Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 62
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR42 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON Ítalía er mikið karlveldi og fáar atvinnugreinar jafn íhaldssamar og víngerð. Konur hafa sótt gríðarlega í sig veðrið í ítalskri víngerð og er áhrifum þeirra og góðum smekk þakkað margt það besta sem gerst hefur í ítalskri víngerð síðustu ár. Margar ítalskar víngerðarkonur eru heimskunnar, má t.d. nefna dætur Antinori greifa, einkum Aless- iu Antinori. Í viðtali sem ég tók við hana í fyrra sagði Alessia um stöðu kvenna í ítalskri víngerð: „Konur láta sífellt meira til sín taka og það sést einna best á fjölda kvenstúdenta í vínfræðum. Konur eru oft afar nákvæmar í blöndun vínanna, leita vel að jafnvægi í bragði og eru næmari á blæbrigði. Gleymum því ekki heldur að æ fleiri konur drekka vín og stjórna innkaupum á vínum.“ Hér á landi er stödd þessa dagana kornung víngerðarkona sem stýrir víngerðinni hjá einu framsæknasta vínhúsi Toskana, Dievole. Hún heitir Kathrin Puff, er þýsk eins og nafnið gefur til kynna og aðeins 27 ára gömul. Kathrin er mikið náttúrubarn og íþróttakona og er, þegar þetta er skrifað, í átta daga hestaferð yfir Kjöl. Þegar hún kemur til byggða verður hún með vínsmökkun og kynningu á Vín- barnum. „Ég átti íslenskan hest í tíu ár þegar ég var barn og það var langþráður draumur minn að koma til Íslands og fara í hestaferð,“ segir Kathrin. Áhugi hennar á víngerð vaknaði á unglings- árunum þegar faðir hennar tók hana með í ferðir í vínhús í Þýskalandi og Frakklandi. Hún aðstoðaði hann við val á vínum og kom í ljós að hún hafði afar gott bragðskyn. „Ég gerðist lærlingur í freyðivínsgerð í Rheinhessen og var svo á Spáni í fjögur ár. Síðan fór ég í Vínháskólann í Geisenheim en eftir tvö ár þar ákvað ég að óska eftir því að taka síðari hluta námsins í Vínháskólanum í Udine þaðan sem ég útskrifaðist 2001. Ég starfaði fyrst í Fri- uli og þar frétti Schwenn-fjölskyldan, sem á Dievole, af mér en þau réðu mig sem yfirvíngerðarmann árið 2004.“ Schwenn-fjölskyldan þýska hefur búið á Ítalíu í 30 ár og auðgast á fasteignaviðskiptum. Hún keypti gamla víngerð í nágrenni Siena fyrir tuttugu árum og umbreytti í hágæða vínhús. Hefur Dievole vakið mikla athygli fyrir framsækna hönnun og snjalla markaðssetningu. Innihaldið er sömuleiðis í góðu lagi, vínin hafa fengið háar einkunnir í víntímaritum erlendis og einnig hér á landi. Má nefna að Rinasci- mento var eitt þeirra vína sem hlutu gyllta glasið hjá Vínþjónasamtökunum síðastliðið haust. VERT AÐ SPÁ Í: Létt og einföld chianti-vín eru mest áberandi á markaðnum en Dievole Novecento Reserva er stórt og mikið vín sem sýnir hverju ná má út úr sangiovese-þrúgunni. SLÁTRUNIN ER HAFIN Flest sláturhús hafa hafið sumarslátrun sauðfjár og liggur lambakjötið því splunkunýtt og ófryst í kjötborðum landsins. Það er um að gera að nýta þetta tækifæri og gæða sér á ljúffengu lambakjöti af nýslátruðu. Í dag hefst sumarslátrun hjá Norð- lenska á Húsavík þar sem slátrað verður um sex hundruð lömbum. Að mestu leyti eru þetta lömb úr Svarf- aðardal og af Austurlandi og kemur allt kjötið ferskt á markaðinn. Á heimasíðu Sláturfélags Suðurlands kemur svo fram að sumarslátrunin hófst fyrir nokkru fyrir sunnan. Var slátrað lömbum af suðvesturhluta landsins, frá Mýrdal og vestur í Borg- arfjörð. Er kjötið kærkomið fyrir félag- ið enda kemur þar fram að birgðir lambakjöts hafi verið í sögulegu lág- marki fyrir slátrun. Lambakjöt af nýslátruðu er að sjálf- sögðu ljúffengt hvernig sem það er matreitt, og tilvalið hvort sem er í ofninn, á grillið eða eitthvað annað. Einnig getur verið tilvalið að skella í kjarngóða íslenska kjötsúpu enda vandfundinn betri tími ársins en nú, þegar kartöflurnar eru nýuppteknar og flest annað hráefni í súpuna er ferskt og gott. Lambakjötið er lostæti KINDURNAR JARMA Sumarslátrun er hafin á mörgum stöðum á landinu og því tilvalið að matreiða lambakjöt af nýslátruðu. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld er reglusamur sælkeri sem gerir einn tilraunarétt í viku og þykir fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat. „Við gerum alltaf matseðla og reynum að gera einn tilraunarétt í hverri viku,“ segir Hildigunnur, en hún og maður hennar, Jón Lárus Stefánsson, hafa haldið fast í þá venju að skipuleggja eldamennsku vikunnar og kaupa inn með tilliti til þess. Hildigunnur segir að kerf- ið krefjist auðvitað töluverðar skipulagningar og staðfestu, en sveigjanleiki rýmist auðvitað innan marka þess. „Maður er kannski búinn að setja soðinn fisk á mánudag en þegar mánudagur- inn kemur langar mann kannski alls ekki í hann, og þá svissar maður bara við einhvern annan dag. Matseðillinn stendur þess vegna alltaf, að minnsta kosti að nafninu til,“ segir hún. Allir mat- seðlarnir, frá árinu 1996, eru vist- aðir í tölvunni ásamt uppskriftun- um og einkunnagjöf fjölskyldunnar fyrir hvern og einn rétt. „Einu sinni á ári förum við svo yfir mat- seðlana og gerum lista yfir þá rétti sem fengu góða einkunn og reyn- um svo að matreiða þá oftar,“ segir Hildigunnur og bætir við að nokkrir af uppáhaldsréttum fjöl- skyldunnar hafi komið til í gegn- um þetta kerfi. Hildigunnur og Jón hafa unun að því að bjóða fólki upp á eigin eldamennsku. „Við erum alltaf að bjóða fólki í mat og það er með því skemmtilegra sem við gerum,“ segir Hildigunnur. Þau eru þar að auki í þremur misvirkum mat- arklúbbum, og meðal þeirra sem skrifa á heimasíðunni brallibauk. blogspot.com, þar sem má finna uppskriftir frá ýmsum heimshorn- um. Meðal uppskriftanna sem Hildi- gunnur hefur sett á heimasíðuna er kjúklingur með rifsberjum sem hún deilir hér með lesendum í til- efni þess að rifsberin eru farin að roðna, meðal annars í garðinum hennar. Hún segist reyna að nota árstíðabundið hráefni eftir fremsta megni. „Ég reyni það eins og ég get, en auðvitað er ekki nærri jafn mikið gert af því hérna eins og á Ítalíu eða þessum stöðum þar sem borðin svigna undan akk- úrat því sem er á akrinum fyrir utan,“ segir Hildigunnur. Grein- arnar á rifsberjarunnanum bogna aftur á móti undan berjunum og því vel við hæfi að útbúa þennan rétt. KJÚKLINGUR MEÐ RIFSBERJUM Nokkrir kjúklingabitar (ekki bringur) 15 grömm smjör salt og pipar 1 lítill laukur, skorinn í teninga 100 grömm rifsber 2 desilítrar kjúklingasoð 1 til 2 teskeiðar púðursykur hálfur desilítri rjómi (má vera kaffi- eða matreiðslurjómi) 1 teskeið maízena Brúnið kjúklingabitana vel á heitri pönnu í smjörinu. Kryddið með salti og pipar. Takið kjúklinginn af pönnunni og steikið laukinn. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt rifsberjum og soði. Látið malla undir loki í 35 til 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Takið bitana af pönnunni og haldið heitum. Hrærið saman rjóma og maízena og þykkið sósuna með blöndunni. Smakkið til með púðursykri, salti og pipar. Berið fram með hrísgrjónum og góðu sal- ati. Ekki er verra að hafa gott hvítvín með. Rifsber gefa sérstakt bragð HILDIGUNNUR RÚNARSDÓTTIR TÓNSKÁLD Matseðlar undanfarinna tíu ára eru geymdir í tölvu Hildigunnar sem segist vera mjög skipulögð þegar kemur að eldamennskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN RIFSBERIN FARIN AÐ ROÐNA Greinarnar svigna undan gómsætum rifsberjunum sem gefa skemmtilegt bragð í kjúklingarétt Hildigunnar. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ætli það sé ekki fiskur, eldaður með margvíslegu móti. Fyrsta minningin um mat? Kakó og kleinurnar hennar ömmu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Allar kvöldmál- tíðir á fjöllum eru einstaklega góðar eftir langa dagsgöngu. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Því miður finnst mér hákarl vondur, en ég öfunda þá sem geta borðað hann því þeir verða svo matar- og nautnalegir á meðan þeir tyggja. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Það er gott að eiga alltaf dálítið af ostum til að borða eina sér, með brauði, setja í sósuna, á grillið og svo framvegis. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hvað sem er en gjarnan ávöxt af einhverju tagi. Hvað átt þú alltaf í ísskápnum? Skyrdrykk og undanrennu. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Mjólkurkú. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Soðin skreið sem við smá- sveinar hirtum úr hjalli kaupfé- lagsins á Króknum og suðum í bauk yfir opnum eldi úti á Eyri. Það var ægilegur matur. MATGÆÐINGURINN SÖLVI SVEINSSON SKÓLASTJÓRI VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS Einstakar kvöldmáltíðir á fjöllum Þýsk vonarstjarna á Ítalíu SKREYTINGAR ÚR GARÐINUM Sumargróðurinn gefur tækifæri til að hressa upp á matardiskana með fallegum og ókeypis skreyt- ingum. Villt íslensk sumarblóm geta gert óspennandi diska ótrúlega fallega ef ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn. Við höldum með þér! Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.