Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 3 Hvítlaukur er talinn afkom- andi villtrar lauktegundar sem vex í Mið- og Suðvestur-Asíu. Hvítlaukurinn sjálfur finnst hvergi villtur þó að hann hafi verið notaður í matargerð frá fornöld. Hvítlaukur er einna þekktastur fyrir lyktina, bæði lyktina af lauknum sjálfum og þeim sem hefur borðað hann. Lyktin mildast mikið við eldun og þumalputta- reglan er sú að eftir því sem hann er eldaður lengur minnkar lyktin. Lyktin er misvinsæl og fer það eftir menningarsamfélögum, en þar sem hann hefur verið notaður árþúsundum saman, eins og í Líb- anon, er lyktinni leyft að njóta sín, á meðan við á norðurhjara eldum hann vel og lengi. Lyktin kemur fram bæði í svita og andardrætti. Það er vegna þess að lyktargjafinn er brennisteins- efnasamband sem líkaminn getur ekki melt og því fer það út í blóðrásina. Efnið losnar svo úr líkaman- um um lungun og með svitanum. Neysla hvít- lauks hefur ýmsa læknisfræðilega kosti í för með sér. Í honum eru efnasambönd sem lækkað geta kólesteról í blóði og unnið gegn æðakölkun. Enn fremur inniheld- ur hann efnasambönd sem eru bakteríu- og sveppadrepandi og hefur því verið notaður í barátt- unni gegn ýmsum iðrasýkingum. Margar þjóðsögur tengjast hvítlauknum. Tilurð þeirra er útskýrð á þann hátt í kristinfræð- unum að þegar djöfullinn yfirgaf Eden hafi laukurinn vaxið þar sem hægri fótur hans kom niður, en hvítlaukurinn þar sem sá vinstri snerti jörð. Í þjóðsögum frá Aust- ur-Evrópu er hvítlaukurinn talinn vörn gegn varúlfum og blóðsug- um. Honum er þá komið fyrir í knippum við glugga og hurðir, auk þess að vera makað á skrárgöt og skorsteinsop. Ofnbakaður hvítlaukur – Forréttur Miðað við 4-6: 2-3 heilir hvítlaukar með stórum rifjum. Ristað brauð, skerið sneiðarnar í tvennt eða fernt. Sýrður rjómi eða óbragð- bætt jógúrt. Takið sem mest af hvíta þurra hýðinu utan af hvít- laukunum. Hýðið næst rifj- unum er ekki snert. Laukarnir eru hafðir heilir og ekki teknir í sund- ur. Laukarnir eru settir í lokað eld- fast mót eða inn í álpappír. Passið bara að hafa rúmt um laukana. Dreypið ögn af olíu yfir laukana, svolitlu salti og ögn af nýmuldum pipar. Bakið í ofni við venjulegan bökunarhita í um það bil hálfa klukkustund. Gott er að bæta á olí- una á miðjum bökunartíma. Bak- aðir líta laukarnir út eins og falleg blóm. Brauðið er smurt með jógúrt- inu eða rjómanum og safinn úr hvítlauksrifjunm er kreistur yfir brauðið. (Uppskrift af eldhus.is) Hvítlaukskjúklingur 2-4 kjúklingabringur 1-2 heilir hvítlaukar Smá af hvítlauksdufti, hvítlauks- salti, kød og grill, season all, cay- enne pipar hvítlauksolía til steikingar rifinn ostur Steikið kjúklinginn upp úr hvít- lauksolíu og brytjuðum hvítlauk við vægan hita og kryddið létt. Setjið í eldfast form og pressið 10 hvítlauksgeira yfir. Setjið ostinn yfir og eldið í ofni við 180° þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með brauði og fersku salati. tryggvi@frettabladid.is Vex ekki í villtri náttúru Hvítlaukur hefur verið notaður í matargerð frá fornöld. Nýir vefmiðlar hafa verið opn- aðir með upplýsingum um nær alla veitingastaði á Íslandi. Vefirnir www.veitingastadir.is og www.restaurants.is gera notend- um sínum kleift að leita á þægileg- an hátt að matsölustöðum við hæfi enda er hver og einn veitingastað- ur með sína upplýsingasíðu. Þannig er auðvelt að leita og flokka leitarniðurstöður eftir teg- und staðar, matargerð, staðsetn- ingu og verði. Auk þess er hægt að leita eftir stöðum sem bjóða upp á heimsendingu og „take-away“. Hægt er að skoða myndaalbúm margra veitingastaða og þeir sem bjóða upp á matseðla eða borða- pöntun á netinu eru einnig merkt- ir sérstaklega. Á síðunum er líka opið álits- kerfi þar sem notendur geta komið á framfæri áliti sínu á veit- ingastöðum, byggðu á eigin reynslu. Einnig er hægt að skoða ferskar uppskriftir bæði á íslensku og á ensku eftir því á hvorum vefnum notandi er. Stefnt er að því að síðurnar verði með leiki í hverri viku og munu þær gefa fjöldann allan af gjafakort- um á veitingastaði. Um veitingastaðina Uppskriftir og myndir er að finna á www.veitingastadir.is auk fróðleiks um matsölustaði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Stundum getur maður ekki staðist freist- inguna að narta á milli mála. Fyrir þá sem langar í eitthvað gott en eru komnir með leið á dæmigerðu snakki, s.s. poppi, flögum eða súkkulaði, er hægt að útbúa eigið snarl með lítilli fyrirhöfn. Í einni sviphendingu er hægt að galdra fram gómsætan skyndibita sem ætti að kitla bragðlaukana og klikkar ekki með góðu rauðvíni. Camembertosti er komið fyrir í eldföstu móti. Mango chutney er smurt yfir, en val- frjálst er hversu þykkt það er látið vera. Ristuðum furuhnetum er loks stráð yfir ostinn. Mótið er því næst sett inn í ofn við góðan hita og innan skamms ætti þetta gómsæta snarl að vera tilbúið. Camembert með rist- uðum furuhnetum PISTILLPISTILL Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Grænt salat með grilluðum geitaosti Það er heimsborgarbragur á þessu salati og hægt að bjóða það hverjum sem er hvenær sem er. Annað hvort sem lyst- aukandi forrétt eða sem glæsilegan, létt- an hádegisverð. Franski geitaosturinn er lykilatriði fyrir þetta salat og hann er hægt að fá í ostabúðum. 200 g klettasalatsblanda 100 g geitaostur 2 msk. ólífuolía 8 sneiðar af langbrauði (snittubrauði) 3 msk. valhnetuolía (má vera ólífuolía) 1 msk. sítrónusafi sjávarsalt og nýmalaður pipar Sósan: 3 msk. apríkósumarmelaði 4 msk. hvítvín 1 msk. dijon sinnep 1. Hitið olíu á pönnu og brúnið lang- brauðsneiðarnar á báðum hliðum. 2. Útbúið sósuna. Þrýstið marmelað- inu með sleif í gegnum sigti ofan í pott. Hitið það því næst og bætið hvítvíni og sinnepi út í. Látið malla á mjög lágum hita. 3. Hitið grillið í ofninum rétt áður en salatið er borið fram. Setjið 1 sneið af geitaosti ofan á hverja brauðsneið og grillið sneiðarnar í ofninum þang- að til osturinn byrjar að taka á sig gullinn lit. 4. Veltið salatinu upp úr blöndu af hnetuolíu og sítrónusafa. Skiptið sal- atinu á fjóra diska. Setjið tvær sneiðar af geitaost-brauði ofan á hvern skammt og dreypið apríkósusósunni yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.