Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 64
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is BARRY GIBB FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1946. „Það var erfiðara að vera bræður en að vera saman í hljómsveit.“ Bræðurnir í Bee Gees trylltu lýðinn á gullöld diskósins. MERKISATBURÐIR 1831 Charles Darwin leggur úr höfn á HMS Beagle og heldur til Galapagoseyja. 1870 Napóleón þriðji er tekinn til fanga. 1916 Rússakeisari leggur skatt á skegg karla í landinu. 1939 Seinni heimsstyrjöldin hefst þegar Þjóðverjar ráðast inn í Pólland. 1955 Bílasmiðir reka smiðshögg- ið á fyrstu Porsche-bifreið- ina. 1985 Sovétmenn skjóta niður kóreska farþegaþotu. 1985 Flak farþegaskipsins Titanic finnst á hafsbotni. 2004 Tsétsneskir uppreisnar- menn ráðast inn í barna- skóla í Beslan og taka börn og kennara í gíslingu. Uppreisnarmenn undir forystu hins 27 ára Muammar al-Gaddafi steyptu Idris Líbíukonungi af stóli á þessum degi árið 1969. Gaddafi hefur síðan þá verið við völd. Gaddafi er bedúíni og fæddist árið 1942. Hann útskrifaðist frá Háskóla Líbíu árið 1963 og frá Herskóla Líbíu tveimur árum síðar. Hann var ákafur þjóðernissinni og þótti konungurinn of íhaldssamur og skeyta lítt um að efla pólitíska samstöðu arabaríkjanna. Hann hóf því, ásamt öðrum, að skipuleggja valdarán og lét til skarar skríða árið 1969. Uppreisnarmennirnir biðu þar til konungur var farinn til Tyrklands en réðust þá til atlögu og steyptu ríkisstjórninni af stóli án blóðsúthellinga. Konungsdæmið var lagt niður og Idris bjó í útlegð til æviloka. Hugmyndafræði Gaddafis var blanda af íslamskri bókstafstrú, sósíalisma og arabískri þjóðernis- hyggju. Hann var stækur andstæð- ingur Vesturlanda og kom sér fljót- lega í ónáð þeirra, til dæmis með því að þjóðnýta olíulindir í eigu erlendra fyrirtækja. Hann kom þó á ýmsum umbótum til þess að bæta lífskjör fólks og rýmkaði borgaraleg réttindi kvenna. Gaddafi einangraðist hins vegar æ meira á alþjóðavettvangi, jafnvel í arabaheiminum, meðal annars vegna stuðnings síns við fjölda hryðjuverkasamtaka. Síðan á 9. áratugnum hefur Gaddafi þó dregið úr einangrun landsins og slakað á stjórnartaumunum. Í kjölfarið hefur viðskiptabanni SÞ á Líbíu verið aflétt en Bandaríkjamenn banna enn öll viðskipti við landið. ÞETTA GERÐIST: 1. SEPTEMBER 1969 Gaddafi brýst til valda 11.00 Hjalti Ólafur Jónsson, Skúlagötu 20, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju. 11.00 Unnur Guðjónsdóttir, Skúlagötu 78, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Dóróthea Elísa Jónasdótt- ir, Hamrabyggð 2, Hafnar- firði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Pétur Maack Þorsteins- son, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.00 Anna Guðmundsdóttir, Sóleyjarima 3, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 14.00 Freyja Bjarnadóttir, Egils- götu 17, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarnes- kirkju. Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Árni Stefán Árnason matreiðslumeistari, Þrastarási 12, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 30. ágúst. Kristín Þóra Kristjánsdóttir Arna Þórdís Árnadóttir Sigurþór Hjalti Gústafsson Svava Dagný Árnadóttir Óðinn Birgir Árnason Svava Sverrisdóttir Árni Stefánsson Þórdís A. Sigurjónsdóttir Kristján B. Einarsson Hjördís Árnadóttir Sigurbjörg Árnadóttir Gísli Sverrir Árnason Guðrún Baldursdóttir Guðlaug Árnadóttir Hólmgrímur Elís Bragason Gauti Árnason Ragnheiður Rafnsdóttir Hrefna Kristjánsdóttir Magnús Hafsteinsson Einar B. Kristjánsson Árný Eiríksdóttir. Jón Þorleifsson frá Breiðholti, síðast til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 28. ágúst. