Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12
12 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR INDJÁNI DANSAR Narragansett-indjánarnir í Bandaríkjunum dönsuðu þjóðdansa við upphaf fundar ættflokkanna sem haldinn er um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Fyrir lokuðum dóm- salsdyrum útskýrðu breskir sak- sóknarar í gær ákvörðun yfirvalda um að halda 22 manns enn í gæslu- varðhaldi án ákæru. Mennirnir voru flestir handteknir í síðustu viku, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um stórfelld hryðjuverk í háloftunum. Talið er að þeir hafi ætlað sér að sprengja allt að tíu flugvélar í loft upp með því að smygla sprengiefni í fljótandi formi um borð í vélarnar. Lögregla heldur áfram að gera húsleit á heimilum og í fyrirtækj- um víðs vegar um Bretland í áframhaldandi rannsókn á mál- inu. Einn maður til viðbótar var handtekinn á þriðjudag, en alls hafa 24 manns verið handteknir í Bretlandi í tengslum við málið og sautján í Pakistan. Samkvæmt nýjum hryðjuverkavarnalögum geta bresk yfirvöld haldið grunuð- um í gæsluvarðhaldi í allt að 28 daga án ákæru, en mál hvers og eins fer reglulega fyrir dómara á þeim tíma. John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, viðurkenndi í gær að margir hinna handteknu yrðu lík- lega ekki ákærðir fyrir alvarlega glæpi, en hann sagði sönnunar- gögnum fara fjölgandi sem bentu til þess að veruleg hryðjuverk hefðu verið í bígerð. Flugumferð færðist nær eðli- legu horfi í gær. Sögðu talsmenn British Airways að níutíu prósent flugs félagsins væri nú komið í samt lag og að búast mætti við að allt flug færi eftir áætlun á morg- un. Þó höfðu flugyfirvöld auknar áhyggjur af öryggi, eftir að upp- víst varð að tólf ára drengur komst eftirlitslaus um borð í flugvél á Gatwick flugvellinum á þriðjudag, án vegabréfs, flugmiða eða brott- fararspjalds. Flugþjónar tóku eftir honum áður en vélin fór af stað og var honum fylgt úr vélinni. Sex innanríkisráðherrar Evr- ópusambandsríkja hittust í Lond- on í gær til að ræða hættuna á hryðjuverkum í háloftunum. Fundinn sóttu ráðherrar Bret- lands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Portúgals og Slóven- íu, en Finnar sitja nú í forsæti ESB, og fjögur síðasttöldu löndin munu gegna því á árunum 2007 og 2008. Á fundi sínum samþykktu ráð- herrarnir frekari milliríkjasam- vinnu gegn hryðjuverkum, svo sem samnýtingu á upplýsingum um farþega og samræmingu öryggisviðbúnaðar. „Þegar við stöndum frammi fyrir ógninni um fjöldamorð, þá verðum við að sætta okkur við að réttur einstaklingsins verði tak- markaður af sameiginlegum rétti okkar til öryggis og þeirrar vernd- ar á lífi og limum sem landsmenn krefjast,“ sagði Reid. smk@frettabladid.is Meintir hryðjuverka- menn áfram í haldi Breskir saksóknarar réttlættu fyrir dómara í gær fangelsun 24 manna, sem sitja inni án ákæru en eru grunaðir um að hafa skipulagt stórfelld hryðjuverk. Umferð um breska flugvelli er að komast í samt lag, en öryggisgæsla er enn afar ströng. HERT GÆSLA Vopnaðir lögregluþjónar gæta Downing-strætis í London, en öryggisgæsla hefur verið hert til muna bæði á breskum flugvöllum sem og um alla höfuðborgina, eftir að yfirvöld komu í veg fyrir meint hryðjuverk í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HRAÐAKSTUR Framkvæmdastjóri Avis og Budget bílaleiganna hefur óskað eftir því við Ríkislögreglu- stjóra að ökumenn sem eru teknir fyrir of hraðan akstur á bílaleigu- bílum verði sviptir bifreiðinni og tafarlaust verði haft samband við bílaleiguna. „Ég hef engan áhuga á að menn séu í ofsaakstri á bílun- um okkar. Við viljum vinna mjög vel með lögreglunni og óskum þess að svona brjálæðingar séu teknir úr umferð á stundinni og bifreiðin tekin af þeim,“ segir Hjálmar Pétursson, framkvæmda- stjóri Avis og Budget. Bréf Alp, sem rekur Avis og Budget, til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær kemur í kjölfar umræðu um að fjöldi erlendra ferðamanna hafi keyrt vel yfir hámarkshraða í sumar. „Við látum leigutaka fá hrúgu af bæklingum og starfsfólk okkar er þjálfað í að vara þá við hættunum en þeir hlusta bara ekki. Við erum líka að vinna heilmikið forvarnar- efni með Sjóvá,“ segir Axel. Hann telur að merkingum sé víða ábóta- vant og segir að bílaleigur hafi margoft beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að setja upp betri merkingar á vegum. „Stærstu bílaleigurnar eru með samtals nálægt fimm þúsund bíla á hverj- um degi í umferð og miðað við þennan fjölda erlendra ökumanna verður að leggja meira í merking- ar fyrir þetta fólk,“ segir Axel Árnason. - rsg Forsvarsmenn Avis og Budget: Ósáttir við hraðakstur SKÓLAMÁL Ríkisstjórnin mun á haustþingi leggja fram lagafrum- varp um Hólaskóla sem staðfestir stöðu skólans sem háskóla í lögum, en frá því í apríl 2003 hefur Hóla- skóli getað útskrifað nemendur með háskólagráður. „Okkar háskólatign var staðfest með reglugerð árið 2003 en ekki form- lega í lögum. En með lögunum mun þetta taka á sig nýjan blæ,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. Fyrstu háskólagráðurnar verða veittar í vor þegar nemendur útskrifast með B.A.-próf í ferða- málafræði. „Svo erum við að undirbúa B.S. í hestafræðum og B.Ed. í reið- kennslu, í samstarfi við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri,“ segir Skúli, en einnig mun skólinn geta boðið upp á B.S. nám í fiska- líffræði. - rsg Ríkisstjórnin mun í haust leggja fram frumvarp: Hólaskóli verður háskóli HÓLAR Lagafrumvarpið er í raun formsatriði því reglugerð frá 2003 staðfesti skólann sem háskóla. FRÆÐSLA Geðhjálp hefur opnað nýja vefsíðu þar sem aðgengileg- ar eru ýmsar gagnlegar upplýs- ingar fyrir geðfatlaða og aðstand- endur þeirra. Á vefsíðunni er safn greina og rannsókna um málefni geðfatlaðra auk uplýsinga um ráð- stefnur og fundi sem tengjast málaflokknum. Vefurinn hefur fengið vottun um að standast kröf- ur um aðgengi fyrir heyrnarlausa, sjónskerta og hreyfihamlaða. Engar reglur eru í gildi hér- lendis um aðgengi að vefsíðum en víða er komið í lög að heimasíður opinberra stofnana og fyrirtækja eigi að vera aðgengilegar notend- um, óháð fötlun eða getu. - öhö Geðhjálp opnar upplýsingavef: Betra aðgengi að upplýsingum AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.