Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 26
26
Sunnudagur 10. september 1978
Nútíminn ★ ★ ★
I síðasta Nútíma var birtur hljómplötudómur um nýjustu plötu bresku hljóm-
sveitarinnar City Boy. En þeir skulu ekki halda að þeir séu okkur úr greipum
gengnir við svo búið heldur skal hér notað tækifærið og brugðið Ijósi á sögu þeirra
Borgardrengja# og er í þvi sambandi stuðst við viðtal sem blaðamaður MM átti við
þá fyrir skömmu.
Birmingham hljómsveitin
City Boy var stofnuö áriö 1974. t
april 1975 geröu þeir félagar i
hljómsveitinni samning við
Phonogram Records og héldu
þeir þá að björninn væri unnin
og vinsamlegar viötökur fyrstu
plötu þeirra, „City Boy”, spilltu
ekki fyrir. Um þær mundir var
hljómsveitin óumdeilanlega
besta rokkhljómsveit Birming-
ham borgar og þó viðar væri
leitað og þvi skiljanlegt aö þeir
Lol Mason, Steve Broughton,
Mike Slamer, Chris Dunn og
Roger Kent litu framtiðina
björtum augum, en þvi miöur
hefur reyndin alltaf oröið sú aö
þegar sigur hefur blasað viö þá
hefur alltaf skort herslumuninn.
Arið 1976 var ár mikils ann-
rikis hjá City Boy, en árangur
var ekki sem erfiöi. Mason og
Broughton sem eru jafnan i for-
svari fyrir hljómsveitina hafa
sjálfir játað þaö, að eftir aö
fyrsta plata þeirra kom út heföu
þeir neitaö meö öllu aö koma
fram sem „aðstoöarupphit-
unarhljómsveit” (support act),
en fáir hefðu fengist til aö leyfa
þeim að spreyta sig sem aöal-
númer. >vi heföu þeir þurft aö
leika i fjölmörgum klúbbum þar
sem allt flóöi i brennivini og
bjór og sjaldnast heföu gestirnir
tekiö eftir hljómsveitinni, hvaö
þá munað eftir þeim viö önnur
tækifæri. Sama ár komst eitt
laga þeirra , „Shake your head
and leave”, á lista i BBC 1 og
enn héldu þeir að nú væri stóra
tækifærið komið, en... lagið varð
ekki langlift á listanum og þar
meö var sá draumur á enda. t
mars i fyrra sendu City Boy frá
sér sina aðra plötu, „Dinner at
the Ritz”, sem af mörgum er
talin þeirra besta plata. Þrátt
fyrir að ekki tæki nema um
þrjár vikur að hljóörita plötuna,
var útkoman mjög góö, enda lá
eins árs vinna aö baki plötunnar
og var m.a. titillagiö i stööugri
vinnslu og þróun allan þennan
tima. Segja má aö City Boy hafi
helgaö sig alla þessari plötu,
þvi að meira aö segja höföu þeir
ekki sinnu á þvi aö gefa út litla
plötu meö lögum af stóru plöt-
unni, sem vafalaust heföi getaö
náö vinsældum og þannig undir-
búiö jaröveginn fyrir „móöur-
skipiö”.
Seinheppni
Um „Dinner at the Ritz” hafa
þeir Mason og Broughton þetta
aö segja: — baö er eitthvaö sem
er alveg hræðilega fáránlegt viö
þessa plötu, ekki bara það aö viö
skyldum gleyma litlu plötunni,
heldur margt annað. Okkur
langaði til að gera góöa „si-
gilda” rokkplötu sem fengi
menn til þess að meta stereó-
tækin sin. Okkur langaöi til aö
gera bestu rokkplötu sem nokk-
urn timann hefði veriö gerð, og
hvaö sjálfum okkur viökemur,
þá vorum viö meira en ánægöir
meö plötuna, en af einhverjum
ástæöum var hún þöguð i hel i
blöðunum og almenningur
kynntist henni aldrei, enda hef-
ur þessi plata selst verst allra
okkar platna til þessa. Reyndar
erum viö á þvi aö fólk ætti að
skyggnast til baka og veröa sér
úti um eintak, þvi aö okkar viti
þá er þetta plata sem á þaö skil-
ið aö á hana sé hlustað —.
Misheppnuð plata
1 september i fyrra gáfu City
Boy út sina þriðju plötu, „Young
men gone west”, og er ekki
fjarri lagi aö álykta að þeir hafi
þá verið farnir aö skyggnast yf-
ir Atlantsála, þvi aö platan
hlaut ekki miklar undirtektir i
Bretlandi, og reyndar viöur-
kenna þeir það sjálfir aö platan
hafi veriö mistök hjá þeim. —
Viö geröum þaö eina rétta aö
okkar mati. Við reyndum aö
fylgja „Dinner at Ritz” eftir, en
fórum of varlega i sakirnar meö
þvi aö reyna að hafa eintóm
„pottþétt” lög á plötunni, en
það var aðeins ein af okkar
mörgu röngu ákvöröunum. Við
vorum á þvi að platan væri ekki
léleg, en nú sjáum við það að
hún varö eins konar K-Tel plata,
þ.e. eintóm „topplög” —
Aukin samkeppni
A þeim tima sem „Young men
gone west” kom út var nýbylgj-
an aö ryðja sér til rúms i Bret-
landi og þvi jókst samkeppnin
mikiö. Broughton hefur þetta aö
segja um þær aöstæður er þá
sköpuðust: — Nýbylgjan var
ekki beint hótun við tilveru okk-
ar. Bretland er jú fimmti stærsti
markaðurinn fyrir hljómplötur i
dag, þannig að það gerði ekki
svo mikiö til þó að þrengt væri
að okkur á vissum svæðum,
landfræöilega séð. Það sem
verra var, var að nýbylgjan
fékk svo mikið umtal i blööum
og fjölmiölum að við og okkar
likarurðum útundan og þaö get-
ur jafngilt algerri einangrun og
um leiö endalokum okkar.
