Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 11
11 Sunnudagur XO. september 1978 likja eftir oröum þess og athöfnum. Ábyrgö okkar, hinna eldri er þvi mikil. Timamynd Róbert. Byrjaöir þú ekki snemma aö yrkja, þar sem þú haföir dæmi föður þins fyrir þér? — Nei, þaö get ég ekki sagt. Hins vegar held ég, aö flest börn hafi þetta eitthvað um hönd á ein- hverju skeiði bernskuáranna. Aftur á móti var annað, sem ég held að mér hafi veriö meöfætt: Það var löngunin til þess aö tala, — og aö tala eins fallegt mál og mér væri unnt. Ég var sett i skóla hjá Guðrúnu frá Grafarholti þeg- ar ég var fimm ára gömul. Hún kenndi mér aö lesa, og ég vildi kveða að öllum hljóðum og stöf- um! Þegar oröiö „hnifur” kom fyrir textanum, sem ég átti aö lesa, vildi ég endilega segja: h-n- i-f-u-r, — með sterku f-hljóöi, en það var auðvitaö ekki samkvæmt reglunum, og mér er ekki grun- laust um að Guörún hafi verið i hálfgerðum vandræðum meö mig af þessum sökum. En þrátt fyrir slikar öfgar þá langaöi mig mikiö til þess að tala vel og fallega, þeg- ar ég var barn. og mér bótti óskaplega gaman að oröum strax á barnsaldri. Ég var ekki gömul, þegar sérkennileg og falleg orö eöa oröatiltæki veittu mér hina mestu gleði. En svo ég viki aftur beint aö þvi sem þú spuröir, hvort ég hefði ekki ort þegar ég var barn, þá er þvi til að svara, að ég held aö þaö sem ég reyndi á þvi sviöi hafi sist verið merkilegra en tilraunir annarra barna I þá átt. — En núna — á fullorðins árun- um? — Nei, þetta er ósköp litiö, og i raun og veru alls ekki orö á þvi gerandi. Hinu neita ég ekki, aö löngun til slikra hluta blundar alltaf i mér, og kannski á ég eftir aö gefa henni meiri gaum, — hver veit? Maðurinn minn, Björn Einarsson, á mjög létt meö aö yrkja, og á meöan börn okkar voru ung og við meira heima, geröum viö talsvert mikiö af þessu bæöi, okkur til skemmtun- ar. En núna, siöan börnin stækk- uðu og viö hjónin fórum bæöi aö vinna utan heimilis, hefur þessi „heimilisiöja” smátt saman ver- iö lögð á hilluna. — En þú hefur þó aö minnsta kosti gert mikið af þvi að flytja bókmenntir, m.a. I útvarp. Er það ekki gaman? — Jú, þaö er gaman, en að visu misjafnlega gaman. Ég hef bæöi flutt þaö sem ég hef skrifað sjálf og annarra verk. 1 seinni tiö hef ég einkum flutt stuttar sögur fyrir börn og unglinga eftir Ingibjörgu Siguröardóttur. Mér hefur þótt gaman aö þessari vinnu, en þaö er alltaf sérstakur hlutur aö flytja verk annarra manna. Lesarinn verður aö kynna sér verkið vel, áöur en hann fer aö flytja þaö, — og þá vaknar strax áleitin spurn- ing: Höföar verkiö á einhvern hátt til min, eöa lætur þaö mig ósnortna meö öllu? Ef lesarinn kemst ekki i neina tilfinningalega snertingu viö efniö, er hætt viö aö það komi niður á flutningnum. Sögurnar, sem ég hef veriö aö lesa eru þannig byggðar, aö heimurinn er séður meö augum fjögurra ára barns. Ég játa, aö það tók mig nokkurn tima aö venjast þvi. En svo opnaöist þetta allt i einu fyrir mér, og nú held ég að ég sé alveg búin aö átta mig á heimi þessara sagna. Við eigum að veita þeim gleði og lifsþrótt — Hefur þú orðið vör viö ein- hver viðbrögö ungra hlustenda, eða eru