Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 16
16 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
VENESÚELA, AP Verkalýðsforinginn
Carlos Ortega slapp úr fangelsi í
Venesúela aðfaranótt sunnudags
og er hans nú leitað um allt landið
en einnig er leitað að þremur her-
mönnum sem grunaðir eru um að
hafa hjálpað honum til frelsis.
Ortega stjórnaði pólitísku verk-
falli olíuverkamanna, til höfuðs
Hugo Chávez, forseta landsins,
fyrir þremur árum, en verkfallið
stuðlaði að einni verstu kreppu í
sögu ríkisins. Hann var dæmdur
til sextán ára fangelsisvistar fyrir
„borgaralega uppreisn“, eftir að
stjórnvöldum þótti sýnt að hann
tengdist tilraunum til valdaráns
árið 2002. - kóþ
Verkalýðsforingi í Venesúela:
Ortega strauk
úr fangelsinu
CARLOS ORTEGA Verkalýðsforinginn braust
úr fangelsi um helgina, en hann afplánaði
sextán ára dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKIPULAGSMÁL Deiliskipulag fyrir
Ellingsenreit í Reykjavík hefur
verið fellt úr gildi með úrskurði
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála, en á reitnum eru
lóðirnar Mýrargata 26 og Granda-
garður 2. Eigandi lóðarinnar
á Grandagarði 2 kærði deiluskipu-
lagið en fjórtán mánuðir liðu þar
til nefndin úrskurðaði í málinu.
„Kæran kemur fram í maí 2005
þannig að það líða fjórtán mánuðir
þar til nefndin úrskurðar og það
er ekki í samræmi við ákvæði
byggingar- og skipulagslaga. Ég
tel að fyrirtæki sem starfa á þessu
sviði og sveitarfélögin telji þetta
ekki heldur ásættanlegt,“ segir
Magnús Ingi Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri eignarhaldsfélags-
ins Nýju-Jórvíkur, sem á lóðina að
Mýrargötu 26.
Eigandi Grandagarðs 2 kvart-
aði yfir því að nýtingarhlutfall
lóðarinnar var ákvarðað minna en
nýtingarhlutfall lóðarinnar á Mýr-
argötu og taldi að það stangaðist á
við jafnræðissjónarmið. Hanna
Birna Kristjánsdóttir, formaður
skipulagsráðs Reykjavíkur, segir
að auglýsa þurfi nýtt deiliskipulag
en nokkrir mánuðir geta liðið þar
til það er samþykkt.
Ellingsenreitur er tekinn fyrir í
tillögu að rammaskipulagi fyrir
Mýrargötu- og slippsvæðið í heild
sinni, en deiliskipulag reitsins
mun ekki raska þeirri tillögu. - rsg
Ellingsenreitur á byrjunarreit:
Deiliskipulag ógilt
MÝRARGATA 26 Búið er að rífa húsið á
Mýrargötu 26 og grafa grunn að íbúðar-
húsnæði.
MESSA Einstök messa var haldin á
sunnudag þegar Axel Árnason,
prestur í Stóranúpsprestakalli,
stóð fyrir helgistund í dagsferð
Ferðafélags Íslands og Land-
verndar um Þjórsárver. Hundrað
og fimmtíu þreyttir ferðalangar
voru viðstaddir messuna sem kom
göngugörpunum í opna skjöldu
enda presturinn einn göngumanna.
„Ég var með hempuna í bakpokan-
um og það vakti athygli þegar ég
dró hana allt í einu upp úr pokan-
um og þarna birtist óvæntur poka-
prestur,“ segir Axel.
Eiginkona Axels, Sigþrúður
Jónsdóttir náttúrufræðingur, er
talsmaður Áhugahóps um vernd-
un Þjórsárvera og var hún einn
leiðsögumanna í ferðinni. „Ég er
sjálfur áhugamaður um náttúru-
vernd almennt. Það er skammar-
legt hvernig farið er með þetta
svæði,“ segir Axel.
Biskupsþúfa er hæð ofarlega
við Þjórsá sem er þekkt fyrir þær
sakir að þar áðu biskupar á leið
sinni norður Sprengisand. „Ég hef
ekki messað áður í svona miklum
öræfum og strangt til tekið er ég
utan prestakallsins svo ég var
aðeins að stelast,“ segir Axel
Árnason, en gjörningurinn vakti
mikla lukku meðal ferðalang-
anna. - rsg
Presturinn dró hempu upp úr bakpokanum:
Messa í Þjórsárverum
BISKUPSÞÚFA „Maður getur ekki látið sér
standa á sama um landið, við munum öll
standa fyrir dómi fyrir gerðir okkar,“ segir
Axel Árnason prestur. MYND/GÍSLI PÁLSSON
MÝRARGÖTU- OG SLIPPSVÆÐI Deiliskipulagið sem hefur verið ógilt hefur ekki áhrif á
tillögu að rammaskipulagi fyrir Mýrargötu- og slippsvæðið sem sést á teikningunni.
HOBBYHÚSIÐ
Sími 517 7040 • Dugguvogi 12 • www.hobbyhusid.is NETSALAN EHF.
Rýmingarsala
á Hobby hjólhýsum.
Erum að selja sýnishornin með RISA afslætti
400.000-500.000 krónur. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Aukahlutapakki að verðmæti 400.000
fylgir flestum húsunum
Opnunartími
mán-föst 10.00-18.00
laugardag 13.00-17.00