Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 26
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.073 –0,13% Fjöldi viðskipta: 196 Velta: 2.171 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ACTAVIS 64,50 +0,00% ... Alfesca 4,68 +0,00% ... Atlantic Petrol- eum 568,00 -2,41% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Avion 33,40 +0,30% ... Bakkavör 54,10 -0,19% ... Dagsbrún 4,97 -1,00% ... FL Group 18,70 -0,53% ... Glitnir 19,90 -0,50% ... KB banki 836,00 +0,00% ... Landsbankinn 25,50 +0,39% ... Marel 76,00 -0,65% ... Mosaic Fashions 17,60 +0,57% ... Straumur-Burðarás 16,70 -0,60% ... Össur 123,00 -1,21% MESTA HÆKKUN Icelandic Group +2,69% Mosaic +0,57% Landsbankinn +0,39% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -2,41% Vinnslustöðin -2,33% Flaga -1,97% Ísraelska fyrirtækið Amiad Filt- ration Systems, sem framleiðir og dreifir vatnshreinsibúnaði, skilaði um 150 milljóna króna hagnaði á fyrra hluta árs og batnaði afkom- an um fimm prósent á milli ára. Atorka er meðal stærstu hlut- hafa í Amiad en tólf prósenta hlut- ur íslenska félagsins er metinn á rúman hálfan milljarð króna. - eþa Amiad hagnast Stjórn Vistor hf. hefur samþykkt að skipta félaginu upp í tvö aðskil- in félög. Er það sagt gert til að auka sóknarfæri og skerpa áhersl- ur í starfseminni. Nýtt dreifingarfyrirtæki að nafni Distica hf. sinnir vörustjórn- un og dreifingu fyrir Vistor og aðra innan lyfja- og heilbrigðis- geirans. „Vistor hf. mun einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóð- endur fyrirtækisins,“ segir í til- kynningu, meðan Distica tekur við dreifingarstarfsemi Actavis á Íslandi frá og með áramótum. Rekstur félaganna, sem bæði eru í eigu eignarhaldsfélagsins Veritas Capital hf., verður aðskilinn og lúta þau sinni stjórninni hvort. Gylfi Rútsson hefur verið ráðinn forstjóri Distica. Forstjóri Vistor er Hreggviður Jónsson. - óká Vistor skipt í aðskilin félög Norska fjármálaráðuneytið hefur sett á fót sérstakt eignastýringa- svið sem ber ábyrgð á fjárfesting- arstefnu norska ríkislífeyrissjóðs- ins og framkvæmd hennar. Nýja deildin hefur einnig umsjón með því að framfylgja og endurskoða siðareglur sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn skiptist í tvær deildir; innlendar fjárfest- ingar og erlendar fjárfestingar en undir þær fellur gamli Olíusjóður- inn. „Það er markmið ráðuneytis- ins að norski ríkislífeyrissjóður- inn verði best rekni sjóður í heimi,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Norski seðlabankinn greindi frá því að hann myndi kaupa daglega um níu milljarða króna í gjaldeyri sem varið verður til fjárfestinga í erlendum verðbréfum. - eþa Styrkja norska lífeyrissjóðinn Data Íslandia var fulltrúi Íslands á nýafstaðinni stórráðsstefnu um upplýs- ingatækni og gagnavistun í Þýskalandi. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sem er í sameiginlegri eigu Símans og Skýrr og vinnur með Farice, vill nýjan sæstreng til Írlands, ekki Skotlands. Data Íslandia kynnti samkeppnis- hæfni íslenskrar upplýsingatækni á alþjóðlegum markaði á stærstu ráðstefnu um upplýsingatækni og gagnahýsingu á Storage Network World - Europe 2006, í Frankfurt í Þýskalandi sem lauk í gær. For- svarsmenn fyrirtækisins segja að vel hafi gengið, náðst hafi sam- band við fjölda fyrirtækja og næstu vikur fari í að vinna úr gögnum. Ráðstefnuna í Frankfurt sóttu helstu ráðamenn lítilla og stórra fyrirtækja og samtaka, bæði í opin- bera geiranum og einkageiranum, með það fyrir augum að afla sér upplýsinga um það