Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 23
Byr ehf., eignarhaldsfélag
Tæknivals hf., hefur keypt
fyrirtækið Urðir rekstrarvörur
ehf. Gengið var frá kaupunum
18. ágúst.
Urðir rekstrarvörur er
sérhæft fyrirtæki í sölu á
rekstrar- og fylgivöru fyrir
tölvur og prentara auk þess sem
fyrirtækið hefur um árabil
boðið öfluga viðgerðar- og
tækniþjónustu á tölvubúnaði og
jaðartækjum. Fyrirtækið verður
rekið áfram sem sjálfstætt
fyrirtæki, en í tilkynningu um
kaupin kemur fram að efla eigi
það enn frekar á sviði innflutn-
ings og heildsölu.
Í kjölfar eigendaskiptanna
var einnig gengið frá kaupum
fyrirtækisins á öllum lager
þrotabús Tölvudreifingar hf. og
Expert hf. með það í huga að
efla vöruframboð Urða rekstr-
arvara. - óká
Byr með Urði
rekstrarvörur
Jarðboranir, sem voru yfirteknar
af Atorku Group fyrr á árinu, skil-
uðu 402 milljóna króna
hagnaði á fyrstu sex
mánuðum ársins sam-
anborið við þrjú
hundruð milljónir
króna í fyrra.
Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir (EBIT-
DA) var 746 milljónir
króna sem er 35 pró-
senta aukning á milli
ára. Velta Jarðborana jókst um 23
prósent á fyrri hluta ársins. Félag-
ið greiddi einn milljarð í arð til
Atorku sem skýrir lækkun eigin
fjár úr þremur millj-
örðum króna um ára-
mótin í 2,4 milljarða í
lok júní.
Forsvarsmenn
Jarðborana segja að
verkefnastaða félags-
ins sé góð, jafnt innan-
lands sem utanlands. Í
júlí kom borinn Drill-
mec HH-200S til lands-
ins sem kostaði átta hundruð
milljónir króna. - eþa
BORVINNA Jarðboranir
högnuðust um 402 milljón-
ir. króna.
Góður gangur hjá
Jarðborunum
Nýir eigendur greiddu út einn milljarð í arð.
Stjórnir ítölsku bankanna Banca
Intesa og Sanpaolo IMI samþykktu
samruna þessa tveggja af stærstu
bönkum landsins á laugardag. Með
samrunanum verður
til stærsti banki Ítalíu
og 10. stærsti
banki í Evrópu
með markaðs-
virði upp
á um 66 milljarða evrur, jafnvirði
tæplegra 6.600 milljarða íslenskra
króna.
Tillagan verður borin undir
hluthafa bankanna í desember og
er horft til þess að sameiningu
bankanna ljúki í upphafi næsta
árs.
Fastlega er búist við að hinn
sameinaði banki muni einoka
bankamarkaðinn á Ítalíu
með tuttugu prósenta
markaðshlutdeild en útibú
bankans verða helmingi
fleiri en útbú helstu
keppinauta á ítalska bankamark-
aðnum.
Samruninn þykir nokkur sigur
fyrir Mario Draghi, seðlabanka-
stjóra Ítalíu, sem er fylgjandi
samruna ítalskra fjármálastofn-
ana, en búist er við að fleiri ítalsk-
ir bankar muni sameinast á næst-
unni.
Stjórnendur bankanna segja
um talsverða hagræðingu að ræða
og búast við að hagnaður bank-
anna muni aukast um allt að tíu
prósent við samrunann. Greining-
araðilar á Ítalíu segja hins vegar
að bankarnir verði að vinna að
sameiningunni í samvinnu við
verkalýðsfélög því líkur séu á að
starfsfólki verði fækkað í kjölfar-
ið. - jab
BANCA INTESA Með samruna
ítölsku bankanna Banca
Intesa og Sanpaolo IMI
verður til tíundi stærsti banki
Evrópu.
Risasamruni banka á Ítalíu
Fasteignafélagið Stoðir hagnaðist
um tæplega 4,2 milljarða króna á
fyrri helmingi árs. Hagnaður
félagsins hefur tæplega fimm-
faldast frá sama tímabili í fyrra.
Heildareignir Stoða eru 104,7
milljarðar króna og hafa aukist
um rúmlega 32 milljarða króna
frá því í árslok 2005. Eigið fé
félagsins nemur um 15,3 millj-
örðum króna.
Stoðir eiga fasteignir á
Norðurlöndunum og er heildar-
fermetrafjöldi þeirra rúmlega
fimm hundruð þúsund. Rúmlega
fimm hundruð leigutakar skipta
við félagið. - jsk
Hagnaður Stoða
fimmfaldast
KRINGLAN Fasteignafélagið Stoðir á fjölda
húseigna hér og víðar um heim. Þar á
meðal er Kringlan í Reykjavík.
Dagvöruverslun dróst saman um
3,9 prósent í júlí samkvæmt
Rannsóknarsetri verslunarinnar
(RSV). Velta í dagvöruverslun var
0,6 prósentum minni í júlí en á
sama tíma í fyrra. Mestur
samdráttur varð í áfengiskaup-
um, eða 18,2 prósent milli ára.
Í tilkynningu frá RSV segir að
samdráttur í dagvöruveltu veiti
vísbendingu um að töluvert sé að
draga úr veltu í hagkerfinu. Minni
áfengiskaup skýrist þó að mestu
af tímasetningu verslunarmanna-
helgarinnar sem hafi verið
tiltölulega seint í ár miðað við í
fyrra. - jsk
Samdráttur í
dagvöruverslun
Njótum fless
a› bor›a hollt!
Weetaflakes eru n‡jar heilkornaflögur frá Weetabix fyrir
alla fjölskylduna. Gómsætar, léttar og stökkar flögur og
flær fyrstu sem innihalda heilsukolvetni (Pre-biotic) sem
veitir magastarfseminni nau›synlegan stu›ning.
Trefjaríkar
Úr heilu korni
Heilsukolvetni
Stökkar flögur
Minni sykur
Fitulitlar
(Pre-biotic)
H
eil
sukolvetni
Pre-bioti
c
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
12
0