Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 22
Trausti Þór á Svarta-Blesa, sigurvegari i fjórgangi, er lengst til hægri og frá honum þau sem næst komu i réttri röð, Eyjólfur á Giaum, Rós- marie á Hálegg, Jóhann B. Guðmundsson á Hrfmni og Viðar Halldórs- son á Blesa. 'I fjórgangi unglinga sigraði Aöaisteinn Reynisson á Burton, (t.h.) ann- ar varð Tómas Ragnarsson á Gauta.Jþá Hlin Pétursdóttir á Kötlu, Þor- Icifur Sigfússon á Hausta og Guðmunaur bróöir hans á Kjána. Myndirnar tók S.V. Lengst til vinstri er sigurvegarinn I fimmgangi Reynir á Penna, á bak viö hann er Björg ólafsdóttir á Geysi sem varð no. 5, þá er Sigurbjörn á Garpi no. 2, Sigfús á Þyt no. 3 og á bak við hann sést I Magnús Hákonar- son á Krumma sem varðsjötti og lengst til hægri er Þorvaldur Arnason á Hamra-Jarp sem varð fjórði. MÍiMi’Jlí Sunnudagur 10. september 1978 . Við verðlaunaafhendingu röðuðu allir keppendur sér upp I eina röð. Islandsmót í hest skugga landbú Fyrsta tslandsmóti hestaíþrótt- um var háð á Selfossi dagana 19. og 20. ágúst s.l. Mót þetta var haldið I samræmi við ákvörðun á ársþingi L.H. siöast liöiö haust, þar sem ákveðið var að slikt mót skyldi haldið árlega. Þingið ræddi þó ckki I hvaða greinum skyldi kcppt á þessum rnótum, þar af leiðandi eru eng- ar samþykktir til hjá L.H., hvorki um keppnisgreinar, keppnisreglur, dómkerfi né réttindi dómara. Hlutverk Iþróttaráðs Hins vegar' er starfandi nefnd innan L.H., sem kallast iþróttaráð og sam- kvæmt stofnreglum er hlutverk hennar: 1. tþróttaráði verði falið aö aö- stoða hestamannafélögtin viö að efla alla starfsemi á sviði hestaiþrótta, svosem keppni I ýmsum greinum og kennslu, verklega sem bóklega fyrir hestafólk á öllum aldri. 2. Iþróttaráöið stuðli aö þvl að hinn almenni hestamaður hafi meiri möguleika á að verða virkur þátttakandi á hestamótum meöþvi að bjóöa upp á óllkar keppnisgreinar, þar sem flestir finna eitthvaö við sitt hæfi. 3. Iþróttaráð hafi undir sinni umsjón þjálfun kennara og dómara fyrir Iþrótta- greinarnar. 4. Iþróttaráðið hafi náið sam- starf við íþróttadeildir hesta- mánnafélaga. Kappreiöar, reglur þeirra og framkvæmd tilheyri ekki starfssviði iþróttaráðs. Gæðingakeppni L.H. tilheyri ekki .starfssviði iþróttaráðs. Enda þótt að I þriðju grein segi að iþróttaráð skuli sjá um þjálf- un kennara og dómara fyrir iþróttagreinarnar stendur hvergi að það skuli starfa óháð L.H. með fullan ákvöröunarrétt um hvað skuli kallast hesta- iþróttir, reglur þeirra og dóma, án þess svo mikið sem skýra ársþingi frá störfum slnum, hvaðþáað leita samþykkis þess um keppnisgreinar og form þess, sem það vill kalla Iþróttir . Verk íþrótt&ráðs Iþróttaráð hefur aö einu leyti staðið I stöðu sinni, samkvæmt skilgreiningu á hlutverki þess, það hefur stofnaö til tveggja nýrra keppnisgreina I samvinnu við iþróttadeild Fáks, gæðinga- skeiðs, sem er aö sjá ágæt grein og vel til þess fallin aö hvetja til betri þjálfunar skeiðhesta og prúðmannlegri meðferðar skeiðsins, og hindrunarstökks, sem virðistgeta orðið skemmti- legur leikur fyrir unglinga, en ekki er að sjá að það hafi náð vinsældum. Hafi iþróttaráð gert tilraunir til að fjölga keppnis- greinum á hestamótum fyrir hinn almenna hestamann, I samræmi við 2. gr. um hlutverk þess, hefur árangurinn orðið ryr' A örfáum mótum hefur þó verið keppt I tölti og a.m.k. á landsmótinu i Skógarhólum var keppt I gæðingaskeiði. Að öðru leyti viröist áhugi og orka iþróttaráðs beinast að þvi að koma á sérstökum mótum þar sem fram fer gæöingakeppni eftir reglum F.E.I.F. (Evrópu- samband eigenda Islenskra hesta) ásamt töltkeppni og gerðisreið (hlýðnikeppni) og hinum tveim fyrrnefndu grein- um, gæðingaskeiði og hindrunarstökki. Svo mjög er •iþróttaráði umhugað um að halda erlendumáhrifum að not- uð eru orö, sem eru ýmist ómerkilegur snúningur þýskra orða á islensku, þótt til séu góö orð islensk yfir hugtakið, eöa óbreytt útlend. Þannig heitir al- hliða gæðingurinn „fimmgang- ari” I þessari keppni og klár- hestur með tölti er „fjórgang- ari” og sé hestinum snúið I hring heitir það „volti”. a Reynir Aöalsteinsson tekur viö verðlaunum sem stigahæsti knapi mótsins. Tómas Ragnarsson og Glotti sýna hindrunarstökk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.