Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 70
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR38 Sýningarstjórarnir og myndlistarmennirnir Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason brúa bilið milli ungæðislegra listamanna og virðulegrar stofnunar niðri í Tryggva- götu. Í dag verður sýningin Pakkhús postulanna opnuð í Hafnarhúsinu en kunnugir segjast vart þekkja sig inni í byggingunni. Þetta er tímamótasýning í sögu Listasafns Reykjavíkur en for- stöðumaður þess, Hafþór Yngva- son, markar með henni nýja sýn- ingarstefnu fyrir Hafnarhúsið, sem á næstunni verður vettvangur fyrir nýsköpun og kraft ungra listamanna og markvissari heima- völlur fyrir nýjustu strauma og stefnur myndlistarinnar í stærra samhengi. Daníel Karl útskýrir að sýn- ingin hafi átt sér töluverðan aðdraganda og líkir ferlinu raunar við meðgöngu. „Hafþór hafði sam- band við okkur félagana yfir ára- mót og hafði í huga að gera breyt- ingar á safnastarfi Listasafns Reykjavíkur og við ákváðum að slá til. Við lögðum fram þá tillögu að þessir ungu listamenn myndu vinna sýningu beint inn í safnið með Hafnarhúsið í huga. Síðar báðum við um hugmyndir eða tillögur frá tuttugu ungum lista- mönnum um hvernig þeir sæju sig eða verk sín í samhengi við safnið og völdum ellefu listamenn úr hópnum sem sýna hér í dag.“ Meðal listamannanna sem hafa nú tekið yfir Hafnarhúsið eru Davíð Örn Halldórsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartans- son og stöllurnar Ingibjörg Magna- dóttir og Kristín Eiríksdóttir sem ríða á vaðið á opnuninni og standa fyrir gjörningi sem kenndur er við Lekandi leikhús, en meðal þátttak- enda þar verða rithöfundarnir Kristín Ómarsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir, G. Pétur Matthíasson fréttamaður og Hall- dór Ásgeirsson myndlistarmaður sem mun að öllum líkindum leika Freud. Daníel útskýrir að erfitt sé að demba svo ólíku listafólki undir einn hatt en þau eigi það þó sam- eiginlegt að vera á svipuðu reiki og því sé einhvers konar tíðar- andi eða bragur yfir sýningunni. „Að munstra þessa sýningu fólst meðal annars í því að vefa saman það sem þessir ellefu listamenn eru að sýna,“ segir hann. Húsið mótar líka verkin að vissu marki. „Við fengum hönnunarhópinn „Borðið“ til að hanna nýtt aðgengi inn í safnið, eins konar fordyri sem hefur töluvert að segja. Þetta er eins og samlífi - dans milli safns- ins og sýnenda, þar sem hallar á hvorugan.“ Yfirskrift sýningarinnar er sótt í sameiginlega fortíð listafólksins. „Annars vegar vísar þetta til ákveðinna uppvaxtarskilyrða lista- mannanna, þessa vaxtarbrodds sem var á seinni hluta níunda ára- tugarins og í byrjun þess tíunda,“ útskýrir Daníel og segir að flestir listamannanna hafi þá verið tán- ingar sem langaði að taka þátt og smygluðu sér með „eldri krökkun- um“. „Hins vegar er Hafnarhúsið gamalt pakkhús og á vissan hátt mætti líta á listamanninn sem postula,“ segir Daníel. Í tilefni af sýningunni kemur einnig út vegleg sýningarskrá með óvenjulegu sniði en ritstjórar hennar eru Oddný Eir Ævarsdóttir og Unnar Örn J. Auðarson. „Þetta er samtalsbók sem skrásetur ferlið að baki sýningunni, allan vand- ræðaganginn við að koma svona sýningu á koppinn en bókin geymir viðtöl við listamenn, starfsmenn safnsins og aðra aðstandendur.“ Daníel Karl segist taka ofan fyrir framtaki Listasafns Reykja- víkur og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er frábært tækifæri og maður getur ekki annað en dáðst að kjarkinum í Hafþóri en það er virðingarvert að hann setji traust sitt á þetta unga listafólk. Þetta framtak er vísir að því sem er að gerast í íslensku myndlistarlífi en því er nú gert hærra undir höfði og hvatt til jákvæðari samræðu um þetta fyrirbæri.“ Sýningin verður opnuð kl. 20 í kvöld en hún stendur til 22. október. Fjölmargir viðburðir eru skipu- lagðir í tengslum við sýninguna en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni www. listasafnreykjavikur.is. kristrun@frettabladid.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 KANARÍEYJAR EÐA LÍKHÚSIÐ? ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 UNDRABÖRN ERU ANDSTYGGILEG. Valinn maður í hverju rými DANÍEL KARL BJÖRNSSON OG HUGINN ÞÓR ARASON Opna Pakkhús postulanna í Hafnarhúsinu í kvöld. FRRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN POSTULARNIR ELLEFU Ásdís Sif Gunnarsdóttir Björk Guðnadóttir Davíð Örn Halldórsson Helgi Þórsson Hrafnhildur Arnardóttir Ingibjörg Magnadóttir Kristín Eiríksdóttir Magnús Árnason Ragnar Kjartansson Sigga Björg Sigurðardóttir Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.