Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 17.08.2006, Síða 78
 17. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 hróss 6 í röð 8 hamfletta 9 stök 11 mjöður 12 kjöt 14 fimur 16 upp- hrópun 17 geislahjúpur 18 blóm 20 í röð 21 hvæs. LÓÐRÉTT 1 munnvatnsrennsli 3 ógrynni 4 óglatt 5 andi 7 tala 10 andmæli 13 forsögn 15 glufa 16 heyskaparamboð 19 sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2 lofs, 6 lm, 8 flá, 9 ein, 11 öl, 12 flesk, 14 lipur, 16 oj, 17 ára, 18 rós, 20 tu, 21 fnæs. LÓÐRÉTT: 1 slef, 3 of, 4 flökurt, 5 sál, 7 milljón, 10 nei, 13 spá, 15 rauf, 16 orf, 19 sæ. „Það var kominn tími á þetta. Þegar maður er að ferðast fattar maður hvað maður á mikið af drasli,“ segir tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindar- son, sem ætlar að selja fötin sín á Sirkusmarkaðinum á laugardaginn kemur. Erpur hefur eytt síðustu mánuðum í Asíu og segist líta hlut- ina öðrum augum nú en áður. „Ég sé það nú að ég á tonn af fötum. Það mætti eiginlega halda að ég væri kvenmaður, ég á til dæmis fleiri skó en kærastan mín,“ segir Erpur sem verður með bás á markaðnum ásamt Dóra DNA, sem á líka „slatta“ af fötum að sögn Erps. Sirkusmarkaðurinn er hald- inn í portinu á bak við skemmti- staðinn Sirkus á Klapparstíg og opnar klukkan ellefu. Erpur segir að fötin sem hann verður með til sölu verði ansi fjöl- breytt, enda hafi hann gengið í ýmsu í gegnum tíðina. Hann segist til að mynda hafa grafið upp mikið úrval af stuttermabolum og nokkra ónotaða strigaskó svo eitthvað sé nefnt. „Svo verð ég með eitthvað af dóti frá Kína, ég missti mig aðeins í kaupum á plakötum og fleiru þar. Ég er jafnvel að spá í að selja ein- hverjar bækur og fleira. Þetta gæti orðið mjög forvitnilegt.“ - hdm Selur fötin sín um helgina ERPUR EYVINDARSON Á ferðalagi sínu um Asíu uppgötvaði rapparinn að hann hefur sankað að sér allt of miklu drasli. Hann ætlar því að selja föt og fleira á Sirkusmarkaðinum á laugardaginn. FRÉTTIR AF FÓLKI Talsvert var fjallað um „Stuðmanna-barnið“ Bryndísi Jakobsdóttur í fjölmiðlum á síðasta ári. Eins og nafnið gefur til kynna eru foreldrar stúlkunnar meðlimir hljómsveitarinnar Stuðmanna, nánar tiltekið þau Jakob Frímann Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir sem nú er hætt í sveitinni. Bryndís hefur erft tónlistarhæfileikana frá foreldrum sínum og hefur síðasta árið unnið að eigin tónlist. Hún heldur úti eigin vefsvæði á myspace.com/bryndisofficial og þar er hægt að hlusta á þrjú laga hennar. Athygli vekur að þar kemur fram að Bryndís hafi unnið lögin með Mark nokkrum Ronson. Sá hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna með Christinu Aguilera og nú síðast Lily Allen. Ekki amalegt það. Fyrirsætan Elísabet Dav-íðsdóttir er stödd á Íslandi um þess- ar mundir og ætlar að fagna þrítugsaf- mæli sínu um næstu helgi ásamt vinum og fjölskyldu. Elísabet hefur verið búsett í New York í um áratug þar sem hún hefur starfað sem fyrirsæta og nú síðast sem ljósmynd- ari. Á þessum tíma hefur Elísabet kynnst ógrynni af fólki úr tískubransanum og má búast við því að nóg verði af erlend- um gestum í veislu Elísabetar. Stórsöngvarinn Björgvin Halldórs-son syngur með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á viðhafnartónleikum í Laugardalshöll hinn 23. september næstkomandi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður karlakórinn Fóst- bræður Björgvin til halds og trausts, auk hljómsveitar og þekktra bakraddasöngv- ara og gesta. Líklegt er talið að seinna meir verði upptaka frá tónleikunum gefin út á DVD-diski. Athygli vekur að í fréttatilkynningu kemur fram að bakhjarl tónleika Björgvins er Alcan í Straumsvík, en það sé gert í tilefni af fjörutíu ára afmæli ÍSAL. Bó fetar þarna í fótspor kollegans Bubba Morthens, en það var Glitnir sem bauð upp á tónleika í tilefni af fimm- tugsafmæli hans. - hdm „Ég á von á því að á milli 20-30 manns taki þátt í keppninni og garðurinn verður þéttsetinn, það er ekki spurning,“ segir Jóhannes Bjarnason, betur þekktur sem Jói B, sem er einn skipuleggjenda Tom Selleck keppninn- ar. Í Tom Selleck keppn- inni keppa karlmenn í skeggvexti og þrjú flottustu yfirvara- skegg landsins eru verðlaunuð. