Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 64
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR44
Bandaríski leikarinn Bruno Kirby
lést á mánudaginn, aðeins 57 ára að
aldri, eftir harða baráttu við hvít-
blæði. Eiginkona hans, Lynn Sellers,
tilkynnti fjölmiðlum um þetta í gær.
„Við erum djúpt snortin yfir þeim
stuðningi sem við höfum fengið frá
aðdáendum Brunos og samstarfs-
fólki hans,“ sagði hún. „Andi hans
mun lifa um ókomna tíð, ekki ein-
göngu í þeim kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum sem Bruno lék í heldur
einnig í hjörtum fólksins sem hann
heillaði svo oft,“ bætti hún við.
Kirby er flestum kunnur fyrir
hlutverk sitt sem besti vinur Harrys
í kvikmyndinni When Harry Met
Sally auk hlutverksins í City Slick-
ers en í þeim báðum lék hann við
hlið vinar síns, Billys Crystal. Kirby
er fæddur í New York og þrátt fyrir
velgengni í gamanmyndum lagði
hann einnig fyrir sig leik í dramat-
ískum hlutverkum og lék í kvik-
myndum á borð við The Godfather
II, Donnie Brasco og Good Morning,
Vietnam.
Kirby er af mikilli leikaraætt í
Hollywood og lék faðir hans, Bruce,
meðal annars í Crash, sem fékk Ósk-
arsverðlaunin fyrir bestu myndina.
Þá er bróðir hans leiklistarkennari
og starfaði við gerð ævintýramynd-
arinnar um Narníu sem sýnd var við
miklar vinsældir um jólin.
Bruno Kirby látinn úr hvítblæði
Í GUÐFÖÐURNUM Þrátt fyrir að hafa
einbeitt sér að mestu að gamanleik þá lék
Kirby meðal annars í Godfather II og Good
Morning, Vietnam. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Föstudaginn 18. ágúst munu Dj.
Curver og Kiki-Ow halda þriðja
90´s partý sumarsins á Bar 11.
Fyrri kvöld hafa vakið mikla lukku
gesta og komust færri að en vildu.
Kvöldin einkennast af lögum og
fatnaði frá tíunda áratugnum en
flestir muna nú eftir lögunum „It´s
my life“ með Dr Alban og „I´m the
Scatman“ með Scatman John, en
þau lög ásamt mörgum fleiri munu
óma um barinn á. Kvöldið á föstu-
daginn verður með þeirri
nýbreytni að það eru verðlaun í
boði fyrir besta 90´s búninginn.
Fólk er því eindregið hvatt til að
mæta með broskalla, flautur, hvíta
hanska, smekkbuxum og annað
sem kemur frá tíunda áratugnum
en allt lítur út fyrir að fatnaður og
lög frá þessu tímabili sé að ryðja
sér rúms í nútímanum.
Broskarlar á ‘90 kvöldi
Fyrir tæpum tíu árum sló
einleikur Bjarna Hauks
Þórssonar, Hellisbúinn, í
gegn á fjölum Íslensku óp-
erunnar. Í byrjun næsta árs
snýr Bjarni Haukur aftur
með nýtt leikrit sem sett
verður upp í Iðnó.
Leikritið ber heitið Pabbinn og
fjallar um hvernig foreldrahlut-
verkin hafa breyst á síðastliðnum
þrjátíu árum. Þegar Fréttablaðið
náði tali af Bjarna Hauk sat hann
rólegur inni í klippiherbergi og
var að skoða tökur frá sjónvarps-
þættinum KF Nörd sem hefur
göngu sína á Sýn í lok mánaðarins
en Bjarni er einmitt leikstjóri
þáttanna. „Pabbinn verður settur
upp í byrjun janúar en þetta eru
hugleiðingar mínar um breytt
hlutverk foreldranna,“ útskýrir
Bjarni en sem fyrr verður hann
einn á sviðinu. „Ég mun aðallega
beina sjónum mínum að því hvern-
ig föðurhlutverkið hefur breyst á
þessum þrjátíu árum en þetta
hefur aldrei áður verið tekið fyrir
á þennan hátt,“ bætir hann við.
Að sögn Bjarna er þetta ekki
ósvipað því sem var í gangi í Hell-
isbúanum en hann hefur gengið
með þetta í maganum í tæp þrjú
ár. „Ég hef verið að leikstýra und-
anfarin en fannst núna vera rétta
augnablikið,“ segir Bjarni en hann
varð sjálfur pabbi í fyrsta skipti
fyrir þremur árum og fá áhorf-
endur eflaust innsýn inn í hvernig
Bjarna hefur tekist upp á þessum
þremur árum.
Hundrað þúsund Íslendingar
lögðu leið sína í Íslensku óperuna
á árunum 1998 til 2001 en það er
algjört met í íslensku leikhúslífi.
Sýningin hefur síðan þá farið sig-
urför um heiminn og má reikna
með að einhverjir verði forvitnir
hvernig „hellisbúanum“ Bjarna
hefur gengið að verða pabbi.
Hellisbúinn Bjarni snýr aftur
BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Mun stíga á svið í fyrsta sinn síðan að Hellisbúinn sló í gegn
fyrir tíu árum og deila með Íslendingum hugleiðingum sínum um föðurhlutverkið.
HELLISBÚINN Leikritið hefur farið sigurför um Norðurlöndin og verður forvitnilegt að sjá
hvernig „hellisbúanum“ gengur með föðurhlutverkið.
Orgelkvartettinn Apparat, Tra-
bant, Unsound og plötusnúðarnir
Margeir og Alfons X koma fram á
tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn
um helgina. Um er að ræða hátíð-
ina Public Service í miðborg Kaup-
mannahafnar og fara Íslending-
arnir út á vegum Iceland Airwaves.
Í tilkynningu frá Iceland Airwaves
kemur fram að tilgangur þessa sé
að kynna íslensku tónlistarhátíð-
ina og íslenska tónlist fyrir frænd-
um vorum Dönum.
Airwaves stendur líka að sér-
stöku kvöldi á skemmtistaðnum
Vega í Kaupmannahöfn hinn 1.
september næstkomandi. Þar
koma fram íslenska hljómsveitin
Jeff Who? og tónlistarmaðurinn
Eberg auk áðurnefndra plötu-
snúða. Vega er þekktur tónleika-
staður í Kaupmannahöfn en þar
leika þekkt alþjóðleg nöfn gjarnan
þegar Danmörk er sótt heim.
Þriðji hluti íslensku innrásar-
innar er svo tónleikar Hudson
Wayne í lok mánaðarins. Hljóm-
sveitin spilar á Loppen í Kristjan-
íu 30. ágúst.
Daðrað við Danmörku
TRABANT Spilar á danskri tónlistarhátíð um
helgina.
JEFF WHO? Býður Dönum upp á diskórokk
sitt í september.
BROSKARLAR Voru áberandi á níunda áratugnum.
DJ CURVER OG DJ KIKI-OW Standa fyrir 90´s
kvöldi á Bar 11 á föstudagskvöldið þar sem
tónlist og fatnaður frá tíunda áratugnum
mun ráða ríkjum.