Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. september 1978
9
I
Segja má að á siðasta áratug
hafi orðið meiri hugarfarsbreyt-
ing meðal isl. þjóöarinnar á gildi
umhverfis slns en nokkru sinni
áður frá þvi land byggöist. Þar er
fyrst og fremst aö verki aukinn
skilningur á þvi hve ómetanlega
mikils virði það er aö viðhalda þvi
jafnvægi sem móðir náttilra hefur
ávallt leitast viö aö skapa i slnu
viðlenda riki þar sem hólmganga
milli lifsins og dauöans er þó allt-
af háð.
Þessi hugarfarsbreyting er oft
látin felast I einu orði — orðinu:
Náttúruvernd. óttinn við hin
geigvænu eyöingaröfl sem
þjóðirnar horfast nú i augu við og
þær hafa ráð á aö beita, ef I odda
skerst og flestar hafa kynnzt I
einhverri mynd, hefur orðiö til
þess að efla samtakamátt þeirra
og vilja til að hamla gegn hætt-
unni. í þvi sambandi koma I hug-
ann þessi kunnu visdómsorö:
,,Fátt er svo meö öllu illt að ekki
fylgi nokkuð gott.”
Kynniokkar tslendinga af þess-
um ógnaröflum, sem valda lífs-
hættulegri mengun, á ýmsum
stöðum, hafa vakið og skerpt
skilning okkar á mestu verðmæt-
um lifsins i okkar kæra landi. Er
þar fyrst að telja hreint loft,
hreint vatn, heitar lindir og
margt fleira, sem krefst meiri til-
litssemi en við höfum áður sýnt
og sömuleiðis gagnvart öllu lifi
bæöi á landi og I sjó.
Daglega berast okkur fréttir af
þeim óhæfuverkum sem framin
eru viö móður náttúru og án þess
að viö látum nokkuð i staðinn. Og
litum við um öxl er það vissulega
mikið harmsefni aö á siöustu öld-
um hefur á annað hundraö teg-
undum af fuglum og ferfætlingum
verið gjöreytt á okkar jörð af
mannavöldum. Og það sem fyrst
og fremst hefur knúö menn til
slikra óhæfuverka eru eigin hags-
munir — löngunin til aö komast
yfir meiri peninga. En — við þurf-
um ekki að seilast svo langt til
slikra verka. Enn þá erum við ts-
lendingar að fremja þau.
Með þessum linum er það ætlun
min að vikja að einu þeirra — að-
eins einu.
II
Siðustu tvo áratugi hefur þaö
vakið undrun og gremju ótal
manna um allt land og þó einna
mest hér I Þingeyjarsýslum hvað
rjúpan okkar hefur stundum
veriö hart leikin, án tillits til þess
hvernig ástatt hefur verið fyrir
henni. Það hefur veriö leyft aö
skjóta hana jafnlangan tima ár
hvert þrátt fyrir það aö sóknin
hefur margfaldast.
Segja má að með nýjum farar-
tækjum komist veiðimenn nú á
þær stöðvar sem þær halda sig
hverju sinni, áöur en skotljóst er
oröið, með aðstoð jeppa, vélsleöa
og jafnvel flugvéla og þaö af tug-
um manna samtimis. Og þeir sem
bezt þekkja llfsvenjur rjúpunnar,
fara nærri um þá staði er þær
helzt kjósa hverju sinni — eftir
vindátt snjólagi og gróðurfari.
Þeirsömu menn góma lika oftast
flestar rjúpur áöur dagur dvin.
