Fréttablaðið - 17.08.2006, Page 28
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR28
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.446 +0,79% Fjöldi viðskipta: 225
Velta: 23.678 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,00 +0,00% ... Alfesca
4,25 +0,71% ... Atlantic Petroleum 555,00 +0,00% ... Atorka
5,80 +0,00% ... Avion 31,90 +0,63% ... Bakkavör 51,00 -0,59%
... Dagsbrún 5,29 -0,56% ... FL Group 16,00 +1,27% ... Glitnir
17,90 +1,71% ... KB banki 717,00 +0,99% ... Landsbankinn 21,80
+0,93% ... Marel 81,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,90 -0,59%
... Straumur-Burðarás 15,80 +0,64% ... Össur 113,00 +0,44%
MESTA HÆKKUN
Flaga +4,44%
Glitnir +1,71%
FL Group +1,27%
MESTA LÆKKUN
Mosaic -0,56%
Bakkavör -0,59%
Dagsbrún -0,59%
Verri en Svíagrýlan
Viðskiptablaðamennirnir hjá Berlingske Tidende,
Egil Evert og Ole Mikkelsen, eru ekki í miklum
metum hjá íslenskum viðskiptajöfrum, sem reyna
að gera garðinn frægan í Danmörku, og verða seint
tilnefndir til fálkaorðunnar. Telja Íslendingarnir að
þeir félagar dragi undantekningarlaust
upp svarta mynd af íslenskum
fyrirtækjum og kaupahéðnum og fari
rangt með staðreyndir. Er mörgum
farið að líða eins og Arngrími lærða
áður en hann fékk nóg og gaf út
Crymogæa sem svar við níðskrifum
erlendra manna um Ísland. Einkum
hefur gagnrýni Berlingske beinst að
FL Group og finnst forsvarsmönnum
FL illa að sér vegið. Þar er ýjað að
því að FL Group hafi verið að fikta í
hlutabréfasafni sínu seinni hlutann í
júní til þess að hækka gengi skráðra
hlutabréfa fyrir lok uppgjörstímabils.
Eftir það hafi bréfin lækkað.
Dótakauphöll og ódýra fjöreggið
Á miðvikudaginn greindi blaðið frá uppgjöri FL á
fyrstu sex mánuðum ársins. Þar er meðal annars
haldið því fram að Sterling sé rekið með bullandi
tapi en ekkert minnst á það að norræna lág-
gjaldaflugfélagið hafi sýnt hagnað
á öðrum ársfjórðungi og mikill
einskiptiskostnaður hafi fallið til
vegna sameiningar Sterling og
Maersk Air. Einnig er því haldið
fram að auk Sterling eigi FL Group
lággjaldaflugfélagið Icelandair. Það
hljómar eitthvað einkennilega í
eyrum þeirra Íslendinga sem hafa
ferðast á okurprísum með „fjöreggi
þjóðarinnar.“ Í lok greinarinnar
kemur fram að hlutabréf FL Group
hafi hækkað í litlu kauphöllinni í
Reykjavík eftir birtingu afkomu-
talna.
Peningaskápurinn ...
Eftir 50 punkta stýri-
vaxtahækkun Seðla-
bankans standa
stýrivextir hér í 13,5 pró-
sentum. Bankinn kynnti
ákvörðun sína í gær og
telur enn þörf á aðhaldi
í peningamálum þótt
verðbólga hafi reynst
eilítið minni en ráð var
fyrir gert í síðustu spá
bankans.
Bankastjórn Seðlabanka Íslands
kynnti í gær ákvörðun sína um að
hækka stýrivexti bankans um 0,5
prósentustig í 13,5 prósent. Vaxta-
ákvörðunin í gær var utan hefð-
bundinna vaxtaákvörðunardaga
ársins, en þörf var talin á að meta
aðstæður á ný nú um miðjan ágúst
vegna aðstæðna í efnahagslífinu.
Stýrivaxtahækkunin er lægri
en þrjár síðustu hækkanir sem
allar hafa verið upp á 0,75 pró-
sentustig.
