Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 26
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR26 UMRÆÐAN Opið bréf til útvarpsstjóra Hr. útvarpsstjóri Páll Magnússon Ég tel rétt að deila með þér og öðrum þeim sem áhuga hafa reynslu minni af samskiptum við aðstandendur umræðuþáttarins Kastljóss í stofnun þinni í gær. Um kl. 10.00 í gærmorgun hringdi einn af stjórnendum Kastljóssins í mig og falaðist eftir mér í þáttinn þá um kvöldið. Ætlunin var að ég yrði þar ásamt Valgerði Sverrisdóttir fyrrv. iðnaðarráðherra til að ræða um meðferð ráðherrans og ráðuneytisins á greinargerð Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun og e.t.v. fleiri tengd atriði. Ég féllst fúslega á þetta enda ærin tilefni til að ræða málið. Það var síðan undir kvöld, nánar tiltekið um kl. 18.00, að við þáttarstjórnandinn töluðum aftur saman í síma og tjáði hann mér þá, frekar daufur í dálkinn að því er virtist, að ekki yrði af þessu. Ég skildi það þannig að umræðuefnið hefði verið tekið af dagskrá þáttarins og kvaddi við svo búið. Ég átti því á flestu öðru von en að frétta seinna um kvöldið að fyrrv. iðnaðarráðherra hefði mætt ein í Kastljósið og flutt þar málsvörn sína óáreitt í einræð- um. Þar vitnaði ráðherra m.a. ítrekað í mig með ómálefnaleg- um hætti að mér fjarstöddum og gerði stjórnarandstöðunni upp hvatir í málinu. Ég verð að segja, útvarps- stjóri góður, að ég veit ekki hvort þessi uppákoma, sem ég hef ærna ástæðu til að ætla að sé ekki einsdæmi, er verri og meira niðurlægjandi fyrir ráðherrann eða Ríkisútvarpið. Ráðherra sem ekki þorir að mæta stjórnmála- andstæðingum í rökræðum gefur auðvitað með því sjálfum sér og/eða málstað sínum falleinkunn. Hitt er líka ofboðs- legt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þessum hætti og láta það eftir ráðherranum að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Til þess eins, og aðeins þess, að ráðherr- ann geti þar flutt sína aumlegu málsvörn án andsvara. Með þessu bregst RÚV að mínu mati skyldu sinni um að standa fyrir upplýstri umræðu þar sem gagnstæðum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði sbr. t.d. 2. og 3. málsl. 3. gr. útvarps- laga en þar segir eins og þú manst: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dagskrár- gerð. Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.“ Við höfum báðir, trúi ég, heyrt af því sögur að gagnrýnir og harðskeyttir fjölmiðlar erlendis meðhöndli eða siði til þá sem gera tilraunir til að „stýra“ umfjöllun fjölmiðla á þennan veg, þ.e. með því að velja sér viðmælendur eða að neita að mæta nema þá einir. Það er þá gert með því að hafa stól þeirra tóman í þættinum og skýra frá því að viðkomandi hafi ætlað að setja þátttöku sinni óaðgengileg skilyrði, eða með því að láta rödd viðkomandi vanta en taka fram að honum eða henni hafi boðist að vera með en ekki þegið. Ég vil því að lokum spyrja; telur þú réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál á ykkar vettvangi og ef svo er, hvernig hyggst þá RÚV uppfylla ákvæði laga um „fyllstu óhlutdrægni“ og að vera vettvangur fyrir „mismunandi skoðanir“ við slíkar aðstæður? Virðingarfyllst, Steingrímur J. Sigfússon Opið bréf! SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Grein- ar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir. is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Einnig er hægt að senda greinar á greinar@frettabladid.is. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Frétta- blaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. AF NETINU UMRÆÐAN Varnarmál Viðræður íslenskra stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag varnar- og öryggismála hafa enn ekki verið leiddar til lykta en þungamiðja varnar- og öryggis- mála Íslands er þó enn í okkar heimshluta og vonandi kemst það viðhorf til skila í þessum viðræð- um. