Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign HU&CiQGW TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag GISTING MORGUNVERDUR IrAUDARÁRSTÍG 18 ^nkULjI II mt ItT-í ^ ^ ^ Mikla íTrnnnrrri m SÍMI 2 88 66 IMLIHE Miðvikudagur24. maí 1978 106. tölublað — 62. árgangur. * Askorun til borgaryfirvalda: BORGIN OKKAR Komið verði á lögvernduðum hverfisráðum Glæsilegt rit — með tillögurétt og ákvörðun- arétt i skipulagsmálum Borgin okkar heitir rit fram- sóknarmanna i Reykjavik, sem Fulltrúaráö Framsóknarfélag- anna í Reykjavik hefur gefið út til kynningar á stefnuskrá sinni, frambjóöendum og helztu bar- áttumálum. Er rit þetta i hvi- vetna hiö glæsilegasta að efni og útliti og prýtt fjöida Ijósmynda. Þar eru rakin i stuttu máli helztu stefnuskráratriöi fram- sóknarmanna i öllum mála- flokkum, er snerta heill allra borgarbúa og einnig eru fram- bjóðendur i efstu sætum kynntir og birt stutt ávörp þeirra. Einn þáttur og ólitill i ritinu tekur eölilega til vanstjórnar og vanefnda i ýmsum málefnum sem hlotizt hafa af langvarandi meirihlutastjórn ihaldsins i borgarstjórn ogeins og aö likum Iætur er sá listi bæöi langur og digur. Svo eitthvað sé nefnt af þeim toga má nefna háðuleg örlög grænu byltingarinnar. Eins og menn tekur minni til var græna byltingin eitt helzta slagorðið i kosningaupphlaupi ihaldsins fyrir siöustu borgarstjórnar- kosningar. En siöan hefur verið ofur hljótt um hana og á þaö sér auðvitað eölilegar skýringar. Samkvæmt opinberum skýrslum kemur i ljós aö á fyrsta heila ári byltingarinnar minnkuöu græn svæöi i höfuö- borginni um litla 29 hektara lands. Og þannig eru rakin mý- mörg dæmi svipaðs eðlis i vönduöu riti framsóknar- manna — Borginni okkar. GV — I vetur hefur veriö starf- ræktur umræðuhópur um hið „nálæga samfélag” á vegum Framfarafélagsins i Breiðholti og Norræns fræðslusambands um fullorðinsfræöslu. Þátttakendur i umræðuhópnum hafa verið almennir borgarar i Breiðholts- hverfunum og tekin hafa verið fyrir málefni sem alla varða i hverfunum. Rætt var um mögu- leika einstaklinga tilað hafa áhrif á umhverfi sitt, um það sem mið- ur hefur farið og það sem jákvætt máteljast, og bornar fram tillög- ur til úrbóta. Tilgangur þessara umræðna hefur verið tviþættur, annars vegar að gefa yfirsýn yfir þessi málefni i Breiðholti og skila nið- urstöðum um þessi mál i samnor- ræna skýrslu sem nýlega er kom- in út, hins vegar að vekja beint athygli á vandamálum Breiðholts og senda ályktanir um úrbótatil- lögur, til allra þeirra sem hafa með einstök málefni að gera. Skipulagsmál voru m.a. rædd I umræðuhópnum og segir i álykt- un um þau,að út af reynslu sem þegar er komin á um skipulags- aðferðir, sem beitt hefur verið i Breiðholtshverfunum má ljóst vera að breytinga er þörf. Reynslan sýnir að mikiö hefur verið um eftirskipulagningu og breytingar þar sem ibúar hverfisins hafi ekki verið spurðir ráða og það leitt til mikilla óþæg- inda fyrir hlutaðeigandi aðila. Siðar segir i ályktunum umræðu- hóps um hið „nálæga samfélag” i Breiðholti: „Umræðuhópurinn skorar