Tíminn - 01.06.1978, Side 3

Tíminn - 01.06.1978, Side 3
Fimmtudagur 1. júni 1978 3 Vorköld jörð á Snæfellsnesi EH-Dal Miklaholtshreppi. Kuldi, úrkoma og gróöurleysi hafa einkennt voriö aö þessu sinni. 1 byrjun maf leit þó út fyrir aö vora myndi meö eöli- legum hætti. Klaki var ekki ákaflega mikill i jörö eftir veturinn, tún tóku aö iitkast og farfuglar komu meö fyrra móti. Þaö hefur hins vegar reynzt fátt um fina drætti i veöurfarinu i mai.engir blíöir vormorgnar né iognvær kvöld(aöeins hráslaga- kuidi og órofa skýjaþykkni og sólskinsstundir alveg ótrúlega fáar. Úrkoma hefur veriö hvern sólarhring og þá jafnan snjóaö i fjöll og allt ofan i byggð. Lang- varandi stórrigningar hafa þó ekki gengiö. Gróöri hefur fariö ákaflega hægt fram og er nauöalitill ennþá. Veöráttan hefur orsakaö tals- verða erfiöleika við sauðburð þar sem bændur hafa veigrað sér við i lengstu lög aö láta bornar ær út úr húsum og frem- ur þrengt að þeim inni. Ekki er enn merkjanleg nein breyting til batnaöar á veöri og ekki lát á þeirri staðföstu suö- lægri átt sem staöið hefur meö litlum hléum i nær þrjú ár. Hækkun búvara i samræmi við breyttan verðlagsgrundvöll — smásöluálagning á kjöti lækkar þó litið eitt Kás —1 dag tekur gildi hækkun á veröi landbúnaöarvara, sem er i beinu samræmi viö hækkun verðlagsgrundvallar þeirra, en hann hækkaði um 14.53% fyrir siöasta þriggja mánaða timabil. Verö á einstökum búvörum hækkar mismunandi mikið i grundvellinum. T.d. hækkar mjólk um 14.5%, nautakjöt um 20.5% og kindakjöt um 15.8%. Vinnsla og dreifingarkostnaður mjólkur i heildsölu hækkar um 3.24 kr. á litra, er það vegna launahækkana og áhrifa gengis- breytingarinnar i febrúar sl. Verð á helztu búvörum hækk- ar sem hér segir: Súpukjöt kost- ar 1.099 kr., en kostaði 925 kr., hækkunin er 18.8%. Ostur 30% i heilum styrkkjum kostar 1.176 kr., en kostaði fyrir hækkun 1,036 kr., hækkunin nemur 13.5%. Nýmjólk i litra pakkningum kotar 155 kr., en var 131 kr., hækkunin er um 18.3%. Rjómi i lausu máli kostar 1.079 kr., en kostaði 952, hækkunin er 13.3%. Undanrenna kostar 121kr.,enkostaði 108 kr., hækkunin er um 12%. Þá hefur orðið samkomulag i sexmannanefndinni um að hækka smásöluálagningu á kjöti I krónutölu, sú hækkun gerir 14.9%. Þá er tekið tillit til 15% hækkunar á þjónustuliöum verzlana og 13% kauphækkunar verzlunarfólks. Þessi breyting þýðir i raun, aö smásöluálagn- ing lækkar úr 10% i 9.6%. Alagn- ing á nýmjólk verður óbreytt eða 10%. Fulltrúar framleiðenda i nefndinni báru fram þá ósk Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, að breytt yrði verðhlutföll- um á milli smjörs annars vegar og nýmjólkur og annarra vinnsluvara úr mjólk hins vegar svo ekki þyrfti að hækka smjör nema litið eitt. Fulltrúar neyt- enda voru þvi andvigir svo til- lagan var felld. Nú þegar er búið að selja 790 lestir af smjöri á niðursettu verði, og er tap bænda af þeirri sölu um 380 millj. kr. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins telur að það sé ekki fært öllu lengur, að bændur gefi með smjörinu og verði þvi nauðsynlega að hækka veröið á þvi fljótlega ef ekki semst um aðrar leiðir i verð- lagningu mjólkur en farnar hafa verið fram til þessa. Almennur fundur Landssam- takanna Þroskahjálp í kvöld Landssamtökin Þroskahjálp halda almennan fund i Norræna húsinu i kvöld kl. 20,30. A fundin- um verður fjallað um málefni þroskaheftra og verða flutt þrjú framsöguerindi og svarað fyrir- spurnum. Margrét Margeirsdóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar ræðir um verkefni og starfsemi Þroskahjálpar? auk þess mun hún kynna i stuttu máli Norrænu samtökin um «iálefni þroskaheftra og m.a» skýra frá fyrirhugaðri ráöstefnu sem verð- ur haldin hér á landi aö ári liönu. Þá mun Jóhanna Kristjánsdótt- ir skólastjóri öskjuhliðarskóla fjalla um sérfræðideild öskju- hliðarskóla, sem er til húsa i Kjarvalshúsi, en sú starfsemi hefur verið starfrækt nokkur undanfarin ár á vegum mennta- málaráðuneytisins. Þá verðu erindi um iþróttir þroskaheftra, sem Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri flytur. Að loknu erindi hans verð- ur sýnd ný kvikmynd um iþrótta- starf þroskaheftra á Norðurlönd- um. Allt áhugafólk um málefni þroskaheftra er velkomið á fund- inn. veiðihornið Þá er timi laxveiðanna runninn upp þar sem veiði i fyrstu ánni^Norðurá, hefst i dag. Að venju mun stjórn Stangveiðifélags Reykjavikur renna þar fyrir lax fyrstu dag- ana. Þó að stangaveiðin sé nú fyrst að hefjast hófust lax- veiðar i net i fyrri viku i Hvitá. 