Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 23 Byr ehf., eignarhaldsfélag Tæknivals hf., hefur keypt fyrirtækið Urðir rekstrarvörur ehf. Gengið var frá kaupunum 18. ágúst. Urðir rekstrarvörur er sérhæft fyrirtæki í sölu á rekstrar- og fylgivöru fyrir tölvur og prentara auk þess sem fyrirtækið hefur um árabil boðið öfluga viðgerðar- og tækniþjónustu á tölvubúnaði og jaðartækjum. Fyrirtækið verður rekið áfram sem sjálfstætt fyrirtæki, en í tilkynningu um kaupin kemur fram að efla eigi það enn frekar á sviði innflutn- ings og heildsölu. Í kjölfar eigendaskiptanna var einnig gengið frá kaupum fyrirtækisins á öllum lager þrotabús Tölvudreifingar hf. og Expert hf. með það í huga að efla vöruframboð Urða rekstr- arvara. - óká Byr með Urði rekstrarvörur Jarðboranir, sem voru yfirteknar af Atorku Group fyrr á árinu, skil- uðu 402 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins sam- anborið við þrjú hundruð milljónir króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIT- DA) var 746 milljónir króna sem er 35 pró- senta aukning á milli ára. Velta Jarðborana jókst um 23 prósent á fyrri hluta ársins. Félag- ið greiddi einn milljarð í arð til Atorku sem skýrir lækkun eigin fjár úr þremur millj- örðum króna um ára- mótin í 2,4 milljarða í lok júní. Forsvarsmenn Jarðborana segja að verkefnastaða félags- ins sé góð, jafnt innan- lands sem utanlands. Í júlí kom borinn Drill- mec HH-200S til lands- ins sem kostaði átta hundruð milljónir króna. - eþa BORVINNA Jarðboranir högnuðust um 402 milljón- ir. króna. Góður gangur hjá Jarðborunum Nýir eigendur greiddu út einn milljarð í arð. Stjórnir ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo IMI samþykktu samruna þessa tveggja af stærstu bönkum landsins á laugardag. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðs- virði upp á um 66 milljarða evrur, jafnvirði tæplegra 6.600 milljarða íslenskra króna. Tillagan verður borin undir hluthafa bankanna í desember og er horft til þess að sameiningu bankanna ljúki í upphafi næsta árs. Fastlega er búist við að hinn sameinaði banki muni einoka bankamarkaðinn á Ítalíu með tuttugu prósenta markaðshlutdeild en útibú bankans verða helmingi fleiri en útbú helstu keppinauta á ítalska bankamark- aðnum. Samruninn þykir nokkur sigur fyrir Mario Draghi, seðlabanka- stjóra Ítalíu, sem er fylgjandi samruna ítalskra fjármálastofn- ana, en búist er við að fleiri ítalsk- ir bankar muni sameinast á næst- unni. Stjórnendur bankanna segja um talsverða hagræðingu að ræða og búast við að hagnaður bank- anna muni aukast um allt að tíu prósent við samrunann. Greining- araðilar á Ítalíu segja hins vegar að bankarnir verði að vinna að sameiningunni í samvinnu við verkalýðsfélög því líkur séu á að starfsfólki verði fækkað í kjölfar- ið. - jab BANCA INTESA Með samruna ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo IMI verður til tíundi stærsti banki Evrópu. Risasamruni banka á Ítalíu Fasteignafélagið Stoðir hagnaðist um tæplega 4,2 milljarða króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður félagsins hefur tæplega fimm- faldast frá sama tímabili í fyrra. Heildareignir Stoða eru 104,7 milljarðar króna og hafa aukist um rúmlega 32 milljarða króna frá því í árslok 2005. Eigið fé félagsins nemur um 15,3 millj- örðum króna. Stoðir eiga fasteignir á Norðurlöndunum og er heildar- fermetrafjöldi þeirra rúmlega fimm hundruð þúsund. Rúmlega fimm hundruð leigutakar skipta við félagið. - jsk Hagnaður Stoða fimmfaldast KRINGLAN Fasteignafélagið Stoðir á fjölda húseigna hér og víðar um heim. Þar á meðal er Kringlan í Reykjavík. Dagvöruverslun dróst saman um 3,9 prósent í júlí samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV). Velta í dagvöruverslun var 0,6 prósentum minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur varð í áfengiskaup- um, eða 18,2 prósent milli ára. Í tilkynningu frá RSV segir að samdráttur í dagvöruveltu veiti vísbendingu um að töluvert sé að draga úr veltu í hagkerfinu. Minni áfengiskaup skýrist þó að mestu af tímasetningu verslunarmanna- helgarinnar sem hafi verið tiltölulega seint í ár miðað við í fyrra. - jsk Samdráttur í dagvöruverslun Njótum fless a› bor›a hollt! Weetaflakes eru n‡jar heilkornaflögur frá Weetabix fyrir alla fjölskylduna. Gómsætar, léttar og stökkar flögur og flær fyrstu sem innihalda heilsukolvetni (Pre-biotic) sem veitir magastarfseminni nau›synlegan stu›ning. Trefjaríkar Úr heilu korni Heilsukolvetni Stökkar flögur Minni sykur Fitulitlar (Pre-biotic) H eil sukolvetni Pre-bioti c E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 12 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.