Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 54
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR34
timamot@frettabladid.is
Í skólagörðum um alla borg vinnur
unga fólkið að því að taka upp græn-
meti sem það hefur hlúð að í sumar.
Svanhildur Sigfúsdóttir, yfirverkstjóri
Skólagarðanna í Reykjavík, segir að
starfið í sumar hafi gengið vel miðað
við veðrið sem var í byrjun sumars.
„Við setjum niður í júní, við byrjum
á að setja niður kartöflurnar og setjum
svo grænmetið niður og reynum að
klára allt fyrir sautjánda júní,“ segir
Svanhildur og bætir við að uppskeran
líti vel út. „Við ræktum svo rosalega
mikið, það er hægt að fá spergilkál,
rófur, rauðkál og hvítkál, sellerí og
blaðlauk og svo erum við með stein-
selju og timían og fjórar tegundir af
salati. Við erum með sér kartöflubeð og
sumarblóm og þau sá bæði fyrir radís-
um og spínati,¿ segir Svanhildur og
bætir við að foreldrar og ömmur og
afar séu dugleg við að hjálpa til við
uppskeruna.
Svanhildur segir að örlítið færri
krakkar taki þátt í starfi skólagarðanna
í ár en í fyrra, en tæplega sexhundruð
börn sóttu skólagarðana í sumar í
Reykjavík. ¿Þau eru flest í Laugardaln-
um, þar er stærsti garðurinn okkar, og
svo er það Fossvogurinn og Þorragatan
vestur í bæ sem eru stórir líka,“ segir
Svanhildur en átta skólagarðar eru
starfræktir í Reykjavík.
„Það var rosalega mikið auðvitað í
skólagörðunum hérna áður fyrr, það
hefur reyndar minnkað með árunum
örlítið, það er auðvitað orðið svo margt
í boði,“ segir Svanhildur. Það er
umhverfissvið Reykjavíkurborgar sem
heldur utan um starfið og borgin nið-
urgreiðir kostnað vegna garðanna.
Börn á aldrinum átta til tólf ára hafa
aðgang að skólagörðum borgarinnar en
eldri borgarar, öryrkjar og leikskólar
geta einnig nýtt sér þá. Þá getur
almenningur nýtt sér þjónustu garð-
anna þar sem eru laus pláss, en þarf að
borga aðeins meira en aðrir hópar.
Svanhildur segir strákana ekki síður
áhugasama en stelpurnar og að heilu
fjölskyldurnar komi í garðana ár eftir
ár.
Signý Bergsdóttir, starfsmaður í
skólagörðunum við Þorragötu, segir að
sumarið hafi verið fínt en um hundrað
krakkar voru þar í sumar. „Það er svo-
lítið mikið að gera þegar maður er að
setja allt niður með þeim og svo þegar
það er búið þá er bara að koma og reita
arfa og hugsa svolítið um garðinn, það
er náttúrulega fínt því þá geta krakk-
arnir bara ráðið því hvenær þau koma,“
segir Signý að lokum. gudrun@frettabladid.is
SKÓLAGARÐAR REYKJAVÍKUR: UPPSKERAN HAFIN
Öll fjölskyldan hjálpar til
UPPSKERA Þetta unga fólk tók upp gómsætt grænmeti í blíðunni á þriðjudag á uppskerudegi í skólagörðunum við Þorragötu í Vesturbænum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
AFMÆLI
Bragi Guð-
mundsson
er sjötugur,
hann verður að
heiman.
Pétur Arason,
listaverkasafnari
er 62 ára.
JIANG ZEMIN FÆDDIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1926.
„Það verður sífellt
erfiðara fyrir
stórveldi eða hóp
stórþjóða að einoka
alþjóðamál og ákveða
örlög annarra ríkja.“
Jiang Zemin er fyrrverandi
forseti Kína.
Frægasta tónlistarhátíð sjöunda áratugs-
ins var haldin á búgarði í Bethel í New
York-ríki í Bandaríkjunum.
Skipuleggjendum gekk
illa að finna stað fyrir
hátíðina og allt leit út fyrir
að hætt yrði við hana
en að lokum ákvað Max
Yasgur að lána bújörð
sína undir hátíðina sem
hófst þann fimmtánda
ágúst árið 1969 í Sullivan-sýslu.
Reiknað var með að um tvöhundruð
þúsund gestir kæmu á hátíðina en þeir
urðu mun fleiri eða tæp hálf milljón.
