Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 60
bio@frettabladid.is 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR40 Ævintýramyndin Five Children & It fjallar um fimm börn sem finna furðudýrið Psammead á leynilegri strönd við villu frænda síns. Börn- in eru að sjálfsögðu himinlifandi með þennan fund sem á eftir að lífga upp á tilveruna á þessum ein- angraða stað. Psammead er nefni- lega þeim hæfileikum gæddur að geta uppfyllt eina ósk á hverjum degi sem endist þangað til sól fer að setjast. Fljótlega uppgötva börnin fimm að það er ekki alveg jafn auðvelt að upphugsa skemmti- legar óskir á hverjum degi og galdrar eru vandmeðfarnir þótt spennandi séu. Það eru þeir Eddie Izzard (talar fyrir dýrið) og Kenneth Brannagah sem fara fyrir leikhópnum en þeir eru fyrir löngu orðnir kunnir af verkum sínum, Izzard sem skemmtikraftur og Brannagah sem einhver fremsti Shakespeare- leikari Breta. Leikstjóri er John Stephenson en hann gerði sjón- varpsmyndina Animal Farm þar sem stórstjörnur á borð við Kels- ey Grammer, Ian Holm og Peter Ustinov töluðu fyrir dýrin. Furðudýr frá fornöld PSAMMEAD OG BÖRNIN FIMM Furðudýrið, sem börnin fimm finna á leynilegri strönd við hús frænda síns, á heldur betur eftir að lífga upp á tilveruna. Kvikmyndin Snakes on Plane hefur á einhvern undarlegan hátt orðið að netsmelli sem hefur skil- að sér í eftirvæntingu meðal kvik- myndahúsagesta. Myndin segir frá hjólreiða- kappanum Sean Jones sem er að hjóla úti í hinni gullfallegu nátt- úru Hawaií. Sér til mikillar skelf- ingar verður hann vitni að því þegar glæpamaðurinn Eddie Kim drepur saksóknara sem hafði hann undir smásjánni. Jones er því orðið mjög mikilvægt vitni í stóru sakamáli og þarf að komast frá eldfjallaeyjunni til Los Angeles. Það er einmitt þá sem FBI-lög- reglumaðurinn Neville Flynn kemur til skjalanna en hann er sérfræðingur í að vernda vitni fyrir glæpamönnum sem hugsa þeim þegjandi þörfina. Flynn hefur þegar bjargað Jones frá fyrsta morðtilræðinu og hyggst koma honum í heilu lagi til Engla- borgarinnar. Eddie Kim kemst þó að því með hvaða flugvél Jones og Flynn fljúga og með hjálp mafíu sinnar kemur glæpamaðurinn snákum fyrir í flugvélinni en þeir eiga eftir að valda miklum usla í háloftunum. Samuel L. Jackson leikur lög- reglumanninn Neville Jones en ferill þessa fína leikara hefur verið mikil rússíbanareið, góðar myndir í bland við algjöran hryll- ing. Ef marka má listann yfir næstu kvikmyndir Jacksons, sem birtur er á imdb.com, er ljóst að ekki verður nein breyting þar á. Leikstjóri Snakes on Plane er David Ellis en hann var áður áhættuleikari í Hollywood og hefur komið að flest öllu því sem snertir kvikmyndagerð. Hann gerði síðast hina ágætu Cellular. Snákahræðsla í háloftunum SNAKES ON PLANE Samuel L. Jackson leikur FBI-manninn Neville Flynn sem þarf að bjarga mikilvægu vitni frá morðtilraun um borð í flugvél. Kvikmyndaleikstjórinn Eli Roth er væntanlegur til landsins í haust í þeim erindagjörðum að taka hér upp hluta framhaldsmyndarinnr Hostel 2. Tökur fara væntanlega fram í október og nóvember en leikstjórinn er mikill Íslandsvinur enda dvaldi hann hér sem ungling- ur við útreiðar og sveitastörf. True North-kvikmyndafyrirtækið leitar nú að fólki fyrir þessar tökur og fara prufur fram á sunnudaginn en fyrirtækið mun aðstoða tökuliðið þegar það kemur hingað