Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. september 1978 23’ í Eru þau bæöi meö hlifar á fótunum? aíþróttum haidið í naðarsýningar Mót þeirra sem vilja sigra heiminn Nú hafa flestir lesendur vafalaust ákveöiö aö ég telji keppni af þessari gerð óæski- lega. Það er rangt. Þvert á móti tel ég rétt og nauðsynlegt aö knöpum okkar, sem vilja leggja heiminn að fótum sér i keppni á islenskum hestum á erlendri grund, sé gefinn kostur á æfingamótum hér Heima, svo þeir séu betur búnir undir hina stóru stund i útlöndum. Auövit- að viljum viðöll að þa'r sem þeir keppa við útlendinga f reið á ís- lenskum hestum, sé hlutur þeirra sem stærstur. Hitt er svo annað mál að mörgum ágætum islenskum hestamönnum gremst að tiltölulega fámennur hópur manna skuli leggja allt kapp á að smygla þessum orð- um inn i landið undir fölsku yfir- skini iþróttamennsku, rétt eins og það að keppa eftir reglum F.E.I.F. sé eitthvað ljótt, sem ekki megi tala upphátt um. Það er svo augljóst mál að keppnis- greinar F.E.I.F. hafa ekkert það til að bera, fram yfir gömlu islensku gæðingakeppnina, sem réttlætir aðgreiningu i iþróttir og eitthvað annað óskilgreint, og það verður ekki á grundvelli þeirra, sem hestamenn fá inn- göngu í ISt, sé það tilgangurinn. Gæðingaskeiðið vinsælt en einn keppandi I hindrunarstökki Að sinni læt ég þessa gagn- rýni á iþróttaráð nægja og einn- ig er nóg komið um aðdraganda að Islandsmótum i hestaíþrótt- um og timabært að snúa sér aö mótinu sjálfu. Þvi miður er þar fáu að hrósa. Gæðingaskeiöið virðist eiga vaxandi vinsældum að fagna og var þátttaka þar nokkuð góð og árangur mjög sæmilegur hjá nokkrum hest- um. 1 hindrunarstökk mætti að- eins einn keppandi, Tómas Ragnarsson á Glotta, þar varð þvi engin keppni, en Tómas sýndi áhorfendum hindrunar- stökk. Gerðisreiðina sá ég ekki, hún fór fram á laugardag, en þá var ég ekki viðstaddur. Full- orðnir kepptu i einum flokki, Hlýðnikeppni-B, og unglingar i sér flokki. I flokki fullorðinna urðu efetir og jafnir Eyjólfur tsólfsson á Glaum og Reynir Aðalsteinsson á Penna meö 46,5 stig. Ætlunin var að lá'ta þá keppa til úrslita, en Reynir gaf Eyjólfi fyrsta sætið eftir án keppni. I þriðja sæti varð Rós- marie Þorleifsdóttir á Hálegg. Þorleifur Sigfússon sigraði i gerðisreið unglinga á Hausta, Valgerður Gunnarsdóttir varð önnur á Faxa og þriðja sætið hlaut Dagný Ragnarsdóttir á Smyrli, þeim sama sem pabbi hennar, Ragnar Tómasson, hef- ur verið með I brokki á mörgum mótum i sumar. Þrælareið Veður var heldur leiðinlegt til keppni siðdegis á sunnudag, þegar úrslit i tölti og gæðinga- keppnifóru fram, rigning og full kalt. Þarvið bættistað völlurinn var mjög þungur, ofaniburður- inn er lausasandur án bindiefna og stoðaði litið að valta, sem öðru hverju var gert. Þegar rið- ið er til úrslita i fyrrnefndum greinum, getur þurft að riða 18 hringi (3,6 km) i töltkeppninni, 24hringi (4,8 km) i „fjórgangi”, og 30 hringi (6 km) i „fimm- gangi”. Fari eins og þarna var, og algengt er, að allir hestarnir sem keppa til úrslita i tölti, keppi einnig til úrslita i annarri hvorri hinna greinanna, getur sami hestur þurft að fara 42-48 hringi (8,4-9,6 km) i harðri keppni, oft beitt til hins ýtrasta á yfirferðargangi, og það i lausasandi á stuttum tima. Þar viö bættist að fyrr um daginn höfðu sömu hestar ýmist keppt i undanrásum i „fjórgangi” eöa gæðingaskeiði. Skyldi nokkurn undra að litil fjörmerki sáust á hestunum undir lokin. íþróttaandi nútímans tþróttaandi nútimans byggist á þvi gamalkunna slagorði að, að leikslokum er spurt um úrslit en ekki aðferðir. Sumir knapar beita grófustu hvatningum, geti þeir komið þvi við án þess að dómarar sjái. Þaö er ljótt að sjá, þegar hestur sem hefur annað hvort ónógan vilja eða er orðinn slæptur af þessari enda- lausu hringreið, er keyrður áfram með þvi aö