Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 51
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006 31
Umræður hafa verið um lausn á
umferðarmálum í höfuðborginni.
Rætt hefur verið að hluta til um
ofanbyggðarveg, þ.e. veglagningu
sem tengir byggðakjarnana frá
Hafnarfirði allt til Þingvallavegar
og ef til vill áframhald til Lundar-
reykjadals í Borgarfirði, með
tengivegum í hin ýmsu bæjarfé-
lög.
Staðsetning: Frá Krísuvíkur-
vegi að vestan er tengist inn í
Hafnarfjörð. Vegurinn yrði lagður
sem næst bæjunum svo auðvelt
yrði að tengjast þeim. Fyrsta teng-
ingin eftir Krísuvíkurveg yrði við
Suðurlandsveg ofan Lögbergs, þar
næst við Nesjavallaveg og þaðan
við Þingvallaveg, austan Leirvogs-
vatns.
Til að menga ekki Þigvallaveg
væri hægt að halda áfram með
veginn sunnan við Mjóavatn eða
Stíflisdalsvatn, þá Kjósárheiði að
Biskupsbrekkuhrauni, þar tengist
vegurinn hjá Ármannsfelli og sem
leið liggur um svokallaða Uxa-
hryggjaleið til Lundarreykjadals
og Borgarfjörð.
Í byrjun mætti leggja vegkafla
frá Krísuvíkurvegi norður að
Þingvallavegi. Þetta myndi létta á
umferð af Strandveginum. Fleiri
tengingar kæmu eftir þörfum.
Þeir sem koma eða fara í þessi
bæjarfélög gætu nýtt þennan veg
og losnað við að fara ströndina.
Eins og háttar til í dag þarf fólk og
flutningar af Suðurlandi o.fl. stöð-
um sem fara til og frá Suðurnesj-
um til Vestfjarða og norður í land
að fara um Suðurlandsveg og
niður á Vesturlandsveg til að kom-
ast leiðar sinnar.
Með þessum ofanbyggðarvegi
minnkar álag á Vesturlandsveg og
tengda vegi til muna.
Þegar Sundabraut kæmist í
gagnið myndi fyrr en síðar mynd-
ast flöskuháls í umferðinni að
Hvalfirði, sem krefðist síðar nýrra
ganga og endurnýjun á brú fyrir
Borgarfjörð fyrir utan aðrar vega-
framkvæmdir þar.
Ef farinn yrði ofanbyggðarveg-
ur myndi sparast a.m.k. að sinni
Hvalfjarðargöng og framkvæmd-
ir tengdar henni
Umferð um ströndina frá
Hafnarfirði og að Hvalfirði myndi
dreifast og minnka. Minni til-
kostnaður að sinni, aukið öryggi
og færri slys í umferðinni. Auk
þess myndi reyk, mengun og
hávaði minnka af þessum bílaflota
fyrir íbúa við Vesturlandsveg.
Tvöfalda þyrfti veginn frá
hringtorgi við Rauðavatn að ofan-
byggðarvegi til að létta á umferð-
inni á álagstímum, auk þess örygg-
is, þegar slys ber að höndum að þá
þyrfti ekki að loka veginum eins
og nú er gert.
Ofanbyggðarvegur
JÓN MAGNÚSSON
SKRIFAR UM UMFERÐARMÁL