Samt komast þeir heim án þess
aö nota fæturna enda þá oft búnir
að fá alveg nóg við að eltast viö
þær. Þrátt fyrir þennan aðstööu-
mun virðast ýmsir ekki átta sig á
þvi að áöur en fyrrnefnd farar-
tæki þekktust hér var þó skotiö ,
miklu meira af rjúpum. Af þvi
draga þeir þá ályktun að sóknin
hafi verið enn meiri. öllum ætti
þó að vera ljóst, að þvi fleiri sem
rjúpurnar eru, þvi auöveldara er
fyrir veiðimenn aö ná þeim við
venjulegar aöstæöur, þótt ekki
hefðu þeir þá annaö en fæturna til
Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi:
Óhæfuverk á
dögum allsnægta
að bera sig um. Og til þess að þú
— lesandi góður —- festir þessi orð
fremur I minni, þá eru margar og
öruggar heimildir fyrir þvi, aö oft
var svo mikiö af rjúpum, t.d. hér i
Þingeyjarsýslum, bæði fyrir og
eftir siðustu aldamót að óhætt
hefði verið að bæta við minnst
einu núlli aftan við hverja eina
sem hér var sjáanleg á s.l. ári.
öruggustu heimildir um hátt-
erni rjúpunnar og afkomu, ár
hvert, hef ég alltaf fengið frá
þeim sem liggja á grenjum vor
hvert, og vaka allar nætur. Það er
hvort tveggja aö þeir fylgjast þá
með karlfuglunum sem allt af eru
á ferli um lágnættið og láta til sin
heyra en það er bezta sönnun
þess, að sú útvalda muni ekki
vera langt undan þó enginn komi
auga á hana nema sá útvaldi sem
þar er á verði. Þeir sömu menn
gefa lika rjúpunum nánar gætur,
þegar ungar þeirra fara að lyfta
sér á flug, eftir heyranlegum og
sjáanlegum merkjum móðurinn-
ar, og sömuleiöis varnarmerkj-
um þeirra, þegar veiðitiminn
hefst.
Um fjölda rjúpna hér i Þing-
eyjarsýslum eru fleiri rök nærtæk
en þau sem áður greinir. Eitt árið
eftir siðustu aldamót, tók Kaup-
félag Þingeyinga á móti áttatiu
þúsund rjúpum, hér á Húsavik.
Þar við bættist svo allt sem kaup-
menn fengu og sömuleiðis það
sem fór til heimilanna og kunn-
ingja. Þá var það lika algeng sjón
aö sjá rjúpur svo hundruöum og
jafnvel þúsundum saman I auöri
jörö á heiðum októbermorgnum,
þar sem þær sátu þétt á hæztu
hnjúkum og i fjallahliöum. Bæri
slika sjón fyrir augu þeirra er á
siöustu árum hafa fariö á rjúpna-
veiðar er mér næst aö halda aö
þeir tryöu ekki sinum eigin aug-
um og teldu vist að þetta hlyti að
vera bara snjór.
III
1 örstuttu máli er það ætlun min
hér að minnast á það mótlæti sem
ísl. rjúpan hefur orðið að þola
siöustu sextiu árin af völdum
manna og móður náttúru. Er þá
fyrst að vikja aö framkomu okkar
siðustu áratugina. Hún er vissu-
lega umhugsunarveröari fyrir
það að við mennirnir státum af
þvi að vera vitrustu verur jaröar-
innar og þar á ofan skapaðir i
guðsmynd. Þær fullyrðingar eru
þó ærið hæpnar þvi svo oft erum
viö alvarlega minntir á aö við
mennirnir séum grimmustu dýrin
sem guð hefur skapað. Mun
áreiðanlega reynast erfitt að bera
brigður á það.
Með kinnroöa veröum viö þó aö
játa — þrátt fyrir alla vitsmunina
— að með hátterni sinu hafa
rjúpurnar bæði hér á landi og
annars staðar, valdið öllum
fuglafræðingum veraldarinnar
svo miklum heilabrotum og
hugarangri sem þeir töldu sig þó
hafa fundið lausn á ekki einu sinni
heldur svo tugum skiptir en ávallt
orðið að játa að þær niðurstööur
allar reyndust óskhyggja ein. Um
þær athafnir rjúpunnar er mér
ljúft að vitna i ummæli eins okkar
ágætasta náttúrufræðings: Guð-
mundar G. Bárðarsonar. Þau má
finna i Náttúrufræðingnum 2. árg.