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra benti réttilega á það, að niðurstöður þeirra viðræðna myndu að sjálfsögðu ráða miklu en myndu þó ekki ráða úrslitum um nauðsyn þess fyrir Íslendinga að huga nú sjálfir að eigin vörnum og öryggi. Í varnarsamningi Íslands og Bandaríkj- anna er að finna þær staðhæfingar að Íslend- ingar geti ekki sjálfir varið land sitt, en að reynslan sýni, að varnar- leysi lands stofni öryggi þess sjálfs og friðsamra granna þess í voða, og að þar sem tvísýnt sé um alþjóðamál, þurfi að gera sérstak- ar ráðstafanir til varnar landinu og grönnum þess. Nú er það hins vegar þannig að skilja má ummæli höfð eftir banda- rískum embættismönnum svo, að ekki þurfi að gera neinar sérstak- ar ráðstafanir til þess að tryggja varnir og öryggi Íslands þar sem ekkert sé að óttast. Með öðrum orðum – friður hefur brotist út. Langt er um liðið frá því að kalda stríðinu lauk og tími til kom- inn að hætta sífelldum tilvísunum í þann tíma eins og forsætisráð- herra Geir H. Haarde benti rétti- lega á 6. apríl s.l. En hann bað okkur þó að hafa það hugfast að jafnvel fjarlægustu vandamál eru nálæg okkur. Geir H. Haarde sagði að sú þróun sem orðið hefði í okkar heimshluta, samfara því að sjónir manna beind- ust að nýjum og oft fjarlægum ógnunum, mætti ekki verða til þess að Íslendingar héldu ekki vöku sinni heima fyrir. Það er kjarni málsins – að halda vöku okkar hér heima fyrir hvað svo sem bandarískum viðhorfum eða mati líður. Fimmtándi mars 2006 var sann- arlega sögulegur dagur, og ein- hliða ákvörðun banda- rískra stjórnvalda meðan á viðræðum stóð voru vonbrigði og hnekkir fyrir samstarf- ið um varnar- og öryggismál. Varnarliðið fer, að mati þessara banda- rísku embættismanna, án þess að öryggi þjóð- arinnar sé stefnt í hættu. Mér er orðið ljóst að þessir embættismenn lesa aðrar matsskýrslur en ég um ástand og horfur í alþjóðamálum. Reyndar hef ég lengið talið það einsýnt allt frá árinu 1989, að Bandaríkjamenn myndu draga úr viðveru sinni hér eða alfarið hverfa af landinu. Rétt eins og Björn Bjarnason ætla ég ekki að ræða um banda- ríska viðskilnaðinn eða inntak hugsanlegs framtíðarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum enda viðræður ríkisstjórna landanna enn í gangi. Ég er Birni hins vegar sammála um að við þessar nýju aðstæður beri okkur Íslendingum að skoða stöðu okkar í varnar- og öryggis- málum og þá á okkar eigin orsend- um og okkar eigin mati á ástandi og horfum í alþjóðamálum. Af brottför varnarliðsins leiðir til dæmis, að hlutverk utanríkis- ráðuneytisins breytist varðandi framkvæmd mála á varnarsvæð- unum og þá ekki síst á Keflavíkur- flugvelli. Þau landsvæði sem Ísland lagði varnarliðinu til verða nú í haust mannlaus og án nokkurs viðbúnað- ar. Þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta í öllu tilliti. Við erum í kapphlaupi við váleg tíðindi. Íslendingar verða nú að taka virkan þátt í mótun og fram- kvæmd varnar- og öryggisstefnu og tryggja varnir og öryggi lands- ins og hafsvæðanna umhverfis það. Þessu sjónarmiði þarf að afla fylgis. Íslendingar verða að láta að sér kveða við gæslu á eigin vörn- um og öryggi á öllum sviðum og horfast í augu við þau verkefni, sem við blasa. Mikið starf er fram- undan til þess að efla öryggi á sviði löggæslu og hryðjuverkavarna. Þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkj- anna fimmtánda mars s.l., og ekki hvað síst með hvaða hætti þá ákvörðun bar að, hafi valdið mér vonbrigðum, felast jafnfram ein- stök tækifæri í þessari nýju stöðu. Ég vil þakka Bandaríkjamönn- um fyrir það því nú þarf ég ekki lengur að vera skríðandi á fjórum fótum þegar ég hitti þá. Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu og var til margra ára starfsmaður NATO. Í kapphlaupi við váleg tíðindi? RÓBERT T. ÁRNASON Fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri UMRÆÐAN Eftir bjórbannið Það er ábyrgðarhluti að gefa útlendum blaðamönnum upplýsingar um land sitt og þjóð. Lágmarkskrafa er að rétt sé sagt frá og eftir bestu samvisku. Þær upplýs- ingar sem bresk-spænski blaðamaðurinn John Carlin hefur eftir Hallgrími Helga- syni rithöfundi í stórblaðinu El País og frá er sagt í Fréttablaðinu á föstudaginn var eru hins vegar vægast sagt undarlegar. Ég kannast í það minnsta ekki við „að fyrir 1985 hafi lífið hér á landi verið líkt og aust- an járntjalds: Auðar götur, einn bar, einn veitinga- staður, ein útvarpsstöð sem spilaði aðallega klassíska tónlist allan daginn, rússneskir bílar á götum og skrifræði sem gerði mönnum erfitt að komast úr landi.