Fréttablaðið - 17.08.2006, Side 72
17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR52
FÓTBOLTI Um fjörutíu spænskir fjöl-
miðlamenn komu hingað til lands til
að fylgjast með vináttulandsleik
Íslands og Spánar, en leikurinn var
sá fyrsti hjá spænska liðinu síðan
það féll úr leik á HM eftir tap fyrir
Frökkum í sextán liða úrslitum.
El Mundo Deportivo segir í
fyrirsögn að leikurinn á Íslandi hafi
verið leiðinlegur. Segir í greininni að
leikurinn, sem hafi verið furðulegur
vináttuleikur, hafi enga þýðingu haft
fyrir spænska liðið. „Ekki var verið
að byggja liðið upp eftir að hafa
dottið úr leik á HM né heldur undir-
búa liðið fyrir átökin framundan í
undankeppni EM,“ sagði í umfjöllun
blaðsins.
Heimasíðan As.com sagði dag
Raul, sem í leiknum lék sinn
hundraðasta landsleik, hafa verið
dag leiðinda. „Tostonsson,“ segir í
fyrirsögninni en Toston þýðir leið-
indi og endingin á orðinu er sú sama
og á öllum íslensku landsliðsmönn-
unum sem léku leikinn gegn Spáni.
Spaáni tókst ekki að skora gegn
veiku liði Íslands. Þetta var versti
leikur liðsins undir stjórn Luis.
Landsliðið varð sér til skammar enn
á ný. Raul mun ekki segja barna-
börnunum frá sínum hundraðasta
landsleik, né heldur nokkrum öðrum
manni. Þeir hundrað stuðningsmenn
Spánar sem mættu á leikinn áttu
meira skilið en þennan leiðindaleik
gegn Íslandi. Liði sem í sínum síðasta
leik tapaði 2-0 fyrir Trínidad og Tób-
agó,“ segir í greininni.
El Diario Mundial tók í svipaðan
streng og sagði það spænska liðinu
til skammar að hafa ekki náð að
skora gegn smáliði Íslands.
Íþróttablaðið Have sagði að Spán-
verjarnir hafi furðað sig á hversu
harkalegir íslensku landsliðsmenn-
irnir voru og bætti við að leikurinn
hafi verið sá versti í stjórnartíð
Aragones, sem hefur stýrt spænska
liðinu undanfarin tvö ár.
Marca segir í fyrirsögn að leikur-
inn hafi verið „kjánalegasti leikur
sumarsins“ og veltir fyrir sér rétt-
mæti þess að Luis Aragones hafi
haldið áfram sem landsliðsþjálfari
Spánar eftir gengi liðsins á HM í
sumar. Leikurinn gegn Íslandi hafi
síst verið til að bæta fyrir þann
árangur.
Allir fjölmiðlar eru sammála
um að hápunktur leiksins hafi
verið sú staðreynd að um hafi
verið að ræða 100. landsleik fyrir-
liðans Raul Gonzalez. En margir
segja að leikurinn sjálfur hafi
skemmt þann fagnað.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
SPÆNSKA PRESSAN Ræðir hér við Jose Antonio Reyes eftir leikinn í Laugardalnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Leiðindi á Laugardalsvelli
Spænskir fjölmiðlar voru ekki hrifnir af leik Íslands og Spánar á Laugardals-
velli í fyrrakvöld. Segja þeir að leikurinn hafi verið hreint út sagt leiðinlegur
og úrslit hans ekki til fyrirmyndar fyrir spænska landsliðið.
FÓTBOLTI Luis Aragones, landsliðs-
þjálfari Spánar, var vitanlega ekki
sáttur við að ná aðeins markalausu
jafntefli gegn Íslendingum á
Laugardalsvelli í fyrrakvöld, en í
samtali við spænska fjölmiðla-
menn eftir leikinn viðurkenndi
hann að frammistaða spænska
liðsins hafi sennilega verið sú
versta undir hans stjórn.
„Jú, þetta er væntanlega versti
leikur liðsins síðan ég tók við því,“
sagði hann, spurður um hvort
leikurinn hafi þjónað einhverjum
tilgangi fyrir landslið Spánar. „En
ég bjóst við þessu af nokkrum
ástæðum. Leikmenn eru enn að
komast á fullt skrið með sínum
liðum og okkur skorti margt í
okkar leik, svo sem hraða og þraut-
seigju. Þar fyrir utan voru leik-
menn mjög þreyttir.“
Aragones sagði sína menn hafa
reynt hvað þeir gátu til að skora í
síðari hálfleik. „Íslendingar lok-
uðu svæðunum mjög vel og
staðfestu að það verður mjög
erfitt að mæta þessum liðum frá
Norðurlöndunum í undankeppn-
inni,“ sagði Aragones, en Spánn er
í riðli með Íslandi, Danmörku og
Svíþjóð í undankeppni EM 2008.
