Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 16
16 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI VENESÚELA, AP Verkalýðsforinginn Carlos Ortega slapp úr fangelsi í Venesúela aðfaranótt sunnudags og er hans nú leitað um allt landið en einnig er leitað að þremur her- mönnum sem grunaðir eru um að hafa hjálpað honum til frelsis. Ortega stjórnaði pólitísku verk- falli olíuverkamanna, til höfuðs Hugo Chávez, forseta landsins, fyrir þremur árum, en verkfallið stuðlaði að einni verstu kreppu í sögu ríkisins. Hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir „borgaralega uppreisn“, eftir að stjórnvöldum þótti sýnt að hann tengdist tilraunum til valdaráns árið 2002. - kóþ Verkalýðsforingi í Venesúela: Ortega strauk úr fangelsinu CARLOS ORTEGA Verkalýðsforinginn braust úr fangelsi um helgina, en hann afplánaði sextán ára dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Deiliskipulag fyrir Ellingsenreit í Reykjavík hefur verið fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, en á reitnum eru lóðirnar Mýrargata 26 og Granda- garður 2. Eigandi lóðarinnar á Grandagarði 2 kærði deiluskipu- lagið en fjórtán mánuðir liðu þar til nefndin úrskurðaði í málinu. „Kæran kemur fram í maí 2005 þannig að það líða fjórtán mánuðir þar til nefndin úrskurðar og það er ekki í samræmi við ákvæði byggingar- og skipulagslaga. Ég tel að fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og sveitarfélögin telji þetta ekki heldur ásættanlegt,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélags- ins Nýju-Jórvíkur, sem á lóðina að Mýrargötu 26. Eigandi Grandagarðs 2 kvart- aði yfir því að nýtingarhlutfall lóðarinnar var ákvarðað minna en nýtingarhlutfall lóðarinnar á Mýr- argötu og taldi að það stangaðist á við jafnræðissjónarmið. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að auglýsa þurfi nýtt deiliskipulag en nokkrir mánuðir geta liðið þar til það er samþykkt. Ellingsenreitur er tekinn fyrir í tillögu að rammaskipulagi fyrir Mýrargötu- og slippsvæðið í heild sinni, en deiliskipulag reitsins mun ekki raska þeirri tillögu. - rsg Ellingsenreitur á byrjunarreit: Deiliskipulag ógilt MÝRARGATA 26 Búið er að rífa húsið á Mýrargötu 26 og grafa grunn að íbúðar- húsnæði. MESSA Einstök messa var haldin á sunnudag þegar Axel Árnason, prestur í Stóranúpsprestakalli, stóð fyrir helgistund í dagsferð Ferðafélags Íslands og Land- verndar um Þjórsárver. Hundrað og fimmtíu þreyttir ferðalangar voru viðstaddir messuna sem kom göngugörpunum í opna skjöldu enda presturinn einn göngumanna. „Ég var með hempuna í bakpokan- um og það vakti athygli þegar ég dró hana allt í einu upp úr pokan- um og þarna birtist óvæntur poka- prestur,“ segir Axel. Eiginkona Axels, Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur, er talsmaður Áhugahóps um vernd- un Þjórsárvera og var hún einn leiðsögumanna í ferðinni. „Ég er sjálfur áhugamaður um náttúru- vernd almennt. Það er skammar- legt hvernig farið er með þetta svæði,“ segir Axel. Biskupsþúfa er hæð ofarlega við Þjórsá sem er þekkt fyrir þær sakir að þar áðu biskupar á leið sinni norður Sprengisand. „Ég hef ekki messað áður í svona miklum öræfum og strangt til tekið er ég utan prestakallsins svo ég var aðeins að stelast,“ segir Axel Árnason, en gjörningurinn vakti mikla lukku meðal ferðalang- anna. - rsg Presturinn dró hempu upp úr bakpokanum: Messa í Þjórsárverum BISKUPSÞÚFA „Maður getur ekki látið sér standa á sama um landið, við munum öll standa fyrir dómi fyrir gerðir okkar,“ segir Axel Árnason prestur. MYND/GÍSLI PÁLSSON MÝRARGÖTU- OG SLIPPSVÆÐI Deiliskipulagið sem hefur verið ógilt hefur ekki áhrif á tillögu að rammaskipulagi fyrir Mýrargötu- og slippsvæðið sem sést á teikningunni. HOBBYHÚSIÐ Sími 517 7040 • Dugguvogi 12 • www.hobbyhusid.is NETSALAN EHF. Rýmingarsala á Hobby hjólhýsum. Erum að selja sýnishornin með RISA afslætti 400.000-500.000 krónur. Fyrstur kemur fyrstur fær. Aukahlutapakki að verðmæti 400.000 fylgir flestum húsunum Opnunartími mán-föst 10.00-18.00 laugardag 13.00-17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.