A skömmum tima höföu
hljómsveitir sem voru aöeins
tveggja vikna gamlar fengiö
helmingi meiri „pressu” en viö
á þremur árum, og auövitaö var
erfitt aö sætta sig við þaö og viö
vorum staöráönir i þvi aö gefast
ekki upp. —
Aðeins þær bestu lifa af
Á meöan mestu lætin i kring-
um „nýbylgjuna” stóöu yfir
brugðu City Boy sér yfir til
Bandarikjanna þar sem þeir
hituöu upp á hljómleikum með
kröftum eins og Be Bop Deluxe,
Neil Young o.fl. Viötökur voru
ágætar og gaf það þeim byr
undir báöa vængi og bjartsýnin
komst i sitt fyrra horf, eöa eins
og Broughton segir: — Við höf-
um vitaö þaö allan timann að
aöeins bestu hljómsveitirnar
lifa „nýbylgjuna” af og er þaö
að koma i ljós núna. Að okkar
mati eru aöeins til tvær geröir
af hljómsveitum, þ.e. góbar og
lélegar, og City Boy er góö
hljómsveit og þess vegna mun-
um viö þrauka.
I siðasta mánuði sendu City
Boy siöan frá sér „Bock Early”
sina fjórðu stóru hljómplötu og
nú hillir loksins undir það aö
City Boy nái alla leið i mark. 1
fyrsta skipti hefur lag með þeim
komist á „topp tiu”, en þaö er
lagið „5-7-0-5”, og þvi er enn lik-
legra að einhver hreyfing fari
að komast á sölu plötunnar.
Reyndar er nokkur kaldhæöni
þessu samfara, þvi að eftir að
„5-7-0-5”, komst á lista er litið á
þá sem nýja hljómsveit, þannig
að fjögur ár eru farin i súginn og
þeir standa enn i sömu sporum
og nýbyrjaöar hljómsveitir, en
City Boy eru ekki hræddir viö
samkeppnina úr þessu, þvi að
eins og þeir Lol Mason og Steve
Broughton lita á málin, er engin
ástæða til að örvænta og þvi full
ástæöa til að taka undir orö
þeirra — „Nú tekst okkur þaö”
—ESE
City Boy:
jsíú mun okkur
takast það —
eftir fjögur erfið ár”
Dömufrí í Hollywood
t sföustu viku boöuöu hljóm-
sveitin Dumbó og Steini og
hljómplötuútgáfan Steinar h.f.
blaöamenn á sinn fund I Hoily-
wood og gafst þar kostur á aö
hlýöa á væntanlega hijómpiötu
Dumbó og Steina sem kemur út
ikringum 20. september n.k. og
bera mun heitiö Dömufri.
Hljómsveitina, sem upprunn-
in er af Skaganum skipa nú
eftirtaidir: Sigursteinn Hákon-
arson — söngur, Finnbogi
Gunnarsson — gtr./söngur, Jón
,Trausti Hervarsson —
tenórsax/söngur, Reynir Gunn-
arsson — tenór/aito, bariton
saxófónar og fiauta, Asgeir R.
Guömundsson — pianó, Trausti
Finnsson — orgel og Ragnar
Sigurjónsson trommur.
Eitthvað seinkaöi biaöa-
mannafundinum á dögunum þar
sem tveir Dúmbóar misstu af
þarfasta þjóni Skagamanna,
Akraborginni, en þaö kom ekki
aö sök og komust þeir landieiö-
ina i tæka tiö.
Efniö á Dömufri er aö helm-
ingi til erlent aö ætt og uppruna,
en hinn helmingurinn er alis-
lenskur og þaö úr ýmsum átt-
um. Lögin á piötunni eru sögö
flokkast undir stuölög, jafnt
sem gamla slagara, og eru þau
ósköp keimlik þvi sem Dúmbó
hafa áður boriö á borö. Annars
er rétt aö geta þess lesendum til
fróöleiks aö lögin sem skreyta
þessa nýju tólf laga dömufrls-
plötu heita: óskadraumur, Valt
er ián (e. Finnboga Gunnlaugs-
son), Leyndarmái (Þ. Baldurs-
son), Sumar i sveit (Arni ts-
ieifs., Númi Þorbergss.) Sautj-
ándi júni, Halió apabróöir
(Haukur Ingibergsson) en öil
framangreind lög eru Islensk.
Erlendu lögin heita eftir aö
þau hafa verið færö I isienskan
„upphiut”: Fiskisaga, Komdu
út, Astln min ein, Allir út og
Tökum taxa.Textar eru fiestir
eftir meöiimi hljómsveitarinn-
ar og EHert B. Þorvaldsson
(Randver). Umsiag hannaöi
Pétur Halldórsson, en hann sá
einnig um umslagiö á siöustu
Dúmbó plötunni og meöal ann-
arra verka hans má nefna um-
slög Randverspiatnanna og
einnig sneiö hann nærhald Fjör-
efnis.
A fundinum kom fram aö
Dúmbó hyggjast fylgja plötunni
eftir meö dansleikjahaldi víös
vegar um land á næstunni, en
hljómsveitin mun starfa sem
siik til loka októbermánaðar.
Þess má og geta I þessu sam-
bandi aö Steinar h.f. iáta ekki
deigan siga i útgáfustarfsem-
inni, þvi aö væntanlegar eru
m.a. plötur meö Spilverkinu,
hijómsveit Stefáns Stefánssonar
og sóióplata Lindu Gisladóttur.