Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 24
7. september 2006 FIMMTUDAGUR24
hagur heimilanna
Lonely Planet the Travel Book:
A Journey Through Every
Country in the World
Amazon.com + ShopUSA
Bók og sendingarkostnaður frá
Amazon: 1.644 kr.
Flutningur, tollur,
heimsending o.fl.: 954
kr.
VSK: 364 kr
Samtals: 2.962 kr.
Mál og menning: 5.995 kr. –
Mismunur: 3.033 kr.
Ipod Nano 4 gb
Amazon.com +
ShopUSA
Ipod og sendingar-
kostnaður frá
Amazon: 15.394
Flutningur, tollur,
heimsending o.fl.:
8.489 kr.
VSK: 5.984 kr.
Samtals: 30.407 kr.
Apple á Íslandi: 33.990 kr. –
Mismunur: 3.583 kr.
XPS M2010 fartölva með 20“ skjá
Dell.com +
ShopUSA
Fartölva og
sendingarkostn-
aður frá Dell:
248.796
Flutningur,
tollur, heimsending o.fl.: 32.529 kr.
VSK: 68.925 kr.
Samtals: 350.249 kr.
EJS: 450.000 kr. –
Mismunur: 99.751 kr.
NOKKUR VERÐDÆMI MEÐ REIKNIVÉL SHOPUSA
Það er orðin hálfgerð þjóð-
aríþrótt hjá Íslendingum
að kaupa vörur á netinu.
Daglega streyma pakkar og
pinklar inn á gólf Póstmið-
stöðvarinnar uppi á Höfða
sem þar eru tollafgreiddir
og síðan keyrðir til eiganda
sinna. Magnið er slíkt að
óvinnandi vegur er að tolla
allar sendingarnar. Sumt
sleppur því við tollafgreiðslu
og berst toll- og virðisauka-
laust til eigandans. Slíkt má
kalla óvæntan lottóvinning.
Tölur sýna að gífurleg aukning er
á að fólk panti hluti að utan og láti
senda sér. Árið 2005 afgreiddi
Pósturinn um 92.000 tollskyldar
sendingar til einstaklinga. Vöxtur-
inn var 32% á milli áranna 2003 og
2004 og 59% á milli áranna 2004 og
2005. Fyrstu sex mánuðir þessa
árs sýndu 12% vöxt miðað við árið
í fyrra. Pósturinn afgreiðir allar
sendingar sem koma með almenn-
um pósti, en við þetta bætast DHL
og FedEx sendingar sem eru
afgreiddar annars staðar.
Jólagjafirnar streyma í gegn
Enn einn möguleikinn er svo að
nota sér þjónustu ShopUSA, en fyr-
irtækið tók til starfa árið 2003. Þeir
sem það gera panta hjá bandarísk-
um netbúðum, láta senda vöruna í
vöruhús ShopUSA í Virginíuríki í
Bandaríkjunum og síðan sér fyrir-
tækið um að koma vörunni til
Íslands. Lokasprettinn í þessu ferli
á Pósturinn sem keyrir vöruna
heim að dyrum.
Hildur Hauksdóttir er fram-
kvæmdastjóri ShopUSA og hefur
aðsetur í Virginíu. Hún segir pönt-
unum hafa fjölgað gífurlega. „Í
fyrra fóru í gegnum okkur 15.000
sendingar sem var um 120 pró-
senta aukning frá árinu á undan.
Við erum að búast við 60 prósenta
aukningu á Íslandi á þessu ári. Nú
fara að meðaltali um 460 pantanir í
gegnum okkur vikulega, en ég á
von á því að umferðin þrefaldist nú
mánuðina fyrir jólin. Jólagjafirnar
eru meira að segja strax byrjaðar
að streyma í gegnum okkur.“
Rófur og uppstoppaður refur
Hildur segir fjölbreytnina mikla í
því sem landinn er að panta. „Meðal
þess sem keypt er er undirfatnað-
ur, tölvur, dekk undir bílinn, bíla-
varahlutir, hljóðfæri og barna-
vagnar. Einnig er mikið magn af
ökutækjum að fara í gegnum
okkur; bílar, mótorhjól, fellihýsi,
húsbílar, vespur, golfbílar og svo
framvegis.“
Ýmsir óvenjulegir hlutir koma
stundum upp á borð. „Eitt það
skrítnasta sem ég man eftir eru
rófur sem keyptar voru á eBay af
einhverjum bændum, en við urðum
því miður að stoppa þá sendingu
því heimild fékkst ekki á innflutn-
ingi. Ýmis önnur matvara kemst þó
alla leið, margir panta t.d. morgun-
korn sem er ófáanlegt á Íslandi eins
og Trix og Froot Loops. Einu sinni
kom uppstoppaður refur til okkar
og brá mönnum þá mjög í brún.