allir hættir að nenna aö skrifa útvarpinu eöa hringja þangað, svo börn sem fullorðnir? — Nei, fólk er ekki hætt að nenna þvi. Og ég hef talsvert orö- ið vör við, hvernig lesturinn hefur likaö. Aftur á móti ber þess aö gæta, aö margir hlustenda Gunnvör Braga. minna, — bæði þeir sem hlusta á tónlist, og talaö orö — eru fjög- urra til fimm ára gamlir, og þess er ekki aö vænta, að fólk á þeim aldri skrifi eða hringi mikið. Þaö er þvi mjög áriöandi aö foreldrar hlusti með börnum sinum, tali viö þau um þaö sem fer fram, og láti siðan vita, hvernig þeim likar það efni, sem yngstu hlustendunum I þjóðfélaginu er boöið upp á aö heyra. Þetta á sér að visu staö, en mætti aö skaðlausu vera miklu algengara en raun ber vitni. — En þaö efni, sem ég flyt i útvarp, er ekki einskoröaö við svona ungt fólk. Hlustendur minir eru allt upp i átján ára aö aldri. Mér fyrir mitt leyti finnst aö út- varpiö sé dálitið einangraö. Flestir hlusta einir meö sjálfum sér, en litiö margir saman, eins og oft átti sér staö hér fyrr á ár- um. Afturá móti sitja menn I hóp viö aö horfa á sjónvarp. Mögu- leikar til tjáningar vaxa hrööum skrefum meö aukinni tækni. En menn veröa aö gera sér grein fyr- ir þvi, aö fólkið i landinu og út- varpiö mega ekki einangrast hvort frá ööru. Þaö er ekki neitt einkamál okkar, sem sitjum alla daga 1 stóru húsinu aö Skúlagötu 4, hvaö þjóöinni er boöiö til aö hlusta á i 365 daga á ári. Hlust- endur eiga aö láta okkur vita, hvernig þeim finnst gefið á stall- inn — Meö öörum oröum: Lifandi samband á milli útvarpsins og hlustendanna er höfuðnauösyn, sem aldrei má gleymast. Efni fyrir börn og unglinga er meö nokkrum hætti alveg sér á parti. Þaö er ákaflega viökvæmt og vandmeöfariö, einkum vegna þess, aö börn geta ekki varið sig fyrir þvi sem „hellt er yfir þau” með sama hætti og fullorðið fólk getur valiö og hafnaö og beitt eig- in dómgreind. Langt fram eftir árum taka börn með einlægni og opnum huga viö öllu, sem þeim er sagt, óg þaö leggur ökkur, sem veljum og lesum upp efni fyrir börn, þunga skyldu á herðar. Þaö er ekki sama hvaö börnum er sagt, og hvernigtalaö er við þau. „Aögát skal höfö i nærveru sál- ar.” Viö eigum lika að vera heiöarleg viö börnin og segja þeim satt. Ef viö reynum aö blekkja þau með þvi aö telja þeim trú um, aö sá heimur, þar sem þau eiga- eftir að lifa og starfa, sé allt ööru visi og miklu betri en hann er i raun og veru, þá erum við ekki heiðarleg — þá erum viö að hafa i frammi blekkingar. Þess vegna er það, að þegar viö leysum úr spurningum barna og reynum aö fræöa þau um heiminn með kostum hans og löstum, sól- skini og skuggahliöum, — þá verðum viö jafnframt aö vera fær um aö veita þeim þá lifsgleöi og þann lifskraft, sem eflir þau til aö lifa lifi sinu I þessum heimi. —VS er mikil * t'iTER TOy Kiddicraft G/?ow PR OSKALEIKFÖNG Eigum mjög gott úrval af þessum margviðurkenndu þroskaleikföngum fyrir börn á ýmsum aldri INGVAR HELGASON Vonorlandi v/Sogoveg — Simar 84510 og 84511 Heimsfrægar Ijósasamlokur 6 og 12 V. 7" og 5 3/4" Bílaperur — fjölbreytt úrval. Sendum gegn póstkröfu um allt land. ->T¥ ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.