sá fótur knap- ans, sem frá dómurum snýr, gengur viðstööulaust af afli i siðu hestsins. Þessi hvatningar- aðferð er löngu þekkt, bæði á iþróttamótum og i gæðinga- keppni L.H. Er ekki ástæða til að setja verði utan dómhrings, sem gera dómurum aðvart ef ólöglegri hvatningu er beitt? Ósammála dómarar Ég þekki ekki dómstigann, sem notaður er i þessari keppni, nægilega vel, til að meta hvaða dómarar dæmdu vel og hverjir ekki. Svo virtist sem sumir dómaranna væru ekki of vissir heldur, þvi geysilegur mismun- ur var iðulega á dómum. Mest- an mismun sá ég 4,5 stig af 15. Þegar mismunur á milli ein- stakra dómara er oröinn fast að þriöjungi dómstigans, og oft 3-4 stig, og engir tveir dómarar sammála (ég skrifaði hjá mér einkunnir á einum „fjórgang- ara”,þær voru: 7,5 — 8—9—10 og 11) fær maðurá tilfinninguna að dómar séu eintómt handahóf og tilviljun ráði hvernigraðast i sæti. A mótum innan vébanda F.E.I.F. er venjulega valinn stigahæsti hestur mótsins. Stig hans eru fundin þannig: Stig úr tölti + stig úr fjórgangi eða fimmgangi + stig úr skeiði eöa hlýðnikeppni eöa viðavangs- hlaupi. A þessu móti var ekki valinn stigahæsti hestur móts- ins, heldur stigahæsti knapi. Voru þá lögð saman öll stig hans úr hinum ýmsu keppnisgrein- um, án tillits til hvort hann sat sama hestinn i þeim öllum eða hafði hesta til skiptanna. Þessi tilhögunmun hafaverið ákveðin meöan á mótinu stóð og mæltist illa fyrir hjá öllum þorra knap- anna, sem sumir hefðu búið sig öðruvisi að heiman með hesta- kost, hefði þetta verið gefið upp fyrirfram. Reynir Aðalsteins- son varð stigahæstur, hlaut 268,5stig,hannhlauteinnigflest stig i islenskrl tvikeppni, sem eru samanlögð stig úr tölti og fjór- eða fimmgangi, fékk þar 158 stig. Tómas Ragnarsson varð stigahæstur unglinga og einnig með flest stig unglinga i isl. tvikeppni. Foreldrar hans Stefáns iitla Sigurbjörnssonar eru bæði frægir knapar svo ekki er ráð nema I tlma sé tekiö aö fara aö fylgjast meö ef hann á aö fyigja ifótspor þeirra. A bak viö sjást fréttaritari og ljósmyndari Eiöfaxa á mótinu. Garpur og Sigurbjörn Báröarson (t.v.) sigruöu I gæöingaskeiöi meö 85,5 stig næstir uröu Villingur og Trausti Þór meö 84 st. og þriöja sætiö skipuðu Þytur og Sigfús Guðmundsson. Gisli Gislason (t.v.) á Kóp sigraöi I töltkeppni unglinga, næstur var Tómas Ragnarsson á Þrótti, kappreiöahestinum slnum, þá Þorleifur Sigfússon á Hausta, Monika Pálsdóttir á Faxa og Guðmundur A. Sig- fússon á Kjána. t töltinu sigraöi Sigfús á Þyt, hann er lengst til hægri, þá komu Eyjólfur á Glaum, Trausti Þór á Svarta-Blesa, Reynir á Penna og Sigurbjörn á Garpi. í skugga land~ búnaðarsýningarinnar Ahugi á mótinu virtist vera litill. Keppendur voru flestir af Selfossi og úr Arnessýslu en auk þeirra voru nokkrir áhugamenn á ýmsum aldri, viðar af landinu, sem gjarnan vilja að keppni af þessu tagi verði fastur liður hér á landi. Þeirra á meðal var einn frá Akureyri, annar úr Húna- vatnssýslu og nokkrir sigursælir Borgfirðingar. Ahorfendur voru sára fáir, utan þeirra sem á ein- hvern hátt voru tengdir mótinu. Það kann að vera að mótið hafi að einhver ju leyti fallið i skugg- ann af landbúnaöarsýningunni, sem einmitt var að ljúka á Sel- fossi þá daga sem mótið stóð yf- ir, og aðsókn þvi orðið minni en ella hefði orðið. Að minnsta kosti er vist að sumir knapar, sem annars hefðu tekið þátt I mótinu, voru uppteknir við sýn- ingu hrossa á landbúnaðarsýn- ingunni. I framtiöinni veröur að búa betur að mótum i hesta- iþróttum ef þau eiga ekki að lognast útaf. Vellir veröa að vera góðir, dómarar verða að læra meira og keppendur þurfa að vita aðhverju þeir keppa, áð- ur en til leiks kemur. Og um- fram allt, skipuleggja verður mótin þannig að úrslitakeppni verði ekki þolraun fyrir hest- ana. S.V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.