Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 74
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR42 Kvikmyndahátíðin IFF fór formlega af stað á mið- vikudagskvöldið þegar kvikmyndin Factotum var frumsýnd að viðstöddum aðalleikurunum Matt Dillon og Marisu Tomei. Fjöldi fólks lagði leið sína í Smára- bíó til að heiðra Hollywood-stjörn- urnar með nærveru sinni. Kvik- myndin mæltist vel fyrir meðal viðstaddra og var mikið klappað í lokin en síðan var haldið niður á skemmtistaðinn REX þar sem fjör- ið hélt áfram langt fram á nótt. Velheppnuð opnunarhátíð IFF FLOTT SAMAN Leikkonan Marisa Tomei og Nick Carpenter voru flott á frumsýningu kvikmyndarinnar Factotum. ALÞÝÐULEG STÓRSTJARNA Matt Dillon gaf sér tíma til að gefa aðdáendum sínum áritanir en hann þykir sýna góðan leik í kvikmyndinni. SPENNT FYRIR MYNDINNI Þau Baldur Baldursson hjá Fíton og Gerður Wendel voru mætt á opnunarhátíð IFF. Í HRÓKASAMRÆÐUM Þeir Davíð Pitt og Halldór Lárusson voru í miklum hrókasam- ræðum fyrir myndina. BRUGÐIÐ Á LEIK Klængur Gunnarsson, Elín Guðmundsdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir brugðu á leik fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN LÉTU SIG EKKI VANTA Einar Kárason og Hildur Baldursdóttir voru að sjálfsögðu meðal viðstaddra þegar kvikmyndin Factotum var frumsýnd en hún er að einhverju leyti byggð á ævi rithöfundarins Charles Bukowski. FRAMLEIÐANDINN OG LEIKKONAN Jim Stark og Ingibjörg Stefánsdóttir ræddu málin áður en haldið var inní bíósalinn. STJÖRNURNAR Í TEITINU Matt Dillon og Marisa Tomei voru stjörnurnar í teitinu en haft var á orði hversu vingjarnleg og skemmtileg þau voru. Ég var á röltinu í einni af húsgagnaversl- unum borgarinnar í vikunni að leita mér að fallegum sófa. Þegar ég staldraði við einn sem mér leist vel á stóð þar kona, sennilega að nálgast fimmtugt, sem var að tala í símann. Þar sem ég skoðaði sófann og henti mér á hann til að prufukeyra, gat ég ekki annað en heyrt það sem hún var að segja í símann. Það var eitthvað á þessa leið: nei, þú ferð sko ekkert að hitta hann í kvöld... (smá þögn)... af því að ég segi það... (aftur smá þögn)... nei, ég fer bara ekki ofan af því! Mér krossbrá eins og vænta má og færði mig yfir að næsta sófa til þess að vera örugglega ekki partur af fjölskyldu- dramanu hennar. Þá fór ég að velta þessu eilífa og asnalega valdaströggli fyrir mér og mundi annað eins fáránlegt atvik sem ég varð vitni að fyrir nokkru. Í það sinnið voru tveir karlmenn að tala saman í vinnunni hjá mér. Annar þeirra var að segja hinum að hann væri einn heima því konan hans hefði skroppið til London með vinkonum sínum að versla og djamma. Þá gubbaði hinn út úr sér þessum skemmtilega frasa: Og leyfðirðu henni það alveg? Það er alveg ferlegt þegar hlutunum er svona háttað! Að annar aðilinn í sam- bandinu sé einhver boss sem hafi yfir- vald og lokasvörin við öllum ákvörðun- um. Að hann hafi öll völdin í vasanum. Það system virkar hvergi og síst af öllu inni á heimilinu. Svo þegar ég fór að pæla aðeins betur í þessu þurfti ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að staðreynd- in er því miður sú að í flestum ef ekki öllum samböndum hefur annar aðilinn yfirhöndina, allavega aðeins. Stjórnand- inn getur hafa hlotið titilinn til dæmis vegna þess að hann er minna hrifinn og því tilbúnari að slíta sambandinu verði sér ekki hlýtt, vegna þess að hinn aðil- inn vill að sér sé stjórnað af einskærri hræðslu við ákvarðanatöku eða vegna þess að viðkomandi er einfaldlega hald- inn slæmu tilfelli af íslensku frekjuveik- inni. Hver sem skýringin er þá er þetta eitthvað svo rangt. Fólk sem er í samböndum er yfirleitt fullorðið og sjálfstætt með fullmótaðan huga og skoðanir og ætti að mínu mati að taka ákvarðanir fyrir sig sjálft! En auðvitað með hinn í huga og með tilliti til hans. En það að banna fólki að gera eðlilega hluti er eiginlega bara sjúkt. Svo þurfa líka allir að eiga eitthvað fyrir sig prívat, eins og vini og áhugamál. Það er líka sniðugt að eiga vini og áhugamál saman en það verður samt að passa upp á það að eyða ekki hverju sekúndubroti dagsins, vikunnar eða hvað það nú er límd saman. Þá fær fólk bara leið á hvort öðru og saknar aldrei hins. Þá er hætt við að maður fái ógeð og láti sig hverfa einn góðan veður- dag! Það vill víst enginn... REYKJAVÍKURNÆTUR HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST AÐ FULLORÐIÐ FÓLK EIGI AÐ RÁÐA SÉR SJÁLFT Það má ekki pissa bakvið hurð...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.