Hann var keyptur á eBay eins og
flestir þessara skrítnu hluta, m.a.
orður úr fyrri heimsstyrjöld og
gamall hermannafatnaður. Eitt-
hvað er stöðvað af tollayfirvöldum,
en flest nær í gegn. Skátarnir pönt-
uðu til dæmis hundruð vatnsbyssa
fyrir sumarið sem komust alla leið.
Það er skemmtilegt að sjá hvað er
að fara í gegnum okkur.“
Lægra verð
Mörgum finnst verslun á netinu
spennandi og þægilegur möguleiki
og ekki spillir fyrir að verðið er
mjög oft lægra en gengur og gerist
í íslenskum verslunum. Á uppboðs-
vefnum eBay má oft gera góð kaup,
en stundum líka slæm, þegar hlutir
reynast gallaðir eða ekki í sam-
ræmi við lýsingu. Fjölmargar net-
verslanir eru í boði og má meðal
annars sjá lista yfir þær á vef
ShopUSA. Reynslan hjá ShopUSA
er að flestar pantanir koma inn á
milli 22 og 24 á kvöldin. Þetta er
athyglisvert og sýnir að verslun á
netinu er orðin hálfgerð dægra-
dvöl sem fólk stundar eftir vinnu-
daginn þegar krakkarnir eru komn-
ir í rúmið. Einu sinni flykktist
landinn í erlendar verslunarmið-
stöðvar en nú virðist hann sitja
sem fastast við tölvunar sínar.
gunnarh@frettabladid.is
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
R
V
62
15
C
Hvítur sápuskammtari Foam
Hvítt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur
Á tilboði í september
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
3.982 kr.
1.865 kr.
1.865 kr.
Hvítur enMotion snertifrír skammtari
Sala á rauðvíni í lítrum
Útgjöldin
Netverslun eykst hratt
FRÁ PÓSTMIÐSTÖÐINNI Pantanir bíða eiganda sinna í hrúgum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þegar ég hugsa um öll þau
kaup sem ég hef gert í gegnum
tíðina þá hugsa ég að
þau bestu séu árskort
í líkamsrækt. Það
fær maður borgað
margfalt til baka,“
segir bakarinn og
líkamsræktarjöf-
urinn Jóhannes
Felixson, sem
Íslendingum er að
góðu kunnur
sem Jói Fel.
Hann segir
að gæði
þessara
kaupa
megi
rökstyðja á margan hátt. Helsti
kosturinn sé samt sá að þangað
fari hann glaður og komi svo
út í enn betra skapi. „Þannig
tekst maður á við daginn
í góðu skapi sem fleytir
manni mikið lengra en
það slæma. Ég hef stund-
að líkamsrækt í tuttugu
ár og æft mikið en ég verð
að viðurkenna að þegar
World Class í
Laugum tók
til starfa
opnaðist
fyrir
manni ný
vídd.
Jói
hugsar eins og þekkt er mikið
um heilsuna og því kemur
ef til vill mörgum á óvart
að verstu kaupin eru tengd
tilraunum hans til að stunda
holla lifnaðarhætti. „Í einhverri
tilraunastarfsemi ákvað ég að
kaupa einhvern grænmetisborg-
ara fyrir nokkrum árum. Ég fæ
enn óbragð í munninn þegar ég
hugsa um það enda varði það
í marga daga. Ég get ekki skilið
fólk sem sættir sig við slíkt með
fullri virðingu þó. Það er bara
þannig að þegar ég vil fá mér
borgara verður hann að vera
ekta, það er tvöfaldur með beik-
oni og frönskum, Annað gengur
bara ekki fyrir mig.“
NEYTANDINN: JÓHANNES FELIXSON BAKARI
Finn enn óbragðið af borgaranum
Dýrasta bindið á Íslandi fæst hjá Sævari Karli og kostar 12.100
kr. Það er frá Armani og fæst í ýmsum litum og áferðum.