“ Sú þjóðsaga hefur verið á kreiki undanfarin ár meðal unga fólksins sem situr helst á börum og kaffi- húsum í miðbænum að lífið hafi verið heldur ömur- legt og ákaflega leiðinlegt fyrir 1. mars 1989. Ég hefði nú haldið að Hallgrímur Helgason væri það gamall að hann vissi betur því mér reiknast svo til að hann hafi staðið á þrítugu árið sem bjórinn var leyfð- ur - og „frelsið hélt innreið sína á Íslandi“; eða eins og eftir honum er haft í El País: „Okkar frelsisdagur er hinn stórkostlegi dagur 1. mars 1989 en þá féll okkar Berlínarmúr en þetta er dagurinn sem bjórbanninu var aflétt hér á landi.“ Ég held reyndar að Hallgrímur hafi verið að leika þennan kaldhæðna náunga sem hann vill stundum reyna að vera, þegar hann sat á skrafi við blaðamanninn í veitingahúsinu Brekku í Hrísey og skildi barnavagninn eftir fyrir utan blaðamanninum til mikillar skelfing- ar. En það voru mistök að tala við erlend- an blaðamann á þennan hátt; hann þekkir að sjálfsögðu hvorki íslenskt þjóðfélag né kaldhæðni Hallgríms Helgasonar heldur tók hvert orð hans trúanlegt en nánast allt í hinni tilvitnuðu setningu er rangt. Mitt gamla blaðamannshjarta skelfdist hins vegar þegar ég las næstu málsgrein: „En nú sé aldeilis öðruvísi umhorfs og fyrir innan aðrar hvorar dyr í bænum er kaffihús, bar eða klúbbur...“ Fyrir utan það að þessi setning er málfræðilegt klúður er merkingin furðuleg: Lífið er nú aldeilis orðið betra og skemmti- legra en það var áður því bar er kominn í annað hvert hús! Og sé setningin lesin til enda kemur í ljós að vegna þess að bar er í öðru hverju húsi í Reykjavík hafa 100 bækur eftir íslenska rithöfunda verið þýdd- ar á erlendar tungur síðan 1980 og gerðar 60 kvik- myndir. Eða hvað? (reyndar er notað orðið „bókatitl- ar“ í greininni en væntanlega var fleira þýtt en titlar bókanna!). Ja, mikill er máttur bjórsins og café latte! Mislukkuð kaldhæðni í Hrísey Flókin prófkjör Ekki tel ég þurfa mikla spámannsgáfu til að spá Ingibjörgu velgengni í sínu fyrsta prófkjöri og það kæmi mér á óvart ef Össur hefði ekki annað sætið. En það sem ég vildi minnast á og mér finnst örlítið villandi, er að þegar fyrirkomulag eins og verður haft í þessu prófkjöri (og ég reikna með að aðrir flokkar noti sömuleiðis, eða eitthvað svipað), þá þarf að deila í með 2. til að fá út það sæti sem viðkomandi frambjóðendur eru að sækjast eftir. G. Tómas Gunnarsson á 49beaver- brook.blog.is Ekkert súkkat Mér þykir leitt að Björn hefur líklega, því miður, allt of mikið til síns máls. Heimurinn skreppur saman með hverjum deginum og Ísland og Íslendingar eru ekki svo litlir eftir allt saman, sem betur fer. Við viljum taka þátt í 21. öldinni og vera virk í alheimsvæðingunni - en það verður ekki bæði haldið og sleppt. Með því að taka þátt í alheimsleiknum erum við gildir þátttakendur sem stunda viðskipti við allar heimsins þjóðir í öllum heimsins löndum. Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar á tikin.is Við erum í kapphlaupi við váleg tíðindi. Íslendingar verða nú að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd varnar- og öryggisstefnu og tryggja varnir og öryggi landsins og hafsvæð- anna umhverfis það. Sú þjóðsaga hefur verið á kreiki undanfarin ár meðal unga fólksins sem situr helst á börum og kaffihúsum í miðbænum að lífið hafi verið heldur ömurlegt og ákaflega leiðinlegt fyrir 1. mars 1989. TAKK FYRIR AÐ REYKJA! NÝTT Í BÍÓ Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA TRF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir og margt fleira STEINGRÍMUR J. SIGFÚS- SON, Formaður Vinstri grænna ÞORGRÍMUR GESTS- SON, Blaðamaður og rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.