Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 35
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006 5 Ákveðin tískukynslóð karl- manna virðist vera að fæðast eða réttara sagt að endurfæð- ast. Alþjóðavæðingin hefur gert meira en bara að opna viðskipta- markaði heimsins og dæla pen- ingum út um allt. Hún hefur gert það að verkum að ungir og nýrík- ir karlmenn hafa orðið að nánast nýrri stétt. Þessi stétt manna virðist líka hafa meiri áhuga á tísku en þeir sem eldri eru en þó kemur ekkert annað til greina hjá þessari nýju stétt en að fötin sem hún klæðist séu fáguð út í gegn. Tískuvöruframleiðendur hafa því í meira mæli einbeitt sér að þessum markaðshópi og þegar kemur að fáguðum klæðnaði fyrir karlmenn kemur fátt annað upp í hugann en jakkaföt. Snið jakkafata hafa tekið örum breyt- ingum að undanförnu og eins og svo margt annað í tískuheimin- um. Núna er leitað til fortíðar eftir svölum sniðum. Ítölsk snið frá 6. áratugnum hafa sem dæmi verið mjög vinsæl og eru þá gerð- ar kröfur um að fötin séu vel sniðin og þau mega alls ekki vera of víð. Rendur og mildir litir virð- ast eiga góðan hljómgrunn hjá hönnuðunum. Það virðist því æ algengara að karlmenn klæðist jakkafötum dags daglega en ekki eingöngu á hátíðum og er þar hin nýríka kyn- slóð ungra karlmanna í algjörri sérstöðu. Það má því ugglaust halda því fram að nú hafi mynd- ast ný tískukynslóð jakkafata- karla. steinthor@frettabladid.is Ný tískukynslóð? Fátt er eins fágað og flott jakkaföt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veitir húðinni ljóma AQUATEINTÉ ER NÝJA RAKAGEFANDI KREMIÐ FRÁ BIOTHERM. Fimm dropar af kreminu eru settir á andlitið og því dreift frá miðju andlitsins og jafnað. Kremið gefur raka í 24 klukkustundir og dregur fram náttúrulegan húðlit. Það endurlífgar einnig og veitir húðinni ljóma og verndar húðina fyrir UV-geislum. Kremið er ilmefnalaust og gefur matta áferð og hægt er að fá það í þremur litum sem ættu að henta öllum. Bjartur sumar- ilmur TOUCH OF SUN ER ANNAR ILMUR Í LACOSTE ENERGY LÍNUNNI. Nýi kvennailmurinn frá Lacoste, Touch of Sun, er frískandi og bjartur sum- arilmur sem eingöngu er framleiddur í takmörkuðu upplagi. Touch of Sun er annar ilmurinn í Lacoste Energy línunni en hinn er Lacoste Touch of Pink, sem er þegar kominn á lista yfir tíu mestu gæðailmvötn fyrir konur og er nú vinsælasti ilmurinn frá Lacoste. Touch of Sun er hannaður með sum- arið í huga og topptónar eru ferskir tónar sítrustrés með vatnskenndum tónum greipávaxta. Í miðtónum er rósin og jasmína og grunntónarnir einkennast af við, moskus, ilmhampi og sandelviði. Þétt og froðu- kennd áferð MAGIE MATTE ER NÝR FARÐI FRÁ LANCOME. Farðinn Magie Matte frá Lancome gefur þétta og froðukennda áferð sem rennur auðveldlega á húðinni og umbreytist í púður. Í farðanum er flau- elskennt gel sem gerir formúluna þétta og auðvelda í notkun og Silicone Elastomer púður sem sér til þess að froðan er afar létt. Elastomer púður hylur ójöfnur og dregur úr gljáa en örperlur í farðanum sjá fyrir ljóma í lokin. Gott er að nota förðunarbursta með farðanum því þá er auðveldara að bera hann á og áferðin verður jafnari. - lkg snyrtivörur } ÚTSALA ÚTSALA KRINGLAN // SMÁRALIND // KEFLAVÍK S.588 5777 // S.544 4646 // S.421 6899 FULLAR BÚÐIR AF NÝJUM VÖRUM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.