Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.08.2006, Qupperneq 22
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Friðlýst svæði á Íslandi í ferkílómetrum. Heimild: Hagstofa Íslands 1965 6 .7 27 9. 36 1 9. 80 1 55 1975 1985 1995 Herskár armur Hizbollah- samtakanna hefur fengið gríðarlega athygli und- anfarið vegna átaka hans við Ísrael, sem lauk með vopnahléi á mánudag. En samtökin sinna mun víð- tækara hlutverki en bara stríðsrekstri gegn Ísrael. Liðsmenn Hizbollah ganga nú á milli húsarústa í Suður-Líbanon og bjóða fólki mat og lyf, auk annarr- ar aðstoðar. Athygli vekur að aðstoð þessi hófst ekki eftir að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst að semja um vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah, heldur hafa liðsmenn- irnir sinnt þessu starfi allan þann tíma sem sprengjum Ísraelshers rigndi yfir óbreytta borgara, stór svæði voru lögð í rúst og brýr og vegir eyðilagðir, í þeim yfirlýsta tilgangi að útrýma samtökunum. Enda er félagsleg þjónusta samtakanna ein aðalástæðan fyrir vinsældum þeirra meðal Líbana, þrátt fyrir að Hizbollah sé á skrá Evrópusambandsins, Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja yfir hryðjuverkasam- tök. Uppruni samtakanna Samtökin Hizbollah voru stofnuð í Líbanon árið 1982, gagngert til að reka ísraelska herinn út úr Líban- on, og fengu þau til þess fjárstuðn- ing frá Íran. Ísraelar höfðu þá nýverið ráðist inn í suðurhluta landsins og í arabaheiminum var almennt litið á Hizbollah sem and- spyrnuhreyfingu sem ætti fullan rétt á sér. Árið 2000 var takmark- inu náð þegar ísraelskir hermenn yfirgáfu landið eftir átján ára her- nám og jókst þá hróður Hizbollah til muna heima fyrir. Leiðtogi Hizbollah er Sjeik Hassan Nasrallah og hann er jafn- an talinn hugsuðurinn á bak við vopnaða baráttu samtakanna gegn Ísrael. Grasrótarsamtök Burtséð frá herskáum armi sam- takanna, þá reka þau fjölmarga skóla, heilsugæslu og sinna félags- málum á borð við uppbyggingu á húsum sem eyðilagst hafa í árás- um Ísraela. Það eru fyrst og fremst sjía-múslimar, sem eru rúmur þriðjungur Líbana, sem njóta þjónustu Hizbollah. Hizbollah er fullgildur stjórn- málaflokkur og sitja fjórtán þing- menn af 128 á þingi Líbanons fyrir hönd Hizbollah og tveir ráðherrar landsins koma úr þeirra röðum. Einnig gefa samtökin út tímarit og reka útvarps- og sjónvarps- stöð. „Hizbollah eru grasrótarsam- tök,“ segir Amal Saad Ghorayeb, stjórnmálafræðiprófessor við bandaríska háskólann í Líbanon og sérfræðingur í Hizbollah. „Þau útvega þjónustu frá vöggu til graf- ar, þau sjá um allar þínar félags- legu-, heilsugæslu- og velferðar- þarfir. Það er einmitt þessi félagslega þjónusta sem hefur tryggt Hizbollah sess meðal sjí- anna.“ Stuðningur við sjía Líbanskir sjíar eru um 1,2 milljón- ir, sem gerir þá að fjölmennasta trúarhóp landsins. Jafnframt eru þeir fátækasti hópur Líbana, og hafa þeir löngum kvartað yfir lélegri félagslegri þjónstu líb- anskra yfirvalda. „Þetta er auðvitað ein ástæðan fyrir þessum harða stuðningi sjía við (Hizbollah),“ segir Ghorayeb. Samtökin standa fyrir ýmiss konar félagslegri þjónustu og bjóða meðal annars fátækum og fötluðum upp á aðstoð við nám og heilsugæslu. Þá veita þau fjöl- skyldum Hizbollah-liða sem