Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 44
SIRKUS01.09.06 viðtalið8 P önkdrottningin Ellý Halldórsdótt- ir úr Q4U er komin aftur. Margir muna eftir henni rífandi kjaft og öskrandi í hringiðu pönksins. Nú verður hún ein aðalstjarnan í flaggskipi Stöðvar 2, X-Factor. Þar mun hún halda áfram að rífa kjaft og segja það sem henni finnst. Ellý er töffari sem hefur aldrei átt pening og fer sínar eigin leiðir. Sirkus hitti þessa drottningu til þess að skilja af hverju allir eru að tala um Ellý í Q4U. Hvar ertu búin að vera öll þessi ár? Ellý hugsar sig um. Margt hefur greinilega drifið á daga hennar. „Ég fór í meðferð, síðan í myndlistaskóla, flutti upp á Akranes og byggði mér einbýlis- hús,“ svarar hún hratt og örugglega. „Í stuttu máli þá fullorðnaðist ég mjög seint. Líklega ekki fyrr en ég var að verða þrítug. Þá fyrst fór ég að pæla í þess- um hlutum sem venjulegt fólk byrjar að díla við mun fyrr. Það var þá sem ég fór að hugsa út í að stofna heimili og gera eitthvað úr lífi mínu. Fram að því hafði ég lifað ótrúlegu lífi. Ég var náttúr- lega algjört skömbó, alltaf á djamminu og kynntist ótrúlegu fólki. Lifði meira að segja nánast á götunni í þrjú ár. En þessu líferni fylgir allt of mikil óregla. Áfengi og svo auð- vitað dópið. Síðan kom bara sá tími að ég gat ekki meira. Ég varð að hætta og þá fór ég í meðferð. Maður verður nefnilega aumingi á svona líf- erni. Ég var bara að drepast. Ég verð yfirleitt að klára allan kvótann í því sem ég er að gera. Og það var líka þannig þegar ég var í þessu. En þegar maður er á kafi í rugli er erf- itt að vita hvenær kvótinn er búinn.“ Og hvað svo? „Það kom einfaldlega að því að mig langaði að prófa að vera til. Gera eitthvað við líf mitt. Það var ekki auðvelt. Það tók mig langan tíma að snúa við blaðinu. Ég hef eytt um tvemur árum í allt í meðferð. Að því loknu fór ég í nám í Lista- háskólanum. Var þar í sex ár í fullu námi með þrjú lítil börn. Heimilis- reksturinn með náminu var oft erfiður en börnin mín eru ekki alveg eins stillt og þau áttu að vera. Eftir það var ég á fullu að mála, sem mér fannst frábært. Fyrir fjórum árum rak ég síðan augun í atvinnuauglýsingu og allt í einu var ég orðin forstöðumaður hjá Akranesbæ. Hef verið hér síðan og vinn með ungu fólki að alls kyns sköpun. Nokkur sumur í röð hef ég kennt tónlist og haldið utan um hæfileikakeppni barna á öllum aldri í Sumarbúðunum Ævin- týralandi.“ Ætlarðu ekkert að flytja aftur til borgarinnar? Nei. Ég elska að vera hérna. Þetta er lítið samfélag þar sem allir þekkja alla. Auðvitað voru sögur sem gengu um mig hérna til að byrja með. Ein var á þá leið að ég gengi með barn bæjarstjórans. Það var eiginlega bara fyndið. Svona sögur fá lítið á mig. Þær hafa lengi elt mig og sumar verri en þessi. En mér er líka eiginlega drullu sama hvað fólk heldur um mig. Ég er bara ég. Sumar sögur eru vissulega sannar en þeim sögum er best að gleyma ... Ástfangin af Akranesi? „Já. Um leið og ég réð mig hingað til starfa festi ég kaup á lítilli lóð. Án þess að eiga nokkurn pening réðst ég síðan í framkvæmd- ir og byggði mér hús. Alein. Auðvitað með hjálp frá ýmsum góðum vinum. En mest- megnis alein. Búinn að smíða stóran sólpall, þekja og gróðursetja tré og núna er ég að helluleggja fyrir framan húsið, en þá er þetta að verða búið.“ Hvernig ferðu að þessu? „Ég veit það ekki. Ég er búin að vera ein svo lengi. Kann eiginlega ekki annað. Ég hugsa til dæmis að það þyrfti mikið að gerast til þess að ég yrði ástfangin. Lang- ar eiginlega ekkert í mann aftur. Nema kannski ein- hvern til að hjálpa mér með reikn- ingana ...“ Og núna ertu á leið- inni í sjónvarp. Hvernig datt þeim í hug að fá þig? „Ég held að Páll Óskar, vinur minn, hafi bent á mig. Það var bara hringt í mig einn daginn. Ég var í frekar fúlu skapi og hélt fyrst að þetta væri einhver sölumaður í símanum. Ég var beðin um að koma í prufu. Mér brá þegar þangað var komið því að ég misskildi eitthvað og hélt að þeir væru að bjóða mér starfið en þetta var prufa og fullt af öðru fólki. En það skiptir ekki máli núna, ég fékk starfið!“ Eru menn hræddir um að þú gerir einhvern skandal í sjónvarpinu? „Jú, jú, örugglega. En ég er engin puntudúkka og verð það aldrei. Ég ætla bara að segja álit mitt, óháð því hvort ég er í sjón- varpinu eða ekki.“ Hvort sem Ellý á eftir að skandalísera landann viku- lega úr dómarasætinu sínu í X-faktor eða ekki mun koma í ljós. Eitt er víst að Ellý er alvöru kona, alvöru íslendingur sem á eftir að segja það sem allir hugsa en enginn þorir að segja. Er hægt að biðja um meira? FYRIR 20 ÁRUM VAR ELLÝ Í Q4U HEITASTA GELLAN Í BÆNUM. NÚ SNÝR HÚN AFTUR. ÞREM MEÐFERÐUM OG ÞREM BÖRNUM SÍÐAR. OG HÚN HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT. Ég er engin puntudúkka AUÐVITAÐ VORU SÖGUR SEM GENGU UM MIG HÉRNA TIL AÐ BYRJA MEÐ. EIN VAR Á ÞÁ LEIÐ AÐ ÉG GENGI MEÐ BARN BÆJARSTJÓRANS. S IR K U S M Y N D : A R I M A G G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.