þess vegna á borgaryfir- völd og aðra hlutaðeigandi aðila að taka eftirfarandi tillögur til rækilegrarumfjöllunar: Skipu- lagskerfi og skipulagsaðferðir verði gerðar sveigjanlegri þannig að skipulagsramminn og ýmsir þeir möguleikar er kunna að rúmast innan hans verði kynntir opinberlega með þeim hætti að ibúum svæðisins verði gefinn kostur á að tjá sig um fyrirliggj- andi skipulagsdrög áður en til endanlegrarsamþykktar er kom- ið. Gerð verði grein fyrir forsend- um hinnar endanlegu ákvörðun- ar, þannig að ljóst sé hverjar til- lögur hafi náð fram að ganga og jafnframt hverjar forsendur voru fyrir þvi að öðrum var hafnað. Tryggt verði, að mið verði tekið af þörfúm ibúanna hvað varðar uppbyggingu allrar þjónustu i hverfinu. I þessu sambandi skorar umræðuhópurinn á hlutaðeigandi aðila að koma á fót lögvernduðum hverfisráðum sem hafi bæði til- lögurétt og ákvörðunarrétti þess- um efnum, þannig að tryggt verði að opinber þjónusta jafnt sem einkaþjónusta komi i þeirri röð sem ibúarnir sjálfir telja eðli- lega”. Alþingiskosn- ingar: Framboðs- frestur rennur út i dag Kás —1 dag rennur út sá frestur, sem listum er gefinn til undir- búnings framboös fyrir Alþingiskosningarnar i Reykja- vik, sem fram fara 25. júni nk. Framboðslistum skal skila til Páls Lindals, oddvita yfir- kjörstjórnar i Reykjavik, Bergstaðastræti 81. A framboðslista skal tilgreina umboðsmenn lista sem hlut eiga að máli. Timinn óskar eftir blaöburðarfólki Háteigsvegur Austurbrún Laugavegur Hverfisgata Laufásvegur Óöinsgata m. SIMI 3&-300 Ahugasamar konur aft störfum á vinnustaft sem þær eiga og reka sjálfar Tlmamynd G.E Selfosskonur sýndu framtak og stofnuðu Framtak h.f. HEI — Hlutafélag, aðallega i eigu Reykvikinga, hafði rekið þessa saumastofu i nokkur ár, en þótti reksturinn ekki ganga nógu vei. Þeir höfðu sagt okkur upp vinnu ööru hverju og hættu siðan endanlega um sl. áramót. Við tókum okkur þá saman 15 konur.sem unnum á saumastof- unni, og keyptum allar vélarnar og höfum siðan rekið þetta og gengið mjög vel Viö höfum feikinóg verkefni a.m.k. næstu mánuðina. Ofanritað sagði Þórdfs Haraldsdóttir, sem nú stjórnar saumastofunni Fram- taki h.f. á Selfossi. Aðspurð hvort hreppsfélagið hefði ekki stutt þær við þetta merkilega íramtak til að við- halda atvinnu á staðnum svar- aði hún, að það hefði varla getað minna verið. Hreppurinn hefði verið svo rausnarlegur að ábyrgjast fyrir þær 150 þús. kr. víxil til þriggja mánaða. Að öðru leyti fjármögnuðu konurn- ar sjálfar fyrirtækið. Nú vinnur hjá Framtaki 21 kona. Sauma þær aðallega fyrir þrjú fyrirtæki i Reykjavik, en þar fyrir utan sauma þær ullar- peysur sem þær selja sjálfar á staörium. Konurnar sögðust mjög ánægðar með þetta. Atvinnu- tækifæri á Selfossi, væru nær engin svo það hefði verið um það tvennt að ræða, að taka við rekstrinum sjálfar eða snúa sér alfarið að eldhússtörfunum aft- ur. Töldu þær að fleiri slik tæki- færi hlytu að vera fyrir hendi ef fólk byndist samtökum um að vinna saman að málum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.