinn sem á að grípa inn í. Námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar á vegum skólanna eiga að geta hjálpað til.“ „Auðvitað þarf aukið samstarf heimilis og skóla, því skólinn verð- ur að opna dyr sínar fyrir foreldr- um,“ segir Elín. „Það hefur sýnt sig að bara lít- ill hluti hegðar sér illa og það eru að miklu leyti drengir á lands- byggðinni sem draga niður meðal- talið. Það er ekki mælanlegur munur á kynjunum á höfuðborg- arsvæðinu og það þarf að skoða hvað það er sem veldur því að þessum drengjum er ekki rótt í skóla. Áhugi þeirra er ekki nægur og það bitnar á árangri. Við verð- um að komast að því hvernig skól- inn á að koma til móts við þá, því þeir falla brott bæði eftir grunn- skóla og menntaskóla,“ segir Elín. - sgj Elín Thorarensen segir agavandamál nemenda ekki alfarið á ábyrgð heimilanna: Skoða þarf ástæður agaleysis ELÍN THORARENSEN Elín telur nauðsynlegt að foreldrar geti auðveldlega unnið með skól- unum í agamálum. MEXÍKÓ, AP Til nokkurra ryskinga kom þegar sló í brýnu milli stuðn- ingsmanna López Obradors og lög- reglumanna við þinghús Mex- íkóborgar á þriðjudaginn var. Mótmælendurnir reyndu að setja upp búðir við þinghúsið en óeirða- lögreglan kom í veg fyrir það. Um átta mótmælendur særðust en meðal þeirra voru tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar. „Hér er umsátursástand því lögin hafa verið brotin, en ekki af okkur, heldur af stofnunum ríkis- ins,“ sagði Aleida Alvarez, þing- kona PRD-flokks Obradors, en hún tók þátt í mótmælunum. Aðgerðir lögreglunnar náðust á myndband, þar sem hún lamdi á nokkrum þingmönnum stjórnar- andstöðunnar þegar mótmælend- ur ruddu sér leið gegnum varnar- vegg lögreglunnar. Eftir það byrjuðu mótmælendur að kasta steinum í lögreglumennina, sem dreifðu þá mannfjöldanum með táragasi. Þingmennirnir hafa kvartað undan framkomu lögreglunnar og halda því fram að ástandið í land- inu sé mun verra en áður, að því er snertir lýðréttindi borgara. Obrador tapaði forsetakosning- unum sem fóru fram í júlí. Yfirkjörstjórn landsins hefur end- urtalið um 9 prósent atkvæða en Obrador krefst endurtalningar hvers og eins atkvæðis. Calderón, þeim sem hlaut kosningu, hótar hann „umsátursástandi“ svo árum skipti; að honum verði ekki vært utan skrifstofu sinnar. - kóþ Mótmæli vegna forsetakosninganna í Mexíkó sem fóru fram í júlí halda áfram: Átök við þinghúsið í Mexíkóborg HEITT Í KOLUNUM Stuðningskona Obradors æpir að lögreglumönnum. Hún ásamt hundr- uðum annarra slóst við lögregluna fyrir utan þinghúsið í Mexíkóborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������� ���������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� ��
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.