Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. júni 1978 15 Orlofshúsin á Vestfjöðum: Tilkynning A.S.V. vegna blaðaskrifa Fyrir nokkru birtist hér i blaöinu grein Kristins Snæ- lands um málefni orlofshúsa Alþýðusambands Vest- fjaröa. t greininni var m.a. vikiö aö tilkynningu sem A.S.V. sendi frá sér vegna skrifa Kristins. Þessi til- kynning hefur borizt blað- inu, og birtist hún hér til skýringar á ummælum Kristins i sföustu grein hans um málið. Á þingi A.S.V. i növember 1977 uröu miklar umræöur eins og vænta mátti um byggingu orlofs- húsa sambandsins i Vatnsfiröi. Þar var endurkjörin Orlofsnefnd- in sú sem áður hafi starfað, með þeim breytingum þó að Pétur Sig- urðsson var gerður að aðalmanni i nefndinni i stað Karvels Pálma- sonar sem aftur tók sæti hans sem varamanns. Vegna greinar Kristins Snæ- lands i Timanum 15. apr. sl. send- um við frá okkur þessa tilkynn- ingu þvi greinin er full af mis- skilningi, ágizkunum og algjörri vanþekkingu á stofnum nefndar- innar, eða skrifuð i þeim tilgangi aðná sér niðri á einum eða öðrum af þeim mönnum, sem starfað hafa i orlofsnefndinni og þá lik- legast vegna mála sem eru verkalýðsfélögunum á Vestfjörö- um óviðkomandi. Stöðvun á byggingu orlofshúsa okkar i Vatnsfirði á Baröaströnd á sl. hausti og þau leiðinda mála- ferli sem þvi fylgdi, voru or- lofsnefndinni sem öðrum meðlim- um verkalýðsfélaganna mikil vonbrigði. Framkvæmdir þó núna hafnar á ný og allar vonir aö þeim ljúki á komandi hausti. Orlofsnefnd A.S.V. sem séð hefur um framkvæmdir allar, hefur nú siðustu vikur heimsótt verkalýðsfélögin, sem þátt taka i framkvæmdunum i Vatnsfirði, þar hefur staða þessara mála verið skýrð fyrir stjórnum fé- laganna og reikningar lagðir fram. A fundum þessum hafa gerðir Orlofsnefndarinnar verið staöfestar og henni falið að ljúka verkinu. Þarna voru réttum aðil- um gefnar þær upplysingar sem máli skipta og umræður um mál- in farið þar fram sem þær áttu heima, og teljum við hæpiö, að umræður i pólitiskum dagblöðum sé heppilegur vettvangur I máli þessu. í grein Kristins Snælands i Tlmanum eru settar fram ýmsar fullyrðingar um slæm vinnu- brögð, fjármálaóreiðu, ávisana- misferli og annað verra i störfum Orlofsnefndarinnar og sér I lagi formanns hennar Hendriks Taus- ens. Við viljum hér á eftir I fáein- um linum leiðrétta helztu firrurn- ar sem fram koma I greininni. 1. Allir samningar við verktaka fyrir hönd Orlofsnefndar hafa veriö gerðir i fullu samráði allra nefndarmanna, þó for- maður nefndarinnar hafi und- irritað þá einn fyrir hennar hönd. 2. Formaður Orlofsnefndarinnar Hendrik Tausen var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri I fjóra mánuði s.l. sumar. Fyrir það starf sem var erilsamt og vanþakklátt var honum greidd- ar kr. 752.889.00 og er þar inni- falin öll eftir- og helgidaga- vinna. 3. Allur akstur orlofsnefndar- manna á eigin bifreiðum og I þágu nefndarinnar er greiddur skv. reglum rikisstarfsmanna og var á sl. sumri kr. 37.00 á ek- inn kilómeter. 4. Við byggingu 12 orlofshúsa á vegum A.S.V. i Vatnsfirði, sem nú er unnið að og hófst með samningagerð haustið 1976, hefur Pétur Sigurðsson á skrif- stofu sambandsins á Isafiröi séð um öll fjármál fram- kvæmdanna og hann einn haft „prókúru” fyrir nefndina. Jafnframt hefur allt bókhald annazt Bókhaldsskrifstofa G. Kjartanssonar Isafiröi. Þó fjárhagur framkvæmdanna hafi ekki alltaf verið rúmur, hafa aldrei verið gefnar út inni- stæðulausar ávisanir á reikn- inga nefndarinnar. Vonandi gerir Kristinn Snæland sér ljóst hvað alvarleg aðdróttun hans i þessu efni er. 5. Viðskipti nefndarinnar við Hótel Flókalund hafa verið skýrð fyrir stjórnum verka- lýðsfélaganna, sem og annað sem viðkemur framkvæmdun- um öllum fram til þessa dags. Ekkier nokkurleið að eltast við allar fullyrðingar Kristins Snæ- lands um ráðleysi og getuleysi Orlofsnefndar i störfum henn- ar, séu þær á rökum reistar eru allir nefndarmenn samsekir og samábyrgir. Þar hlíta nefndar- menn dómi sinna umbjóðenda i verkalýðsfélögunum en ekki annarra. 