farast í átökum við Ísrael aðstoð, standa fyrir sorphirðu og vatnsveitu í Suður- og Austur-Líbanon, og reka meðal annars tólf skóla, fimm sjúkrahús og fjórtán heilsugæslur víðs vegar um landið. Meðan á stríðinu stóð beindi Ísraelsher árásum sínum meðal annars að höfuðstöðvum þessarar félagslegu þjónustu Hizbollah og skutu á bæði skóla og sjúkrahús. Stuðningur sjíanna Stuðningur sjía við Hizbollah hefur síður en svo dvínað meðan á átökunum við Ísraelsher stóð. „Hizbollah er fólkið og fólkið er Hizbollah,“ segir Hussein Ayoub, 56 ára gamall fyrrverandi vígamaður samtakanna, sem hafa greitt fyrir nám barna hans og hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir örfáum árum. Hann talaði við fréttamann AP-frétta- stofunnar í skóla í Beirút þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni og öðru flóttafólki, eftir að Ísrael- ar lögðu heimili hans í rúst í upp- hafi átakanna. „Ég er tilbúinn að fórna lífi mínu fyrir samtökin,“ sagði Ayoub. Félagsleg ábyrgð Hizbollah Vinsældir skráskiptastaðalsins BitTorrent hafa aukist gríðarlega á Íslandi undanfarna mánuði, eða allt síðan internetþjónustur hófu að bjóða upp á ókeypis niðurhal erlendis frá. Hvað er BitTorrent? BitTorrent er skráskiptastaðall sem hannaður er til að dreifa stórum skrám yfir net á borð við internetið á þann hátt að álagið dreifist sem mest. Ólíkt hefðbundnu niðurhali, þar sem notandi sækir skrá frá einum vefþjóni, virkar BitTorrent þannig að notandinn sækir skrána frá öðrum sem eru að sækja skrána, ásamt því sem hann sendir hluta af skránni til annarra. Hvernig virkar BitTorrent? Sá sem upphaflega dreifir skrá með BitTorrent byrjar að senda hluta hennar til ákveðins fjölda notenda. Þegar hver þeirra notenda er kominn með hluta af skránni byrjar hann að senda þá hluta sem hann er kominn með til enn fleiri notenda. Á meðan heldur hann áfram að ná í skrána frá þeim sem dreifði henni upphaflega. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allir eru komnir með skrána. Með þessu móti dreifist álagið á marga notendur í stað eins vefþjóns. Er BitTorrent ólöglegt? BitTorrent er eingöngu staðall sem lýsir hvernig skrá er send yfir net, og getur því ekki verið ólöglegur sem slíkur. Hins vegar er mjög algengt að skrám á borð við höfundarréttar- varðar bíómyndir, tónlist og tölvuleiki sé dreift með BitTorrent, þar sem það hentar einstaklega vel til að dreifa stórum skrám til mikils fjölda notenda á stuttum tíma. Því hefur BitTorrent fengið nokkuð slæmt orð á sig í netheiminum, en hafa verður í huga að ekki er við flutn- ingsmátann að sakast þó hann sé stundum notaður til að flytja ólöglega hluti. FBL-GREINING: BITTORRENT Álaginu dreift á fjölmarga notendur FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISINSDÓTTIR smk@frettabladid.is 9. 35 3 2005 SJEIK HASSAN NASRALLAH Fjölmörgum myndum af leiðtoga Hizbollah-samtakanna hefur verið komið fyrir víða um Beirút og bera þær vitnisburð um áframhaldandi stuðning Líbana við Nasrallah. Hizbollah-samtökin aðstoða fólk við að endurbyggja hús sem sprengjur Ísraelshers lögðu í rúst í átökunum þar undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tölvuskjár með ólöglegum niðurhalsforritum í gangi. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.