Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 32

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 10. september 1978 Amerík frainleibandi: Austurbæjarbió: Ameriku-ralliö (The Gumball Rally) Leikstjóri og Chuck Ball Argerö: 1976 Sýningarlengd: Stjörnugjöf: mögulegum) og 100 mimltur (af fimm ★ ★ + Um þessar mundir liggur reglulega vel á þeim sem hafa gaman af aö sjá hraöan og glannalegan akstur á hvita tjaldinu og eiga afgangspeninga fyrir biómiðum. 1 Nýja Biói er veriö aö sýna hraöakstursmyndina „Allt á fullu”. 1 Laugarásbiói er veriö aö sýna kappaksturmyndina „Cannonball”. Og i Austur- bæjarbiói er veriö aö sýna rallmyndina „Ameriku-ralliö”. be«sar mviwiir sækia allar aödráttarafl sitt i hraöan glannalegan akstur. „Ameríku-ralliö” lýsir harla óvenjulegum kappakstri. Hann hefst i New York og lýkur vestur viö Kyrrahaf. Þaö sem gerir hann svona óvenjulegan er aö hann er ekki bundinn neinum keppnisregl- um. Þátttakendurnir þurfa ekki einu sinni að fylgja almennum umferðarreglum, — frekar en þeir sjálfir vilja. Keppnin er nefnilega bæöi óopinber og ólögleg. Farartæki keppendanna eru eins misjöfn og þau eru mörg. M.a. bregður fyrir 600 hestafla .Camaro, Kawasaki-mótorhjóli, umbreyttri sendiferðabifreið Porche T@rga o.m.fl. Þeir sem eru haldnir hinni umdeildu „biladellu” ættu þvi aö geta haft nokkra ánægju af ab virða fyrir sér farartæki keppendanna i myndinni. Til foreldra. Mikilvægur dagur er runninn upp. Barniö þitt er að hefja skólagöngu. í lífi ungrar mannveru tekur við nýtt skeið, spennandi og forvitnilegt. Fullt eftirvæntingar kannar barniö nýtt umhverfi: nýjar götur, umferð, bíla og áóur ókunn viðfangsefni. Hinn nýi sjónheimur getur valdið óró í huga óþroskaðs barns. Þess vegna þarfnast það aðstoðar okkar. Hefjum hjálpina með því að finna öruggustu leiðina í og frá skólanum — í samvinnu við barniö. Góð ráð finnum við m.a. í þessu bréfi. Börn eru að jafnaði í meiri slysahættu en fullorðið fólk. Þekkingar- og reynsluleysi getur veriö orsökin. Hlutverk okkar er að kenna þeim almenna varkárni. Við megum ekki gera umferðina ógnvekjandi í augum þeirra. Mjög er takmarkaó hvað auka má sjálfstraust barns sem vegfaranda ef því hefur aðeins verið kennt að hræðast hættur í umferðinni. Nauðsynlegt er að kenna góðar einfaldar reglur varðandi umferðarmál. Útskýrið hvernig skal hegða sér. Við höfum e.t.v. ein- blínt á þær hættur, sem börnum eru búnar en vanrækt að upplýsa um rétta hegðun þegar hættulegar kringumstæður blasa við. Okkur ber að taka afstöðu til mikilvægs atriðis: Hvenær á barnið að hjóla í skólann? Við rannsóknir hefur komið í Ijós að hæfni barna til þess að stjórna reiðhjóli í umferð er mjög takmörkuð undir 10 ára aldri og er því ekki mælt með slíku fyrr en þá í fyrsta lagi. Það er annað að geta hjólað og verða góður vegfarandi. Að lokum minnum við á gott fordæmi í umferð. Börn líkja eftir atferli fullorðinna. Þetta ber að hafa hugfast því að vió viljum börnum okkar það besta í umferðinni. Við vonum að þetta bréf leiði til góös samstarfs við upphaf skólaárs og góðs árangurs á námsbrautinni. (Sjá næstu síðu). Með kærri kveðju kennari. ÁLEIÐ í SKÓLANN. Hjálpið barninu að finna öruggustu leiðina til og frá skóla. Fylgið barninu fyrstu skóladagana. Ef hættulegir eða vara- samir staöir eru á leiðinni þarf að útskýra í hverju hættan er fólgin. Þótt barnið noti skólabíl (strætisvagn) þarf að kenna því umgengni og skýra þær hættur sem fylgja stórum bílum. Gangið alltaf á gang- stéttinni. Notið alltaf gangbrautir þar sem þær eru. ------ ♦» Á þjóðvegum aka bíl- stjórar hratt. Lítið mjög vel í kringum ykkur áður en þið farið yfir þjóðveg- inn. Gangið eins langt frá gangstáttarbrúninni og unijt er. Gangið ekki fleiri en tvö samhliða. Gangið fremur í röð þeg- ar þið eruð mörg saman. Þar sem engin gangstétt er: Gangið alltaf á móti umferð vinstra megin, eins nálægt vegarbrún og unnt er. Gætið þess aö barnið hafi nægan tíma til að komast í skólann. Það er ekki fyrr en við 10—12 ára aldur sem flest börn geta hjólað í umferð. Börn gleyma fljótt reglum og ráðum. Athugið því kunnáttu barnsins öðru hverju. Gleymið ekki að gott for- dæmler mikilvægt. Stansið, bíðið og lítið vel til beggja hliða áður en þið gangið yfir akbraut- ina. Forðist hættur sem fylgja ýmsum framkvæmdum. Leikið ykkur heldur á leikvellinum, sparkvellin- um eða þar sem skólinn (lögreglan) mælir meö. Umferðarljós? Þú mátt aðeins fara yfir á grænu Ijósi. Ef þið komið með stræt- isvagni (skólabíl) í skól- ann skuluð þið alltaf bíöa þangað til bíllinn er far- inn. Forðist að ganga út á akbraut milli kyrrstæðra bifreiða. Ef þið neyðist til þess — sýnið þá sér- staka varúð. Veljið ör- uggari leiðina þótt hún sé lengri. — og þegar dimmir nota allir í fjölskyldunni end- urskinsmerki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.