6. Við viljum að endingu taka fram að orlofsnefndin eöa ein- stakir menn I henni,hljóta að áskilja sér allan rétt til þess aö láta Kristin Snæland standa við áburð sinn um saknæmar aögerðir nefndarinnar eða ein- stakra nefndarmanna á þeim vettvangi sem slik mál eiga heima. Að endingu vilja undirritaöir orlofsnefndarmenn taka fram að samstarf i nefndinni hefur verið eins og bezt varð á kosið þrátt fyrir fjarlægð nefndarmanna hvaö búsetu varðar en nefndar- menn eru frá Bolungarvik, Isa- | firði, Fiateyri og Patreksfiröi. , Jafnframt viljum við hvetja fólk I i verkalýðsfélögunum að leita sér , upplýsinga um þessi mál hjá stjó’rn sins félags ef þvi leikur for ; vitni á að vita eitthvað sem þeim ( er hulið i þessu mikla hags- munamáli okkar allra i verka- lýðsfélögunum. Gert 22. april 1978 1 Orlofsnefnd Alþýðu- sambands Vestfjaröa Pétur Sigurðsson (sign.) Hjörleifur Guðmundsson (sign). Hörður Snorrason varan.maður (sign). Ársrit Sögufélags ísfirðinga Nýlega er kominn út 21. ár- gangur ársrit Sögufélags Isfirð- inga. Af efni þess má ma ,a nefna: Dr. Kristján Eldjárn skrifar um listaverk séra Hjalta Þor- steinssonar i Vatnsfjarðarkirkju. Lýður B. Björnson birtir hér framhald af ritgerð sinni um salt- vinnslu á Vestfjörðum og salt- verkið i Reykjanesi við Djúp. Bárður Jakobsson á grein um landnám i Bolungarvik og eitt og annað af þeim slóðum. Jens Hólmgeirsson skrifar um osta- gerðarmanninn Jón A. Guð- mundsson frá Þorfinnsstööum og Ostagerðarfélag Onfirðinga. Jó- hann Gunnar Ölafsson bætir við fyrrí frásögn sina um kirkjustóla úr Hraunskirkju i Keldudal. Gunnar Guðmundsson frá Hofi skrifar um Hof i Dýrafiröi og fornar grafir i Dýrafirði og Jó- Doktors- vörn Laugardaginn 3. júni n.k. fer fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla íslands. Mun Olafur Jensson læknir þá verja ritgerð sina „Studiés on Four Hereditary Blood Disorders in lceland” fyrir doktorsnafnbót i læknisfræði. Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor dr. med. Kare Berg frá Háskólanum i Osló og prófessor dr. med. John Ed- wards frá Háskólanum i Birmingham. Doktorsvörnin fer fram i hátfðarsal háskólans og hefst kl. 2 e.h. öllum er heimill aðgangur. hannes Daviösson ritar um Vill- ingadalshjónin á Ingjaldssandi og um kornmyllur. Tómas Helgason á jiarna grein um ræktunarstörf i Hnffsdal 1883-84. Myndir eru I rit- inu af listaverkum sér Hjalta i Vatnsfirði og einnig af hvalveiði- stöðvunum i Framnesi og á Sól- bakka. Margt annað efni og fleiri myndir eru i þessu hefti ársrits- ins. Fyrsti árgangur þessa rits hef- ur lengi verið ófáanlegur, en hef- ur nú verið ljósprentaður i litlu upplagi. Nauðsynlegt er þvi fyrir þá sem vantar þetta hefti að panta það sem fyrst frá Sögu- félagi Isfirðinga. oiiin Þjónusta Sendiöokkur (I ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurfiö að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og síma- númeri. Aðaflokinni viðgerð, sem verður inn- an 5 daga f rá sendingu, sendum við ykkur við- gerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verð- lagðar eftir viðgerðaskrá Félags isl. gull- smiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum mál- spjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Gyllum. Hreinsum. Sendum einnig i póstkröfu allar gerðir skart- gripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. GULL HÖLLIN Verzlunarhöllin — Laugaveg 26 101 Reykjavik Símar (91) 1-50-07 & 1-77-42 8REIÐHOLT KÓPAVOGUR Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stödinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal ............ • - " ' ^ SÍMI 43430 Selfoss og nágrenni \ múrþéttingar, sprunguviðgerðir ■ Margra ára reynsla Kjartan Halldórsson Sími 3863 ATLAS & YOKOHAMA hjólbarðar Hagstætt verð Véladeild Sambandsins BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 — Móöir min og tengdamóðir Guðrún Lýðsdóttir, Tjörn, Biskupstungum verður jarðsungin laugardaginn 3. júni. Athöfnin fer fram iSkálholti kl. 2e.h. Jarðsett verður aö Torfastööum. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á liknarstofnanir. Erna Jensdóttir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.