14 laxar i netin — Við hófum veiðarnar 23. mai að þessu sinni og við höf- um fengið 14laxa i netin. Lax- inn er af þessari venjulegu vorstærð 8-12 pund, sagði Kristján Fjeldsted i Ferjukoti er Timinn haföi tal af honum I gær. Tiðin er erfið og gangan virðist ekki vera mikil enn sem komið er. Viö höfum ekki getaðlagtnema 6 net til þessa. Veiðin er svipuð þvi sem hún hefur verið þessa fyrstu daga undanfarin ár og svo hefur einnig verið á Hvitárvöllum. Það er örugglega kominn ein- hver lax i Norðurá, en okkur virðist sem meira af laxi gangi nú fÞverá en Norðurá. Við þykjumst sjá það á vaxtarlagi laxins, hann er öðruvisi i laginu eftir þvi i hvaða á hann gengur, sagði Kristján. Eins og skýrt var frá i Veiöi- horninu i gær eru veiöileyfi nú um 30% dýrari en þau voru i fyrra. En beitan veröur einnig dýrari fyrir veiöimanninn, verö á ánamöðkum hefur haldizt i hendur við verðlagiö. Anamaökurinn kostar nú frá 30-50 kr. og hækkar auk þess i þurrkatiö. Vinnuslys í B.Ú.H. ESE Alvarlegt vinnuslys varð i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sl. mánudagskvöld, þegar starfs- maður, sem var að vinna við að hreinsa karfaflökunarvél, lenti meö hönd i vélinni með þeim af- leiðingum að þrir fingur vinstri handar fóru af. Aö sögn lögregl- unnar i Hafnarfirði átti atvik þetta sér stað eftir að vinnu lauk um kvöldið, og voru engir sjónar- vottar að slysinu, en talið er að maðurinn hafi annað hvort verið að losa fisktægjur úr vélinni, eöa að hann hafi hrasaö á gólfinu og lent með höndina I vélinni með fyrrgreindum afleiöingum. Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingaref ni 63x150 50x150 50x125 50x100 38x125 Smíðaviður Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. 998.-pr. m 572.-pr. m 661.-pr. m 352.-pr. m 502.-pr.m^' Vatnskiæðning Unnið timbur 25x125 Kr. 264.-pr. m Pancl 22x135 Kr. 4.030.- pr.fm Panel 16x135 Kr. 3.582.-pr.fm Panel 16x108 Kr. 3.845.- pr.fm Gluggaefni 63x125 Kr. 900.-pr. in Póstar 63x125 Kr. 900.- pr. m Glerlistar 22m/m Kr. 121. -pr. m Grindarefni & listar Húsþurrt 45x115 Kr. 997,-pr. m Do 45x90 Kr. 498.- pr. m Do 30x70 Kr. 282.- pr. m Do 35x80 Kr. 311.-pr. m Húsþurrt/Óhefl. 25x25 Kr. 50.-pr. m Þakbrúnalistar 12x58 Kr. 108.-pr. m Múrréttskeiöar 12x58 Kr. 108.-pr. m Do 12x95 Kr. 114.-pr. m Bílskúrshuröa panili Kr. 3.276.- pr.fm ” rammaefni Kr. 997.- pr. m ” millistoöir Kr. 392.-pr. m ” karmar Kr. 1.210.- pr. m Gólfborö 32x100 Kr. 528.- pr m Zacaplötur 27 m/m 500x1500 Kr. 1.505.-pr. stk. 27 m/m 500x2000 Kr. 2.008.-pr.stk. 27 m/m 500x2500 Kr. 2.509.-pr. stk. 27 m/m 500x3000 Kr. 3.011.-pr. stk. 27 m/m 500x6000 Kr. 6.023.-pr. stk. 22 m/m 500x1500 Kr. 1.666.-pr. stk. 22 m/m 500x2000 Kr. 2.221.-pr.stk. 22 m/m 500x2500 Kr. 2.802,-pr.stk. Spónaplötur SOK 9 m/m 120x260 sm Kr. 2.371,- 12 m/m 120x260 sm Kr. 2.576.- 16 m/m 183x260 sm Kr. 4.612.- 19 m/m 183x260 sm Kr. 5.296.- 22 m/m 183x260 sm Kr. 6.634.- 25 m/m 183x260 sm Kr. 5.016.- Hampplötur 10 m/m 122x244 sm Kr. 1.544.- 12 m/m 122x244 sm Kr. 1.770.- 16 m/m 122x244 sm Kr. 2.134.- Enso Gutzeit BWG-vatnslímdur krossviður 4 m/m 1220x2745 Kr. 2.801 Enso Gutzeit Greenlain — brúnn mótakrossviöur 6,5 m/m 1220x2745 Kr. 5.077.- 9 m/m 1220x2745 Kr. 6.263.- 12 m/m 1220x2745 Kr. 7.584.- 12 m/m 1520x3050 Kr. 10.448.- 15 m/m 1220x2745 Kr. 9.007.- 15 m/m 1520x3050 Kr. 12.468.- Amerískur krossviður FIR 6.5 m/m 1220x2440 Kr. 2.633.- 12.5 m/m 1220x2440 strikaöur Kr .6.200.- Hnota Finline Almur Rósaviöur Antik eik Coto Fjaðrir Kr. 3.984. -pr.fm Kr. 4.040. -pr.fm Kr. 4.040. -pr. fm Kr. 3.984 .-pr.fm Kr. 2.652 .-pr.fm Kr. 98.- pr.stk. Söluskattur er inni- falinn í verðinu Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29 • Sími 82242

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.