„Þetta verða mjög erfiðir leikir.“
Aragones var því næst spurður
af hverju hann hafi ekki notað alla
varamenn sína í leiknum, rétt eins
og Eyjólfur Sverrisson gerði í
íslenska liðinu. Sér í lagi af hverju
Borja Oubina fékk ekki að spreyta
sig í sínum fyrsta landsleik.
„Þetta var ekki eina tækifæri
Oubina með landsliðinu. Hann fær
fleiri leiki. Ég vildi frekar freista
þess að skora með þá menn sem
voru inni á vellinum. Svo vildi ég
heldur ekki setja Xabi Alonso inn
á þar sem hann átti við smávægi-
leg meiðsli að stríða. Ég er líkleg-
ast ánægðastur með að Raul lék
sinn hundraðasta landsleik, hann
átti það sannarlega skilið að ná
þessum merka áfanga.“ - esá
XABI ALONSO Spilaði ekkert í leiknum gegn Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Luis Aragones var ekki ánægður með sína menn:
Versta frammistaða liðs-
ins í minni stjórnartíð
FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliði Spánar,
Madrídingurinn Raul Gonzalez,
sagði í samtali við spænska fjöl-
miðla eftir leikinn gegn Íslandi í
fyrrakvöld að hann væri stoltur af
100 landsleikjum sínum fyrir Spán.
„Ég var mjög hamingjusamur og
stoltur,“ sagði kappinn. „Það er mjög
mikilvægt fyrir mig að hafa náð
þessum áfanga. Það var synd að
úrslit leiksins hafi ekki verið betri
en þetta var erfitt fyrir okkur.“ - esá
Landsliðsfyrirliðinn Raul:
Stoltur af
100 leikjum
RAUL Fyrirliði Spánverjanna í strangri gæslu
Arnars Þórs Viðarssonar og Kára Árnasonar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Fernando Torres, leik-
maður Atletico Madrid á Spáni,
meiddist lítillega í leik Íslands og
Spánar á Laugardalsvelli í fyrra-
kvöld. Hann snerist á ökkla í fyrri
hálfleik en hélt engu að síður áfram.
„Þetta voru aðeins smávægileg
meiðsli og útlitið er gott,“ sagði
læknir spænska liðsins.
Joaquin kenndi sér einnig
meins eftir leikinn. „Hann fékk
högg á hnéð og varð var við smá
óstöðugleika í hnénu,“ sagði
læknirinn. Hann bætti því þó við
að þar væri einnig um smávægi-
leg meiðsli að ræða og að hann
yrði fljótur að ná sér. - esá
Fernando Torres:
Meiddist lítil-
lega á ökkla
KOMU INN Á Í HÁLFLEIK Jose Antonio
Reyes kom inn á fyrir Torres í hálfleik, á
sama tíma og Joaquin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Tæpar þrjár milljónir sjón-
varpsáhorfenda á Spáni fylgdust
með leik Íslands og Spánar í sjón-
varpi en leikurinn fór fram á Laug-
ardalsvelli í fyrrakvöld. Meðaláhorf
var um 2.786.000 manns en sam-
kvæmt mælingu á Spáni horfðu
flestir á leikinn undir lok fyrri hálf-
leiks, er um þrjár og hálf milljón
manna stilltu inn á leikinn.
Ísland-Spánn:
Þrjár milljónir
horfðu á Spáni
FÓTBOLTI Lawrie Sanchez, lands-
liðsþjálfari Norður-Írlands, segir
það vera draum sinn að fara með
liðið í úrslitakeppni EM 2008.
Fyrsti leikur liðsins í undankeppn-
inni verður gegn Íslandi á Windsor
Park þann 2. september. „Ef ég
trúi ekki að þetta gæti gerst gerir
liðið það ekki heldur,“ sagði
Sanchez. „Ég mun segja leikmönn-
unum að markmiðið sé að komast
áfram.“ - esá
Landsliðsþjálfari Norður-Íra:
Ætlar sér sigur
gegn Íslandi
Á næstunni:
26. ágúst: Breiðin, Akranesi
02. september: Hlégarður, Mosfellsbær
Föstudag: Bolungarvík
Menningarnótt: Nasa, Reykjavík
Um helgina:
��������� ���
ásamt saxó
fónleikara!
Munið tónleika Sálarinnar og Gospelkórs
Reykjavíkur í Laugardalshöll 15. september.
www.salinhansjonsmins.is