Ódýrasta bindið er hinsvegar til sölu í Rúmfatalagernum
og kostar 199 krónur. Það er því hægt að fá sextíu Rúm-
fatalagersbindi fyrir eitt Armani-bindi. Rúmfatalagersbind-
in eru fáanleg í mörgum mismunandi litum og gerðum
líkt og Armani-bindin og eru úr 100% pólýester. Armani
bindin eru hinsvegar úr silki.
■ Dýrast / ódýrast
Bindi
BINDI Kostar þetta 199
eða 12.100? Gettu nú!
Könnun meðal íbúa Evrópusambandsins leiddi í ljós að 41% aðspurðra telur
varasöm kemísk efni í neysluvörum vera eitt helsta umhverfisvandamálið í dag. Á
vef Neytendasamtakanna kemur fram að
hér á landi sé þessum málum ekki nægur
gaumur gefinn og minnt á að mannkyn-
ið sé í snertingu við fleiri gerðir efna og
efnasambanda en nokkru sinni fyrr. Mörg
þeirra efna sem nú eru notuð eru þrávirk
og safnast því fyrir í vefjum og fitu dýra,
geta verið krabbameinsvaldandi, haft áhrif
á frjósemi og valdið ofnæmi.
■ Verslun og þjónusta
Kemísk efni í neysluvörum valda ótta
Með því að kaupa áskriftarkort í
Þjóðleikhúsið getur þú sparað 20
prósent og átt síður hættu á að missa
af sýningum. Kortið gildir fyrir fimm
sýningar, fjögur valin verk af Stóra
sviðinu og eina sýningu að eigin vali.
Verðið á slíku korti er 12.000 krónur
en 1.000 króna afsláttur er veittur af
því fyrir aldraða og öryrkja.
■ Hvað kostar... áskriftarkort í Þjóðleikhúsið?
GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. Gjafakort
fyrir einn kostar 2.700 krónur og
5.400 fyrir tvo.
Ólína safnar húsráðum
og á minnisbók sem hún
safnar þeim í. „Þessi vitn-
eskja er bæði gömul og
ný en ég prófa öll húsráð
til að vita hvort þau virki.
Núna í svipinn man ég
eftir einu ráði úr bókinni
góðu en það er að spreyja kóki til að ná
klessum af framrúðu bílsins. Ég man líka
eftir töfraráði til að lækna eyrnabólgur
barna. En við þeim er gott ráð að sjóða
lauk í fimm mínútur, sneiða hann síðan
og setja í þvottapoka. Þegar pokinn er
orðinn þægilega heitur er hann settur
undir eyrað og legið á honum þar til
pokinn er orðinn kaldur.”
GÓÐ HÚSRÁÐ
KÓK Á KLESSUR
✫ Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðing-
ur segir gott ráð að nota kók til að ná
klessum af bílrúðum.
1995
Lí
tr
ar
60
3.
05
6
2000 2005
1.
21
5.
60
2
2.
06
7.
52
8
„Ég hef til dæmis keypt mikið af
fötum og tölvuleikjum fyrir son minn.
Þetta hefur þó minnkað mikið. Það
síðasta sem ég keypti var
Pilates DVD-diskur fyrir
sirka einu og hálfu ári.
Hins vegar geri ég
mikið af því að afla
mér upplýsinga um
vörur á netinu. Þegar
ég er orðin ákveðin
í því hvað ég ætla
að kaupa fer ég
bara og kaupi hlutinn í innlendri búð.
Þó það sé ef til vill eitthvað dýrara er
maður laus við bið og vesen.“
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður
„Já ég hef pantað bækur, og þá ekki
síður beint af forlögunum
en hjá Amazon. Þetta
hefur allt saman geng-
ið ágætlega en það er
allur gangur á því hvort
maður þarf að borga
toll eða ekki. Ég sé bara
enga reglu á því, þetta
virðist bara vera einhver
happa og glappa-
aðferð hjá tollinum.“
Baldur Þórhallsson,
stjórnmálafræðingur
HEFURÐU PANTAÐ
EITTHVAÐ Á NETINU?