Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Á næstu vikum skýrist hvort verð- ur af samstarfi um rekstur fjar- skiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækj- anna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnar- kosningar í vor stefndi í að Orku- veitan keypti net Símans. Brynjólf- ur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. „Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það,“ segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveit- unnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. „En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. „En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í við- bót,“ segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagna- flutninga. „Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hrað- brautir hlið við hlið.“ Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveit- unnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Sím- ann. „Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum,“ segir hann. - óká KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.017 +0,47% Fjöldi viðskipta:294 Velta: 2.212 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,00 +1,07% ... Alfesca 4,67 +0,86% ... Atlantic Petroleum 589,00 +0,34% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Avion 33,20 -0,30% ... Bakkavör 54,20 -0,37% ... Dags- brún 5,15 -0,39% ... FL Group 18,50 +0,00% ... Glitnir 19,80 -0,50% ... KB banki 823,00 +0,73% ... Landsbankinn 24,80 +0,00% ... Marel 77,00 +1,32% ... Mosaic Fashions 17,60 +0,57% ... Straumur-Burða- rás 16,40 +1,86% ... Össur 125,50 +1,21% MESTA HÆKKUN Flaga +2,44% Straumur-Burðarás +1,86% Marel +1,32% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -1,27% Glitnir -0,50% Dagsbrún -0,39% Vöruskiptahalli var 19,1 milljarð- ur króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskipt- um í júlí 2005. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 130,5 milljarða króna en inn fyrir 216,4 milljarða. Sjávarafurðir eru stærstur hluti útflutnings, alls 56,4 prósent. Mest er flutt inn af fjár- festingavöru en innflutningur bíla og flugvéla hefur dregist saman. Vöruskipti eru því óhagstæð um 85,9 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins. Vöruskiptahalli hefur tæplega tvöfaldast sé miðað við sama tímabil í fyrra. Greining Glitnis segir í Þjóð- hagsspá sinni að viðskiptahallinn hafi verið uggvænlega mikill undanfarið og bendir á að hann hafi verið 26 prósent landsfram- leiðslu á öðrum ársfjórðungi. Sérfræðingar Glitnis telja að verulega dragi úr innflutningi á næsta ári þegar stóriðjufram- kvæmdum lýkur og dregur úr einkaneyslu. Því er spáð að við- skiptahalli verði 6,8 prósent lands- framleiðslu samanborið við 16,8 prósent í ár. - jsk Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Nítján milljarða halli varð á vöruskiptum í júlí. Talið er að úr honum dragi hratt strax á næsta ári. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnar- formaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, segir að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið í takt við þær áætlanir sem lagt var upp með. Það sé eðlilegt fyrir fjöl- miðlafyrirtæki sem byrji frá grunni. Sigurður gefur ekki upp nákvæmar tölur. Á aðalfundi félagsins á dögun- um var endurnýjuð heimild stjórn- ar til að auka hlutafé um tvö hundruð milljónir króna. Að sögn Sigurðar hefur ekki verið rætt við neina aðila um að koma inn sem hluthafar en útgáfufélag Blaðsins er í eigu sjö hluthafa, stofnenda þess og Árvakurs. Stefán P. Eggertsson og Einar Sigurðsson gengu inn í stjórn sem fulltrúar Árvakurs en Sigurður og Steinn Kári Ragnarsson sitja þar áfram. Morgundreifing blaðsins hófst í dag og verður Sigurður var við góð viðbrögð auglýsenda vegna þeirra breytinga. - eþa SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON OG KARL GARÐARSSON, HLUTHAFAR Í BLAÐINU Blaðið var rekið með tapi á fyrsta starfsári. Ekki stendur til að taka inn nýja eigendur. Tap Blaðsins var í takt við áætlanir BÍLABREIÐUR Vöruskiptahalli á fyrstu sjö mánuðum árs var 85,9 milljarðar króna. Greining Glitnis spáir að verulega dragi úr hallanum á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tap- aði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuð- um ársins samanborið við 560 millj- óna króna tap í fyrra. Kostnaður jókst hröðum skref- um einkum vegna stofnkostnaðar af Evrópuflugi en einnig komu olíu- verðshækkanir sér illa við félagið rétt eins og önnur flugfélög. Velta félagsins nam yfir 3,2 milljörðum króna