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin er haldin á skemmti- staðnum Sirkus og hefjast leikar klukkan 20 í kvöld. Undanfarnar vikur og mán- uði hefur mátt merkja það að keppnin standi fyrir dyrum því stöðugt fleiri menn ganga nú um göt- urnar með mottur í and- litinu. Hárgreiðslu- maðurinn Jón Atli Helgason tekur þátt í keppninni en hann hefur síðustu ár fengið það verkefni að snyrta skegg margra þátttak- enda fyrir keppnina. Svo verður þó ekki í ár enda eru menn nú reynsl- unni ríkari: „Það eru engir nýburar sem taka þátt núna held- ur vanir menn sem kunna að snyrta skegg sitt sjálfir,“ segir Jón Atli. Dómnefnd Tom Selleck-keppn- innar er jafnan skipuð þjóðþekkt- um einstaklingum í bland við fag- fólk. Að þessu sinni eru í dómnefndinni þau Björgvin Halldórsson söngvari, Ragnhild- ur Gísladóttir söng- kona, Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður og Ragnar Páll Steinsson bassaleik- ari, sem sjálfur hefur sigrað í keppninni einu sinni. Jón Atli Jón- asson rithöfundur verður kynnir í kvöld og tónlistarmenn- irnir Davíð Þór og Helgi Svavar úr Flís leika undir á meðan á keppninni stendur. Skráningareyðu- blöð fyrir þá sem vilja taka þátt liggja frammi á Sirkus allt fram til klukkan 19 í kvöld. -hdm Flottustu yfirvaraskegg landsins verðlaunuð TVEIR REYNDIR Jói B, einn skipuleggjend- anna, og Maggi legó sem sigraði í fyrra. Þeir verða báðir með í ár. JÓN ATLI Þarf ekki að snyrta skegg keppenda í ár, enda eru þeir flestir reynsluboltar og kunna að snyrta eigið skegg. opið alla laugardaga 11-14 Stór humar, túnfiskur og úrval fiskrétta á grillið HRÓSIÐ FÆR ...Íslenska landliðið í knattspyrnu fyrir að gefa ekkert eftir og ná markalausu jafntefli gegn stórliði Spánverja á Laugardalsvelli. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1. Ósk Vilhjálmsdóttir. 2. Flundra. 3. Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Sögulegar sættir urðu á Fiskideg- inum mikla á Dalvík um síðustu helgi þegar Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og Bjarki Elíasson, fyrrverand yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, grófu stríðsöxina. Eins og margir muna elduðu þeir grátt silfur saman um árabil þegar Ragnar mótmælti af miklum móð stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam og veru NATO hér á landi en það kom í hlut Bjarka að reyna að sjá til þess að mótmælin færu vel fram. Það kom þó fyrir að upp úr sauð á milli mótmæl- enda og lög- reglu. „Ég var í miklum gleðskap á veitinga- húsinu Sogni en Bjarki var stadd- ur í íbúð á hæðinni fyrir ofan. Frænka hans sá mig og dró mig upp til Bjarka sem sat á verönd- inni og fylgdist með,“ segir Ragn- ar um aðdraganda þessara sögu- legu sætta. „Við sátum þar dágóða stund og ræddumst við. Við erum sveitungar og það er enginn kali á milli okkar. Ég held að hann hafi haft gaman af þessu spjalli og við skildum sem vinir.“ Á árunum 1967-70 var fjöld- inn allur af mótmælaaðgerð- um hér á landi til að mót- mæla stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víet- nam og Atlantshafs- bandalaginu. Mótmælin náðu hámarki á Þorláksmessu árið 1968 þegar lögreglan meinaði mótmæl- endum að ganga upp að banda- ríska sendiráðinu og upp úr sauð. Ragnar var einn af þeim sem þótti ganga hvað vasklegast fram í mótmælunum á þessum árum og sömu sögu er að segja af Birnu Þórðardóttur blaðamanni. Þegar Ragnar var að kveðja Bjarka spurði yfirlögregluþjónn- inn fyrrverandi: „Er Birna líka farin að róast.“ Ragn- ar þvertók fyrir það og svaraði að bragði: „Hún færist öll í aukana.“ Þá brosti Bjarki. Ragnar segir að það hafi verið indælt að hitta yfirlög- regluþjóninn fyrrverandi. „Ég held að honum hafi líka þótt ágætt að hitta mig.“ kristjan@frettabladid.is RAGNAR STEFÁNSSON OG BJARKI ELÍASSON: HITTUST Á FISKIDEGINUM MIKLA Grófu stríðsöxina á Dalvík BJARKI ELÍASSON OG RAGNAR STEFÁNSSON Hittust á Fiskideginum mikla á Dalvík og urðu mestu mátar. MÓTMÆLI Það er ekki nýtt að lögreglu og mótmælendum lendi saman. Herstöðvaandstæðingar gengu oft vasklega fram á árum áður þegar Ragnar og Bjarki elduðu grátt silfur saman og þá tók lögregla þá engum vettlingatökum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.