Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 36

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 36
Sýrð eik er sígild eign TRÉSMIDJAN MÉIDUR SÍÐUMULA 30 - SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag Sunnudagur 1Ö. september 1978 198. tölublað — 62. árgangur Frá Kaupmanna- höfnberastþær fréttir að úti á Friðriksbergi hafi verið opnað safn helgað grinistanum og teikæaranum Storm P. Storm P. dó fyr!r 28 á rum og lét eftirkomendum sinum i té 40.000 teikníngar og málverk og 4500 reykjarpipur. Nú hefur þetta veriösettá safnöllum til gleði og hressingar. Stundum er Storm P. kallaöur faðir danskrar kimni. Það er kannski ofsagt en margt er snjallt sem Storm P. lét sér detta i hug. Margir kannast við Tuborg-aug- lýsinguna þar sem einn róni spyr annan: Hvenær finnst þér Tuborg bestur? — Hver- gangsvarar hinn. önnur ummæli Storm P. eru viðfræg: — Það er alltaf erfitt að spá einkum um framtiöina. Yður vantar vottorð sem vott- ar að þér hafið vottorð upp á vottorðsem vottar aðþér hafið vottorð. Storm P. — sjálfsmynd 40.000 myndir og 4500 pípur á Strom P. Gull í gröfum forfeðra Alexanders mikla Sfðla árs 1977 fann griski fornleifafræðingurinn Manolis Andronikos merkilegar grafir i haugum skammt frá þorpinu Vergina I norðurhluta Grikklands. Þar var um óvenjulega vel varðveittar grafir að ræða, og fundust þar frábærir gripir. Andronikos telur að þar sé um að ræða grafir Filippusar Makedóniukonungs og Olympiasar drottningar hans. Filippus er kunnur fyrir það að hafa gert Makedónfu að miklu veldi á Balkansakaga og að vera faðir Alexanders mikla, sem var á góðum vegi með að leggja undir sig heiminn á svipuðum aldri og ungir menn á vorum dögum eru að ijúka háskólanámi. Andronikos fann nú i sumar enn eina merkilega gröf i þessum sama hól og gröf Filippusar fannst. Þar er allt með nokkuð ööru sniöi og ekki eins skrautlegt, enda er þetta sennilega gröf eldri konungs i Makedóniu. Kistan i gröfinni, sem talið er aö sé hinsta hvilurúm Filippusar, er úr marmara og likið var lagt i gulliðskrin. 1 hinni nýfundnu gröf er likið lagt i silfurker. Þarna eru 30 silfurmunir, sveigur úr gulli og frábærir skrautmunir úr gulii. Mannfræðilegar rannsóknir á beinaleifum þess, sem hvildi i marmaragröfinni, sýna, að sá hefur verið á aldrinum 40-50 ára, en Filippus var einmitt á þeim aldri er hann var myrtur. I gröf- inni var verðlaunagripur frá leikunum i Argos áriö 460 f. Kr. Þetta mun vera erfðagóss i ætt Filippusar. 1 drottningargröfinni var gull- inn myrtulaufakrans, og þar fannst einn fegursti gripur, sem þekktur er frá fornöld Hellena. Er það spöng til að leggja yfir hár, gerð úr gulli og mótuð sem mörg blóm, sem örlitlar býflugur úr gulli eru að sjúga úr hunang. Manolis Andronikos TIL UMHUGSUNAR Herhvöt ,,Á þá frelsið enga hönd annars manns að leysa bönd? Nötrar hönd þín nízk og köld? Neitar þú um bróðurgjöld? Veiztu'ei frelsið einmitt er: öðrum hjálpa jafnt og sér, vörn og sókn með vilja stáls- veröldin unz öll er frjáls!" James Russei Loweii (þýð. Matthias Jochumss.) Leifur sýnir í New York Lever House i New York, þar sem Leifur mun sýna verk sin. S.l. þriðjudag var hafist handa við að taka niður glerveggskreytinguna „Vorblót" sem sett var upp í Esjuberg í Hótel Esju fyrir opnun veit- ingahússins árið 1975 Myndin fer nú á sýningu í New York, en höfundur hennar, Leifur Breið- f jörð, er einn fárra lista- manna sem boðið hefur verið að sýna þar. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð, því önnur mynd Leifs verður einnig á sýn- ingunni. Sú mynd heitir „Máttur viljans" og er nýlega fullgerð, en hana vinnur Leifur fyrir Reykjalund. Glermyndin „Vorblót” er 5 metra löng og 1.50 á hæö. Hún er úr steindu gleri, sem hægt er að taka niöur i sjö hlutum. Margir gestir Esjubergs, jafnt innlend- ir sem erlendir hafa hrifist af myndinni og ýmsir hafa spurt um höfund hennar. Myndin „Vorblót” er ekki þaö einasta sem Leifur Breiöfjörð hefur unnið fyrir Flugleiðir. Loftskreytingarnar i Skálafelli, veitingasalnum á 9. hæö Hótel Esju, eru einnig eftir hann og hafa vakið óskipta athygli gesta. Sýning sú sem Leifur Breiö- fjörð tekur þátt i heitir Glass America, og verður haldin i Lever House i New York dagana 9.-27. október. Lever House er stutt frá Muséum of Modern Art, á horni Park Avenue og 53. strætis. Aöeins 40 listamenn fá að sýna verk sin á Glass America og er boð um þátttöku álitið mikill heiöur hverjum listamanni. Auk nútima gler- listaverka munu verða sýnd frönsk glerskurðarverk, yfir 200 ára gömul. Leifur Breiöfjörö vinnur viö aö taka niöur glerveggskreytingu sina „Vorblót”. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.