Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 42
SIRKUS 5 ráð fyrir ... 6 lífsstíll 16 - 23 ára LJÓSMYNDA SAMKEPPNI UNGA FÓLKSINS ANDLIT VÍSINDAMANNSINS Í tilefni af Vísindavöku 22. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndakeppni meðal ungs fólks á aldrinum 16 - 23 ára. Þema keppninnar er „Andlit vísindamannsins“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi vísindamanninn og vinnu (umhverfi ) hans. Reglur og skil: ● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra. ● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar. ● Myndir mega vera hvoru tveggja .jpg eða .tif, en án layera eða maska. ● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar. ● Síðasti skiladagur er 8. september 2006. Myndin sendist til: Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13, IS-101 Reykjavík Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda (nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Canon EOS 350D hágæða myndavél frá Nýherja. Frekari upplýsingar veitir Ása Hreggviðsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, asa@rannis.is eða í síma 515 5811 Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Steinunn Thorlacius, líffræðingur og Páll Vilhjálmsson, sviðstjóri. ... HAUSTIÐ Fáðu þér kósí prjónapeysu með stórum rúllukraga og hjúfraðu þig inn í hana þegar fer að kólna. Berðu góða djúpnæringu í hárið og leyfðu henni að vera í hárinu á meðan þú horfir á uppáhaldssjónvarps- þáttinn þinn. Það er nóg að setja á sig SMÁ brúnkukrem, við búum á Íslandi. Það er ekki fallegt að vera appelsínugulur í framan í lopapeysu. Keyptu leggings í öllum litum og munstrum, það er alveg málið núna. Húðin vill þorna þegar kólna tekur, kremkinna- litur frá MAC til- valinn því hann gefur fersk- leika og „dewy“ áferð á þurra húð. Þorsteinn J. mælir með! Tónlist „Ég er nokkuð ónýtur við að kaupa tónlist, sérstaklega gamla tónlist, sé engan til- gang í því að hlusta aftur á lög sem gerðu eitthvað fyrir mig þegar ég var nokkru yngri. Sú plata sem ég hlusta mest á, eiginlega við hin ólíklegustu tækifæri, er sándtrakkið úr myndinni The Hours. Ég hef allt- af haldið upp á tónskáldið Philip Glass, allt frá því að hann gerði tónlistina við myndina Mishima, Live in Four Chapters, og The Hours er sögulega gott efni.“ Bækur „Mér er minnis- stæð Neon bókin sem kom út fyrir skömmu, Dauð- inn og Mörgæsin eftir André Kur- kov, frábærlega skrifuð saga um mann í austur- blokkinni gömlu, sem tekur að sér mörgæs, og um leið að skrifa minn- ingagreinar fyrir hið opinbera. Ég er nýkominn frá Berlín, á líka minn- ingar frá Kyiv og Búkarest, og þar er eitthvað skelfilegt og ógnandi, en um leið mannlegt og einlægt við þessa gömlu austurveröld.“ Kvikmyndir „Ég verð að hæla myndinni um J. Cash, sem ég sá í vetur sem leið, ótrúlega vel leikin mynd og gaman að sjá svona rak- leitt inn í sál söngvarans, sem reis svo upp frá dauðum síðustu æviárin. Ég sé strax fyrir mér Cash 2, þar sem Rick Rubin er önnur aðalpersónan og við fáum að sjá hverskonar snilldarsamstarf þeir áttu á síðustu plötum meistarans.“ 1 3 4 5 2 „Það geta allir dansað,“ segir Pétur Ari Markússon, nemi í lífefnafræði. Pétur kennir salsa í Kramhúsinu ásamt konu sinni, Ednu Mastache. Edna er frá Mexíkó og það var þar sem Pétur féll fyrir henni. Og dansinum líka. Bæði stunda þau nám við Háskóla Íslands en gefa sér tíma einu sinni í viku til að kenna öðrum Íslendingum hvernig best sé að hreyfa sig við suðræna tóna. „Salsa er bara eins og sósan, krydd í tilveruna,“ segir Pétur og rifjar upp árin sín í Mexíkó. „Þar dansa allir. Dansinn er hluti af lífi fóksins í land- inu.“ Námskeiðið sem Pétur og Edna bjóða upp á í Kramhúsinu er tilvalið fyrir pör og hjón. Bæði sem létt líkamsrækt og líka til að krydda sam- bandið. Pétur segir það mjög gaman að sjá oft fyrrverandi nemendur á dans- gólfinu í flottri salsa-sveiflu þegar þau hjónin fara út á lífið. Hvað lærir maður á námskeiðinu ykkar? „Þú lærir helstu grunnsporin í salsa og við einbeitum okkur að því að kenna bæði flott og sjóðheit spor fyrir pörin. Áherslan er á praktískt notagildi sporanna þegar komið er út á dans- gólfið hér sem erlendis. Þetta er líka spurning um að komast í rétta stuðið, læra að sleppa sér. Og dansa. Leyfa þessu að gerast. Salsa er ekki eins og einn af þessum stífu samkvæmisdön- sum. Salsa snýst um að njóta tónlist- arinnar og njóta lífsins.“ LÍFEFNAFRÆÐINEMINN PÉTUR ARI MARKÚSSON FINNUR SÉR TÍMA FRÁ SKÓL- ANUM OG BÖRNUNUM TIL AÐ DANSA. AÐ MINNSTA KOSTI EINU SINNI Í VIKU. Fann ástina og dansinn í Mexíkó „Salsa er bara eins og sósan, krydd í tilveruna“ ❤ Pétur Ari Markússon og Edna Mastache. Hjón og salsakennarar og litla stelpan þeirra, Ingunn María Aurora Mastache Pétursdóttir. S IR K U S M Y N D : H E IÐ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.