Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10. september 1978 21 gróður og garðar snotur, hún fer t.d. vel saman við fifu. Glöggir menn munu og koma auga á eina mjóa hrossa- nál i könnunni! Hún er stinn og auðþekkt á þvi að stráið nær talsvert upp fyrir móleitan blómskúfinn. í þessum könnu- vendi var þá heiit blómasafn! Loks er hér sýndur grasa- og hálfgrasa blævængsvöndur. t honum ber mest á snarrótar- punti, bæði þeim venjulega blá- grængljáandi og gulhvitu fögru afbrigði, sem gullpuntur nefn- ist. Hann getið þið reynt að finna. 1 vendinum er lfka vall- hæra, gulstör og mýrastör. Vandamyndirnar tvær hefur Tryggvi ljósmyndari Timans tekið, en undirritaður hefur tint blómin að venju. Margir spyrja um sveppi, hverjasé óhætt að eta, og hverj- ir séu hættulega eitraðir. Bent skal á, að i Garðyrkjuritinu áriö 1969 er fróöleg grein um Is- lenska matarsveppi eftir Helga Hallgrimsson. Ættu menn, sem áhuga hafa á matarsveppum, að kynna sér þá grein. Ýmsar erlendar sveppabækur eru og til, t.d. á dönsku og ensku. Má nefna bók Martens Lange „Dlu- streret Svampeflora" sem er næsta handhægt kver. Kom út hjá Gads forlagi. Góður matarsveppur, er t.d. kúalubbi sem er allstórvaxinn, grár eða brúnleitur með lóð- réttar smápipur neðan á hattin- um og likist þvi ofurlitiðsvampi að neðan. Kýr eru sólgnar i hann, einkum þegar heitt er. Kúalubbi er algengur og fylgir birki og fjalldrapa. Nota skal hann ungan, þvi að hatturinn fúnar og jafnvel maökar með aldrinum, einkum pipulagið neðan á honum. Hatturinn situr á gildum staf og er hvelfdur fyrst i stað en verður flatari með aldrinum. Hinn alkunni ætisveppur (Champignon) hefur blöð (en ekki pipur) neðan á hattinum. Hatturinn er i fyrstu kúlulaga, en verður siðar hvelfdur eða nærri flatur, grá- eða móleitur að ofan, en blöði.n neðan á hon- um súkkulaðibrun. Til erufleiri en ein tegund ætisveppa. Þeir vaxa einkum i valllendi og á ninum, en sumir þo i kjarri og skógi. Ætisveppur er ræktaður til matar á Varmalandi i Borgarfirði, grær vel i hrossa- taði. Allir þekkja gorkúlur (belg- sveppi) hnöttóttar ljósleitar kúlur staflausar. Gorkúlur eru vel ætar meðan þær eru hvitar i gegn og kallaðar þá merarost- ur. Seinnadökkna þær og fyllast svörtu gródufti, sem rýkur upp ef þær eru kreistar. Kallaðar eru þær þá kerlingareldur. Gor- kúlur eru algengar á gömlum túnum og viðar á graslendi. Margar fleiri islenskar sveppategundir eru ætar og vis- ast um það til fyrrnefndrar greinar og bókar. En hér yaxa einnig eitraðir sveppir t.d. hinn fagri berserkjasveppur, sem er mjög auðþekktur, þvi að á staf hans situr rauður hattur með hvitum dilum. Eftirlfkingar hans eruseldar sem jólaskraut. Berserkjasveppur getur orðið stórvaxinn, en hattur hans kemur I ljós siöari hluta sum- ars. Vex einkum i skóglendi. Á trektsveppum er hatturinn dældaöur i' miðju. Sumar hvitar eða gulhvitar, tegundir trekt- sveppa eru hættulega eitraðar. Etíð aldrei svepp, nema þið þekkið hann og vitið að hann sé hættulaus. Órlygur Sigurðsson með stórsýningu að Kjarvalsstöðum JG — t gær opnaði örlygur Sigurðsson listmáíari málverka- sýningu að Kjarvalsstöðum, en sýningin stendur frá 9.-24. sep- tember. Orlygur er löngu þjóðkunnur maður af myndlist sinni og rit- störfum, en hann er fæddur 1920 og að afloknu stúdentsprófi stundaði hann listnám i Banda- rikjunum um fimm ára skeið og siðar i Paris á árunum 1948-1949. A fjörugum blaöamannafundi að Kjarvalsstöðum hafði Orlygur m.a. þetta að segja: — Ég sýndi siðast i Reykjavik i Norræna húsinu fyrir nokkrum árum, en hefi siðan sýnt myndir i New York, Þýskalandi og i Frakklandi. A sýningunni eru að þessu sinni um 200 myndir, flestar gerðar á siðustu árum, en auk þess hefur fjöldi manns verið svo elskulegur að lána myndir á þessa sýningu. — Það var seint i vetur, sem sýningin var ákveðin og hefi ég notað timann vel siðan, bæði til þess að mála nýjar myndir og eins til þess að fullgera eða ljiíka við aðrar sem voru i smiðum. Þetta eru oliu- acryl, vatnslita- og litkritarmyndir, enauk þess er ég með blýants- og blekteikningar, en það liður nú varla sá dagur að ég teikni ekki eitthvað, þvi mér er laus höndin á þvi sviði. Myndirnar eru frá ýmsum stöð- um, frá Akureyri, Reykjavik og fleiri stöðum á Islandi enauk þess eru myndir frá Frakklandí New York og viðar. Sérstök seria er af mannamyndum og meðal merkra manna ná nefna Einar rika Sigurðsson, Jökul Jakobsson, Gústaf E. Pálsson, Halldór Pétursson, Skula Halldórsson, Dag Austan (Vernharð Eggerts- son) og fjölmarga aðra þekkta menn og merkilega sem orðið hafa listamanninum að mynd- efni. Það var allstór hópur manna viðstaddur blaðamannafundinn og voru menn sammála um að þetta væri mjög skemmtileg og upplifgandi sýning. Aukmyndanna sem allar eru til sölu nema þær sem eru I einka- eign, verða bækur örlygs til sölu á sýningunni, en hann hefur ritað 5 bækur um dagana og veröa þær allar með eiginhandaráritun listamannsins. SIMAR: 1-69-75 & 1-85-80 :¦;>¦;. Nýkomin barnahlaðrúm 2 gerðir Sendum í póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.