nýjasta og besta í upplýsingatækni, hugbún- aði og þjónustu, svo og öðrum vörum tengdum vistun á rafræn- um gögnum og stjórnun og rekstri þeirra. Data Íslandia var boðið að kynna íslenska upplýsingatækni og sam- keppnishæfni í aðalframsögu á ráðstefnunni. Sol Squire, fram- kvæmdastjóri Data Íslandia, segir landið hafa verið kynnt sem ákjós- anlegasta staðinn fyrir langtíma- vistun á rafrænum gögnum í allri Evrópu. „Hér er tæknigeta mikil og hátt menntunarstig, efnahagur- inn er stöðugur og umhverfið frið- sælt. Hér getum við komið hlutum í verk mun hraðar en hægt er í öðrum löndum, auk þess sem landfræðileg staðsetning og þjóð- félagsgerð gerir okkur að nokkurs konar stuðpúða milli ólíkra viðskiptaheima.“ Við kynningu á landinu var einn- ig mikil áhersla lögð á Farice sæstrenginn og bendir Sol Squire á að þeir hnökrar sem þar hafi orðið á tengingum hafi allir verið í landi í Skotlandi. „Rekstur strengsins hefur verið áreiðanlegur og í raun aldrei brugðist frá því að hann var tengd- ur,“ segir hann og kveðst stefna á viðskipti við stærstu fjölþjóðafyrir- tæki í Evrópu og að hýsa fyrir þau gríðarlegt magn af rafrænum gögn- um. Hann segir þó einnig horft til þess að á næstunni verði lagður nýr sæstrengur og það muni gulltryggja stöðu landsins sem vænlegrar mið- stöðvar gagnahýsingar. „Best væri að leggja nýjan streng beint til Írlands í tengipunkta sem ná svo yfir Atlantshafið. Eða tryggari tengingu beint til Manchester eða Liverpool. Í þessum efnum þarf að horfa til fram- tíðar, en möguleikarnir eru ótrúlegir. Það sagði mér framleiðandi eins mest notaða vistunarbúnaðar í heimi að hér hefðum við möguleika á að búa til „gagnamiðstöð guðanna.“ Það hljómar vel enda fengi ég þar með hlutverk Þórs,“ segir hann og hlær. Data Íslandia hefur notið fulls stuðnings Fjárfestingarstofu Íslands enda fara saman áherslur í kynning- arstarfi. „Því er þetta kjörið tæki- færi til að kynna íslenska upplýs- ingatækni og þekkingariðnað og Ísland sem raunhæfan fjárfestinga- kost fyrir erlenda aðila,“ segir Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fjár- festingarstofunnar. Data Íslandia er samstarfsvettvangur Símans og Skýrr. Sol Squire segir þar engan skugga hafa borið á þrátt fyrir nýlegar breytingar í eignarhaldi Skýrr. „Alls ekki, enda sýnir sig þar að hagnaðarvæntingar vega þyngra en einhverjar fyrirtækja- væringar. Svo er fyrirtækjalands- lagið líka svo síkvikt að fólk setur slíkt ekki fyrir sig. Við vinnum bara áfram að okkar góðu málum.“ olikr@frettabladid.is SOL SQUIRE Framkvæmdastjóri Data Íslandia segir reynslu sína að ljósleiðarar í Skotlandi laði að sér bæði skóflu og rottur og því vænlegra að leggja nýjan streng annað. Mögulegur stuðpúði ólíkra viðskiptaheima Christer Gardell, sænsk- ur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm pró- senta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og legg- ur auk þess til að hlutar af starf- semi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flug- þróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: „Það er verðlagt á 53 pró- sent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.“ Gardell lofar verk Leifs Johansson, for- stjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórn- armenn haldi forstjór- anum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórn- arfundi sem áheyrnar- fulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í hand- bært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 pró- sent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hlutur- inn í genginu 428. Kaupþing í Sví- þjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa Volvo er annar stærsti framleiðandi vörubíla í heiminum. Gardell vill komast í digra sjóði Volvo Gamall bandamaður Burðaráss næststærstur í Volvo. MARKAÐSPUNKTAR Evrópusambandið hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir aðildarríki sam- bandsins. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Gangi spáin eftir verður methagvöxtur. Verð á Brent norðursjávarolíu hefur farið lækkandi að undanförnu. Í gær fór fatið undir 67 bandaríkjadali og virðist þrýst- ingur til skamms tíma vera til lækkunar. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er töluverð hætta á að á árinu 2007 hægi verulega á hagvexti í heiminum en hagvöxtur hefur verið mikill undanfarin ár. Grædd eru geymd hlutabréf Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista, sem fer á markað í næstu viku, er í eigu 38 hluthafa. Bakka- bræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, fara með 47 prósenta hlut sem metinn er á yfir eitt hundruð milljarða króna. Aðrir hluthafar eru meðal annars KB banki, sparisjóðir og lífeyrissjóðir auk starfsmanna. Þá bregður fyrir litlum fjárfestum sem voru eitt sinn hluthafar í Vátryggingafélagi Íslands en gengu ekki að yfirtökutilboði sem lagt var fram í VÍS í árslok 2004. Þegar Exista keypti VÍS í maí fengu hluthafar síðarnefnda félagsins hlutabréf í Exista í staðinn. Það er fulljóst að þessir sömu fjárfestar tóku rétta ákvörðun að eiga bréf sín áfram í VÍS - jafnvel þótt félagið hafi verið tekið af markaði, enda jókst verðmæti VÍS um 150 prósent á einu og hálfu ári. Vista virðist á næstu grösum Microsoft hefur gefið út síðustu vinnuútgáfu af nýj- asta stýrikerfi sínu, Windows Vista, Release Candi- date 1. Útgáfan er talin vísbending um að fyrirtæk- inu takist að halda útgáfuáætlun sinni, en endanleg útgáfa á að vera tilbúin í janúar næstkomandi. Með þessu er stýrikerfið komið af svonefndu betapróf- anastigi og einungis eftir minni háttar lagfæringar og stillingar. Útgáfu Vista hefur hins vegar nokkrum sinnum verið frestað og spurning hversu mikið er óhætt að lesa í þessa þróun mála. Computerworld í Danmörku rifjar hins vegar upp að þegar Microsoft gaf út Wind- ows XP, nýjustu útgáfu stýrikerfisins, hafi liðið um það bil tveir mánuðir frá RC1 útgáfunni þar til stýrikerfið var afhent tölvu- framleiðendum. Peningaskápurinn... Dótturfélag Baugs, Woodward Foodservice, tilkynnti í gær um kaup á samkeppnisaðilanum DBC Foodservice. Woodward sér veit- inga- og öldurhúsum, hótelum og skólum í Bretlandi fyrir matvöru af ýmissi gerð. Áætluð velta sam- einaðs félags er 500 milljónir punda á ári, sem nemur um 65,5 milljörð- um íslenskra króna. Úr verður þriðji stærsti birgðasali í veitinga- þjónustu af þessu tagi í Bretlandi. Baugur er orðinn mikilvægur leikmaður á breskum smásölu- markaði og vangaveltur um frek- ari fyrirætlanir félagsins þar eru oft líflegar. Í gær fullyrti Financial Times að félagið hefði í hyggju að taka yfir bresku verslanakeðjuna Woolworths og fækka verslunum hennar verulega. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni og er meðal stærstu hluthafa. Talsmenn Baugs vilja ekki tjá sig um málið og segja það ekki annað en vanga- veltur. Vitað er að margir hluthafar Woolworths telja fýsilegan kost að skipta upp félaginu og þykir líklegt að Baugur deili þeirri skoðun. - hhs Dótturfélag Baugs eykur umfang sitt Baugur einnig orðaður við áhuga á Woolworths.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.