Þrátt fyrir þennan mikla fjölda voru fáir
miðar seldir því flestir svindluðu sér
inn. Á meðal þeirra sem komu fram á
hátíðinni voru Santana, Jimi Hendrix,
Janis Joplin, Joe Cocker og Crosby, Stills,
Nash & Young.
Um helgina rigndi eins og hellt væri
úr fötu og fljótlega varð
svæðið eitt drullusvað.
Lítil sem engin aðstaða
var fyrir tónleikagesti
á svæðinu sem var
yfirfullt af fólki. Miðað við
aðstæður hagaði fólk sér
furðulega vel enda margir
í vímu af hassi og öðrum lyfjum.
Þrátt fyrir allan fjöldann og allar
stórstjörnurnar þá voru skipuleggjendur
hátíðarinnar nánast gjaldþrota þegar
að henni lauk. Heimildarmynd um
hátíðina kom út árið 1970 og sló í gegn
í Bandaríkjunum og bjargaði rekstri
hátíðarinnar fyrir horn.
ÞETTA GERÐIST 17. ÁGÚST 1969
Woodstock-hátíðinnni lýkur
13.00 Baldur Stefánsson, Kópa-
vogsbraut 1B, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju.
14.00 Anna Sigríður Jónsdóttir,
Ljósavatni, verður jarð-
sungin frá Þorgeirskirkju,
Ljósavatni.
14.00 Ásdís Ólafsdóttir, Einigrund
4, Akranesi, verður jarð-
sungin frá Akraneskirkju.
15.00 Ingimar Ámundason,
frá Kambi í Flóa, verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu.
15.00 Sæbjörn Jónsson, Laug-
arnesvegi 89, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju.
ÚTFARIR
Elskuleg móðir okkar, tengdmóðir, dóttir
og systir
Ásta Unnur Jónsdóttir
Gullengi 39
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
14. ágúst s.l.
Eyjólfur Guðsteinsson
Inga Birna Guðsteinsdóttir Róbert Már Ingvason
Jón Ingvarsson Inga Hilmarsdóttir
og bræður hinnar látnu.
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
70 ára afmæli
70 ára verður föstudaginn
18 ágúst
Anna Margrét Jónsdóttir
frá Neskaupstað.
Hún mun taka á móti vinum
og vandamönnum
Í Hótel Glym Hvalfirði frá
kl 17, þann 18 ágúst.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Jón Óskarsson
Laufskálum 6, Hellu,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugardaginn
12. ágúst. Útförin fer fram frá Oddakirkju
á Rangárvöllum föstudaginn 18. ágúst kl. 14.00.
Áslaug Jónasdóttir
Óskar Jónsson Dóra Sjöfn Stefánsdóttir
Ágústa J. Jónsdóttir Hreiðar Hermannsson
Anna Jónsdóttir Bjarni Diðrik Sigurðsson
Barnabörn.
Okkar kæri,
Bóas Guðmundur Sigurðsson
Bleiksárhíð 10, á Eskifirði,
andaðist 9. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju laugardaginn 19. ágúst kl 13. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Svæðisskrifstofu
Austulands. Landsb. 175-15-370117
Edda Kristinsdóttir
Bóas K. Bóasson og Sigrún Gunnlaugsdóttir
G. Karl Bóasson og Árdís G. Aðalsteinsdóttir
Kristján Þ. Bóasson og Sigríður H. Aðalsteinsdóttir
Dilja Rannveig Bóasdóttir
barnabörn og langafabarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jósep Birgir Kristinsson
Daggarvöllum 4A, Hafnarfirði, áður til
heimilis á Hagamel 6 í Skilmannahreppi,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn
10. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 18. ágúst kl. 13.00.
Margrét Kristín Þórhallsdóttir
Þórhallur B. Jósepsson Herdís Ólafsdóttir
Karólína K. Jósepsdóttir Gunnar Jónsson
Skarphéðinn Jósepsson Stefanía Björnsdóttir
Ævar Örn Jósepsson Sigrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Baldur Stefánsson
Kópavogsbraut 1B, Kópavogi
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag,
fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13
Margrét Stefánsdóttir
Stefán Baldursson Þórunn Sigurðardóttir
Þorgeir Baldursson Regína Arngrímsdóttir
Vignir Baldursson Þórey Birna Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.