til lands. Myndin Hostel sló eftirminni- lega í gegn í fyrra þrátt fyrir allan hryllinginn. Þrjú hlutverk af stærri gerðinni verða væntanlega skipuð Íslendingum og samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er verið að leita að gullfallegri fyrir- sætu, mafíuforingja auk konu á aldrinum þrjátíu til fjörtíu ára sem er nokkuð sterkbyggð og ljóshærð. Eins og margir muna lék Eyþór Guðjónsson nokkuð stórt hlutverk í fyrstu Hostel-myndinni og ferðaðist um víðan völl til að kynna myndina. Má því reikna með að fjöldi Íslendinga geri sér vonir um að feta í fótspor hans og ætli sér að taka þátt í fram- haldi af einhverri óhugnalegustu hrollvekju allra tíma. -fgg Roth leitar að mafíuforingja og fyrirsætu fyrir Hostel 2 HOSTEL Myndin gekk fram af mörgum en naut mikilla vinsælda hjá aðdáendum hrollvekjunnar. ELI ROTH Er mikill aðdá- andi Íslands og kemur hingað í haust til að taka upp hluta af framhalds- myndinni Hostel 2. Eftirlætiskvikmynd: „Það er Dekalog eftir Krzysztof Kieslowski en þetta eru reyndar tíu myndir. Mér finnst viðfangsefnið, boðorðin tíu, mjög spennandi en þarna dansar leikstjórinn á línunni og bilið á milli heimildarmyndar og leikinnar myndar er á gráu svæði. Eftirlætisatriði: Atriðið þegar faðirinn uppgötvar að það hefur orðið slys og strákurinn hans er horfinn í fyrstu Dekalog- myndinni. Magnað atriði. Uppáhaldsleikstjóri: Krysztof Kieslowski er í miklu uppáhaldi auk Miu Derren sem gerði tilraunakenndar kvikmyndir á fjórða og fimmta áratugnum í Hollywood. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Mesta hetjan er úr kvikmyndinni Fire sem er í leikstjórn Deepa Mehta en persónan heitir Radha og er leikin af Shabana Asmi. Stór- kostleg persóna og ótrúleg túlkun hjá leikkonunni. Versti skúrkurinn: Íþrótta- þjálfarinn í kvikmyndinni Mysterious Skin eða Dularfull snerting. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Foreldr- arnir í dönsku kvikmynd- inni Festen. Mér leið hreinlega eins og ég væri komin í íslenskt fjölskyldu- boð. Ef þú fengir að velja þér mynd, leikstjóra og leikara, um hvað yrði hún og hverjir væru hinir heppnu? Mig hefur alltaf dreymt um að endurgera Möltufálkann með Sirrý og Kristjáni Franklín Magnús í aðalhlutverkum. Að öllum líkindum myndi ég hins vegar gera kvikmynd um innrás Ísraela í Líbanon, Mira Nair yrði leik- stjóri og Uma Thurman og George Clooney í aðalhlutverkum auk James Gandolfini sem ísraelskur herforingi og Omar Shariff. KVIKMYNDANJÖRÐURINN HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR KVIKMYNDALEIKSTJÓRI Vill sjá Sirrý í endurgerð Möltufálkans 9. HVER VINNUR. FRUMSÝND 18. ÁGÚST SENDU SMS SKEYTIÐ JA FLW Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA V in n in ga r ve rð a af h en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl ú bb . 99 k r/ sk ey ti ð. „Pabbi er mín fyrirmynd!“ Foreldrar eru bestir í forvörnum Reykjavíkurborg Þjónustu- og rekstrarsvið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H BS 3 37 04 0 8/ 20 06 Son, we live in a world that has walls, and those walls have to be guarded by men with guns. Whose gonna do it? You? You, Lt. Weinburg? Jack Nicholson æsir sig upp við Kevin Pollack í kvikmyndinni A Few Good Men. Stórleikur Nicholson stendur upp úr og lyftir myndinni upp yfir meðalmennskuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.