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. september klukkan 14.30. Aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sigurðsson Hátúni 12, Reykjavík, fyrrverandi bóndi og sjómaður frá Hamraendum, Stafholtstungum, Mýrarsýslu, lést á heimili sínu 17. ágúst sl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 2. september kl. 11.00. Jarðsett verður í Stafholti. Sigrún Sigurðardóttir Jóhann Sigurðarson Guðrún Sesselja Arnardóttir Ólöf Sigurðardóttir Stígur Snæsson Þorsteinn Gauti Sigurðsson Halldóra Björk Friðjónsdóttir Helga Halldórsdóttir Gunnar Jónsson afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Óttars Ketilssonar Reykhúsum 4d, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Gjörgæslu- deildar og Lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Sigrún Halldórsdóttir Halldór Óttarsson Lovísa Guðjónsdóttir Þórir Óttarsson Yocasta Óttarsson Rosa Rósberg Halldór Óttarsson Þórdís Rósa Sigurðardóttir Hrafnborg Óttarsdóttir Hansen Mogens Ingemann Hansen Brynjar Karl Óttarsson Hildur Hauksdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sóley Kristinsdóttir Dalbraut 27, andaðist á heimili dóttursonar síns í Svíþjóð 28. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. María Anna Þorsteinsdóttir Rúnar E. Indriðason Kristinn E. Pétursson Björk Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ásdísar Ólafsdóttur Einigrund 4, Akranesi. Marsibil Sigurðardóttir Ólafía Sigurðardóttir Elmar Þórðarson Þórdís Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Leifur Hreinn Þórarinsson bóndi, Keldudal í Skagafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 27. ágúst. Útför hans verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Rípurkirkjugarði. Kristín Bára Ólafsdóttir Ólöf Elfa Leifsdóttir Alfreð Schiöth Stefanía Hjördís Leifsdóttir Jóhannes Helgi Ríkharðsson Þórarinn Leifsson Guðrún Lárusdóttir Kristbjörg Leifsdóttir Magni Þór Samsonarson Guðleif Birna Leifsdóttir Eysteinn Leifsson Álfhildur Leifsdóttir Sölvi Sigurðarson og barnabörn. JARÐARFARIR Tónlistarskóli Árnesinga á Selfossi tók til starfa í nýju og stærra húsnæði í gær. Róbert Darling, skólastjóri tónlistarskólans, er hæst- ánægður með nýju aðstöð- una. „Við vorum í 260 fermetra húsnæði og með útibú annars staðar í um 100 fermetrum en nýja húsnæðið er 800 fer- metrar og með sal sem tekur 150 manns í sæti,“ segir Róbert. Á miðvikudag var skóla- setning og var þá farin skrúð- ganga frá gamla húsnæðinu til þess nýja og telur Róbert að hátt í 200 manns hafi tekið þátt í göngunni. „Setningin tókst rosalega vel en það var nýi bæjarstjór- inn okkar, Stefanía Katrín Karlsdóttir, sem opnaði nýja skólann formlega með aðstoð frá yngsta nemanda skólans, Mána Jósepssyni, sem er fimm ára,“ segir Róbert og bætir því við að allir kennar- arnir séu mjög ánægðir og hlakki til að byrja að kenna. „Það hefur alla jafna verið gott tónlistarlíf í Árborg og ég vona að nýja húsið eigi eftir að styrkja það enn frek- ar, ekki síst með tilkomu nýja salarins,“ segir hinn, Róbert Darling, hæstánægður með nýjan og glæsilegan skóla. - sig TÓNLISTARSKÓLI ÁRNESINGA: FLYTUR Í NÝTT HÚNÆÐI Styrkir tónlistarlíf í Árborg KLIPPT Á BORÐANN Það var yngsti nemandi skólans, Máni Jósepsson, fimm ára, sem aðstoðaði bæjarstjórann, Stefaníu Katrínu Karlsdóttur við að klippa á borðann í nýja tónlistarskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.