1932, bls. 20. Þar stendur undir
yfirskriftinni: „Rjúpnafár I
Noregi.”
„Það hefur vakið undrun
manna hér á landi að isl. rjúpan
er horfin úr landi. Arið 1927 voru
fluttar úr landi 126 þús. 325 kg. af
rjúpum en áriö 1928 aöeins tvö
þúsund og fjögur hundruö kg.
Veturinn 1928 til 1929 gripu veiði-
menn i tómt. Rjúpan virtist meö
öllu horfin.”
Greinarhöfundur endar ritgerö
sina á þvi að beina nokkrum
hvatningarorðum til landa sinna,
á þá leið að biðja þá að vera nú
vel á veröi um að afla heimilda og
leita skýringa á þessu fyrirbæri.
Það leynist heldur engum er les
þessa ritgerö sá brennandi áhugi
sem höf. hennar hefur borið i
brjósti um að komast eftir þvi
hvaða ástæöur voru faldar aö
baki þessa fyrirbæris sem hér i
Þingeyjarsýslu fékk heitið:
Háflug rjúpunnar. Og þegar ég nú
— eftir næstum hálfa öld minnist
þessara orða Guðmundar get ég
ekki annaö en játað hve sárum
vonbrigðum það hefur valdið mér
hvað þeim var litill gaumur gef-
inn, og þá fyrst og fremst af þeim
er mest sóttust eftir rjúpunum.
Veturinn 1928-1929 urðu margir
sjónarvottar að þvi fyrirbæri að
rjúpur voru á ferð hátt yfir fjöll-
um einkum um og eftir dagsetur i
logni og góðu skyggni. 1 bréfum
og bókum eru viöa geymd sam-
hljóða ummæli margra glöggra
manna um þessi fyrirbæri og
sömuleiöis i Náttúrufræðingnum
frá vetrinum 1919, þegar fyrst
varð vart viö þessi fyrirbæri eftir
siðustu aldamót. Það varð mér
þvi mikið gleðiefni þegar ég sá
þe s s a
fyrrnefndu ritgerð Guöm.
Bárðarsonar. Hún gaf von minni
byr uodir báöa vængi um að næst
yrðu þessi fyrirbæri rannsökuð
rækilega og áreiðanlega undir
stjórn greinarhöf og þvi fremur
sem þeirra varð aöallega vart á
Vesturlandi, þ.e. Snæfellsnesi og
Vestfjöröum, Hellis- og Holta-
vörðuheiði og einnig hér I Þing-
eyjarsýslum. A Austur- og Suöur-
landi var ekki minnst á þessi
fy rirbæri I blööum svo ég yröi var
við. Það eitt var næg ástæða til aö
þau yröu rannsökuö eins fljótt og
tækifæri gáfust. En blessaöar
vonirnar bregðast oft. Svo fór lika
um þessar vonir minar. Munu
flestir fara nærri um hve þung-
bært það er fyrir þá sem nú eru aö
enda langa ævi. Þar við bætist svo
kviðinn yfir þvi að margt bendir
til að beztu tækifærin séu nú liðin
hjá þvi hvergi 1 veröldinni voru
meiri lik ur á þvi en á Islandi aö
slikar rannsóknir með aöstoö fær-
ustu manna gætu ráðið þá gátu.
Hver ástæðan var að þær rann-
sóknir fórust fyrir er ekki á minu
færi að svara. Gullin tækifæri
Framhald á bls. 31
Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa-
sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig
með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar
tegundir af leðursófasettum.
„Nauösynlegt aö alfriða rjúpuna”.
SMin.Jin'I-GI 6 SIMI 44544
Lítið inn!
Verið ve/komin!