Fréttablaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 73
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 2006 53
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn
Ármann Smári Björnsson hefur
framlengt samning sinn við
Íslandsmeistara FH. Ármann
hefur vakið athygli erlendis og
hefur heyrst af áhuga Molde og
Brann í Noregi en hvorugt lið
hefur þó gert FH tilboð í leik-
manninn enn sem komið er.
„Gamli samningurinn átti að
renna út í lok tímabilsins og ákvað
ég því að gera þriggja ára samn-
ing við FH,“ sagði Ármann Smári
við Fréttablaðið í gær. „Nú er bara
að sjá hvað gerist og hvort þetta
muni fæla lið frá mér. Það verður
þá bara þannig. Ég vildi halda
tryggð við FH og ekki fara frá því
í haust án greiðslu.“
Ármann Smári hefur heyrt af
áhuga erlendra liða en þar við
situr. „Ég þori ekkert að segja um
hvað gerist í framtíðinni. Það
verður bara að fá að koma í ljós.“
Ármann Smári var valinn í A-
landslið karla í fyrsta sinn nú í
mánuðinum og fékk að spreyta sig
í nokkrar mínútur gegn Spánverj-
um á Laugardalsvellinum í fyrra-
dag. „Það var gaman að koma inn
á enda mikil upplifun. Það var
heldur ekki slæmt að vinna einn
skallabolta,“ sagði hann og hló.
„Ég sá þó ekki gegn hverjum.“
Annar leikmaður í Landsbanka-
deildinni, Blikinn Marel Baldvins-
son, hefur verið orðaður við Molde
í Noregi en liðið gerði Breiðabliki
tilboð í hann fyrr í vikunni. Einar
Kristján Jónsson, formaður
Breiðabliks, sagði félagið ekki
hafa svarað tilboðinu og ætlaði að
bíða fram yfir helgi en á sunnudag
mætir Breiðablik liði KR. Nái
Breiðablik þremur stigum úr þeim
leik eru allar líkur á því að Marel
sé á leiðinni út hið fyrsta.
- esá
ÁRMANN SMÁRI Á LANDSLIÐSÆFINGU Hér ásamt Ívari Ingimarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Ármann Smári Björnsson framlengdi samning sinn við FH:
Nýr þriggja ára samningur við FH
FÓTBOLTI Pascal Chimbonda á þá
ósk heitasta að verða seldur frá
Wigan til Tottenham. En þrátt fyrir
það virðast liðin eiga töluvert með
að ná í land. Nýlega neitaði Paul
Jewell, framkvæmdarstjóri Wigan,
boði Tottenham í leikmanninn og
sagði að öllum boðum undir 6 millj-
ónum punda yrði hafnað. Í kjölfar-
ið bárust fréttir af því að Totten-
ham hafi lagt inn nýtt tilboð í
leikmanninn en ummæli eins tals-
manns Tottenham í gær tóku af
allan vafa um það. „Við höfum ekki
endurnýjað áhuga okkar á Chimb-
onda og höfum ekki lagt inn nýtt
tilboð,“ sagði talsmaðurinn. Sam-
kvæmt því er engu líkara en að
Tottenham sé að gefast upp. - dsd
Pascal Chimbonda:
Tottenham að
missa áhugann
PASCAL CHIMBONDA Vill ólmur fara til
Tottenham. Er hér í baráttu við Heiðar
Helguson. NORDIC PHOTOS/GETTY
HNEFALEIKAR Floyd Mayweather
mun berjast gegn WBC-meistar-
anum Carlos Baldomir í Las Vegas
4. nóvember nk. Mayweather er
ósigraður í 36 bardögum á sínum
ferli og þar af hafa 24 þeirra endað
með rothöggi á meðan Baldomir
hefur unnið 43 bardaga og tapað 9
á sínum ferli. Baldomir er þó alls
ekkert lamb að leika við og hefur
t.d. unnið bæði Zab Judah og Art-
uro Gatti á þessu ári. Goðsögnin
Oscar de la Hoya hefur látið hafa
það eftir sér að hann vilji berjast
við Mayweather áður en hann
líkur ferli sínum á næsta ári. - dsd
Floyd Mayweather:
Berst gegn
Baldomir
FLOYD MAYWEATHER Sést hér fagna sigri
gegn Zab Judah í apríl sl. NORDIC PHOTOS/GETTY