Davíð Oddsson, seðlabanka-
stjóri, sagði þegar ákvörðunin var
kynnt að þrátt fyrir að verðbólga
væri aðeins undir síðustu spá
bankans væri óhjákvæmilegt að
hækka vexti, enda sæjust ekki
ótvíræðar vísbendingar um lækk-
un verðbólgunnar. Þórarinn Pét-
ursson, staðgengill aðalhagfræð-
ings bankans, segir enda eiga eftir
að koma í ljós hvort horfur hafi
batnað, eða hvort verðbólgutoppn-
um hafi einfaldlega seinkað. Davíð
segir bankann þó sjá jákvæðar vís-
bendingar og vísað þar meðal ann-
ars til aðgerða stjórnvalda til að
slá á þenslu. „Bankinn er samt
ekki á þessari stundu að tilkynna
að vaxtahækkunarferlinu sé lokið.
Við tilkynnum það þegar það er
tímabært og þar er það ekki
ennþá,“ segir hann.
Davíð sagði jafnframt að Seðla-
bankinn gæti að stærstum hluta
tekið undir með skýrslum frá bæði
OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um sem kynntar voru í síðustu
viku, en í þeim var talin þörf á
ströngu aðhaldi í peningamálum
enn um sinn og háum vöxtum. Í
þeim skýrslum báðum var einnig
vikið að stöðu Íbúðalánasjóðs og
hann sagður steinn í götu vaxta-
stefnu Seðlabankans. Davíð sagði
ríða á að ríkisstjórnin fylgdi yfir-
lýstri stefnu um að eyða óvissu um
málefni sjóðsins. „Þeim yfirlýs-
ingum hefur ekki verið fylgt nægi-
lega fast eftir. Við sjáum að ekki
gengur upp að hafa kerfið með
þeim hætti sem það er núna. Menn
verða að finna á þessu flöt og því
fyrr því betra,“ segir hann og
kveður það vera veikleikamerki í
efnahags- og hagstjórn hverfi
menn frá fyrirætlunum um að
breyta sjóðnum. „Líka í því ljósi að
matsfyrirtæki hafa lagt yfirlýs-
ingar ríkisvaldsins til grundvallar
í greiningum sínum á öryggi fjár-
málakerfisins og mati á stöðu
Íslands.“
Hækkunin er í samræmi við
spár greiningardeilda bankanna
sem gerðu ráð fyrir 50 til 75 pró-
sentustiga hækkun. Eftir að bank-
inn tilkynnti um hækkun sína í
gær styrktist gengi krónunnar um
1,3 prósent. Þá lækkaði ávöxtunar-
krafa nokkuð bæði á verðtryggð-
um og óverðtryggðum bréfum í
viðskiptum gærdagsins og hluta-
bréf hækkuðu í verði.
„Seðlabanki Íslands mun fylgj-
ast grannt með vísbendingum um
breytingar á horfum í efnahags-
málum,“ segir Davíð, en næst end-
urskoðar bankinn stýrivexti sína
14. september. „Sú næsta þar á
eftir verður birt fimmtudaginn
annan nóvember næstkomandi
samhliða útgáfu næsta heftis Pen-
ingamála.“ olikr@frettabladid.is
FRÁ KYNNINGU SEÐLABANKANS Í GÆR Ingimundur Friðriksson og Davíð Oddsson
seðlabankastjórar sjást hér með Þórarni Péturssyni, staðgengli aðalhagfræðings Seðla-
bankans. Þeir fóru í gær yfir rökstuðning vaxtaákvörðunar bankans og svöruðu spurningum
fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vextir hækkaðir í 13,5 prósent
ASÍ og Samtök atvinnulífsins gagn-
rýndu í gær ákvörðun Seðlabank-
ans hækkun stýrivaxta.
„Við teljum að Seðlabankinn
hefði ekki átt að hækka stýrivexti
núna. Þeir eru þegar orðnir mjög
háir og ýmis teikn á lofti um að það
hægi á verðbólguhraðanum, segir
Ólafur Darri Andrason,“ aðalhag-
fræðingur ASÍ. Segir hann að skyn-
samlegra hefði verið að bíða og sjá
hvort þörf væri fyrir frekari hækk-
anir. Þegar hafi verið gripið til
aðgerða til að ná verðbólgunni
niður og næstum megi fullyrða að
næstu mælingar gefi til kynna að
verðbólga lækki.