og jókst far- þegafjöldi um 66 prósent. Alls fóru yfir 440 þúsund farþegar með félaginu á fyrri hluta ársins. Á hluthafafundi á dögunum var samþykkt að selja nýtt hluta- fé fyrir rúma 1,8 milljarða króna sem núverandi hluthafar eiga for- gang að. Stærstu hluthafarnir, sem ráða um 67 prósentum hluta- fjár, hafa skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu, þar á meðal Fons, stærsti hluthafinn. Ákveðið hefur verið að Matthí- as Imsland, hjá Fons, taki virkan þátt við stjórnun félagsins og verði varaformaður stjórnar en Björn Olegård verður áfram stjórnarformaður. - eþa Tap FlyMe tvöfaldast milli ára Samþykkt að þrefalda hlutafé. Matthías Imsland nýr varaformaður stjórnar. ORKUVEITAN OG BRYNJÓLF- UR BJARNASON Blásnar hafa verið af fyrirætlanir um kaup Orkuveitunnar á fjarskiptaneti Símans. Síminn og OR ræðast áfram við Hvorki orðvar né orðheppinn Bretlandsarmur skartgripakeðjunnar Signet er ekki til sölu að sögn Terry Burman, forstjóra fyrirtækisins. Baugur hefur lýst áhuga á að taka yfir rekstur Signet á Bretlandseyjunum. Signet rekur 590 verslanir á eyj- unum undir merkjum H Samuel og Ernest Jones. Breski auðjöfurinn Gerald Ratner hefur einnig áhuga á starfseminni og gerir breska dag- blaðið The Guardian því skóna að Baugur og Ratner taki jafnvel höndum saman. Rekstur Bretlandsarms Signet hefur ekki gengið sem skyldi; sala H Samuel dróst saman um tæp tvö prósent á fyrri árshelmingi og Ernest Jones tapaði 442 milljónum króna. Gerald Ratner verð- ur seint sakaður um að vera orðvar og lá ekki á skoðunum sínum í þetta skiptið. „Þetta er ömurlegt uppgjör, hreint hörmulegt. Ég mun ná samkomulagi um kaupin, hvort sem það verður fyrir jól eða síðar.“ Síðbúið skúbb Barátta Actavis og Barr um króatíska lyfjaframleið- andann Pliva hefur harðnað til muna eftir að Acta- vis hækkaði eldra tilboð sitt um tíu prósent. Nemur fjárhæð tilboðsins 175 milljörðum króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kom fram að félagið hefði tryggt sér fulla fjármögnun með fulltingi þriggja erlenda fjármálastofnana, Glitnis og Landsbankans. Tæpum tveimur klukkustundum eftir að fréttin birtist gat að líta frétt á vef Viðskiptablaðsins þar sem sagði að samkvæmt heimildum blaðsins kæmi Landsbankinn að fjármögnun á hugsanlegri yfirtöku ásamt þremur erlendum fjármálafyrirtækjum. Viðskiptablaðið hafði hins vegar ekki heimildir fyrir því að Glitnir væri meðal lánveitenda. Það leið ekki á löngu þar til fréttinni var breytt til samræmis við eldri tilkynningu Actavis til Kauphallar. Peningaskápurinn... Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um tíu prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorg- un skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharma- ceuticals, sem líka vill kaupa Pliva, ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadala eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu stað- fest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð banda- ríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabank- arnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Acta- vis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðaráhrif af sam- runa Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. „Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það,“ segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. „Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag,“ segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og „geri Barr lífið leitt,“ sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfja- fyrirtækinu. Barr gaf út tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku. Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Króatíu í kjöl- far hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reut- ers hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans mikl- ar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að loka- gengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut. jonab@frettabladid.is RÓBERT WESSMANN, FORSTJÓRI ACTAVIS Róbert segir samlegðaráhrif Actavis og Pliva meiri en Barr og Pliva. Actavis er í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Actavis hækkar yfir- tökutilboð sitt í Pliva MARKAÐSPUNKTAR Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti. Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, töpuðu 62,4 milljón- um króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar. Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efna- hagslífinu en óttast hafði verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.