ASÍ bendir jafnframt á að áhrif
stýrivaxtahækkana komi inn á einu
og hálfu til tveimur árum. Því sé
hætta á að þessi hækkun muni að
fullu skila sér inn í hagkerfið á
sama tíma og búast megi samdrætti
í efnahagslífinu. Það að keyra upp
stýrivexti í lok hagvaxtarskeiðsins
á þennan hátt geti valdið því að
lending hagkerfisins verði harka-
legri en hún hefði ella verið. - hhs
Vaxtahækkun
nú gagnrýnd
ÓLAFUR DARRI ANDRASON Aðalhagfræð-
ingur ASÍ segir ljóst að verðbólga muni fara
ört lækkandi.
Dagsbrún tapaði rúmum 1,5
milljarði króna á fyrri hluta árs-
ins, þar af 1,3 milljörðum króna á
öðrum ársfjórðungi. Tap félags-
ins á síðasta ársfjórðungi er
margfalt meira en markaðsaðilar
reiknuðu með. Spáðu þeir að nið-
urstaðan yrði á bilinu -101 til 328
milljónir króna.
Gunnar Smári Egilsson, for-
stjóri Dagsbrúnar, segir í tilkynn-
ingu að afkoma félagsins eigi að
vera betri en niðurstöðurnar
sýna. Verkefni á seinni hluta árs
verði að vinna að kostnaðarþátt-
um.
Uppgjörið markast af miklum
fjármagnsgjöldum, vegna geng-
islækkunar krónunnar, verð-
bólguskots, hækkun skulda
vegna nýrra fjárfestinga og
hækkandi vaxta. Alls námu þau
2,4 milljörðum.
Tekjur samstæðunnar námu
20,2 milljörðum króna á fyrri
hluta árs og jukust um 188 pró-
sent milli ára. Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir (EBITDA) var 1,9
milljarðar króna á tímabilinu.
Eignir Dagsbrúnar námu 91,6
milljörðum króna um mitt ár og
hafði eiginfjárhlutfall lækkað úr
38,4 prósentum um áramót í 19,3
prósent þann 30. júní. Hafði efna-
hagsreikningur félagsins fjór-
faldast frá byrjun árs meðal ann-
ars vegna yfirtöku á Kögun.
Dagsbrún er eigandi 365
prentmiðla sem er útgefandi
Fréttablaðsins. - eþa
Dagsbrún tapar 1,5
milljarði á árinu
Uppgjörið langt undir spám. Eignir fjórfaldast.
AFKOMA DAGSBRÚNAR Á ÖÐRUM
ÁRSFJÓRÐUNGI OG SPÁR MARK-
AÐSAÐILA*
Tap Dagsbrúnar -1.327
Spá Glitnis -101
Spá KB banka 328
Spá Landsbankans -60
Meðaltalsspá 56
* Í milljónum króna
MARKAÐSPUNKTAR...
Margrét Jónsdóttir, stjórnarmaður
í Marel hf., hefur keypt fimmtíu
þúsund hluti í félaginu á genginu
81. Andvirði viðskiptanna er rúmar
fjórar milljónir króna.
Velta á skuldabréfamarkaði nam
13,8 milljörðum króna gær og
ávöxtunarkrafa flestra skuldabréfa
lækkaði þrátt fyrir stýrivaxtahækk-
un. Í Vegvísi Landsbankans segir
að trú innlendra og erlendra aðila
á íslenskt efnahagslíf hafi aukist.
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði
um 11,5 prósent á öðrum ársfjórð-
ungi og mælist 118,8 stig. Hefur
vísitalan hækkað um tæp átján
prósent síðastliðið ár.
MIKIÐ TAP HJÁ DAGSBRÚN Þórdís Sigurð-
ardóttir stjórnarformaður og Gunnar Smári
Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, á aðalfundi
félagsins fyrr á árinu.