Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 26

Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 26
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.073 –0,13% Fjöldi viðskipta: 196 Velta: 2.171 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ACTAVIS 64,50 +0,00% ... Alfesca 4,68 +0,00% ... Atlantic Petrol- eum 568,00 -2,41% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Avion 33,40 +0,30% ... Bakkavör 54,10 -0,19% ... Dagsbrún 4,97 -1,00% ... FL Group 18,70 -0,53% ... Glitnir 19,90 -0,50% ... KB banki 836,00 +0,00% ... Landsbankinn 25,50 +0,39% ... Marel 76,00 -0,65% ... Mosaic Fashions 17,60 +0,57% ... Straumur-Burðarás 16,70 -0,60% ... Össur 123,00 -1,21% MESTA HÆKKUN Icelandic Group +2,69% Mosaic +0,57% Landsbankinn +0,39% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -2,41% Vinnslustöðin -2,33% Flaga -1,97% Ísraelska fyrirtækið Amiad Filt- ration Systems, sem framleiðir og dreifir vatnshreinsibúnaði, skilaði um 150 milljóna króna hagnaði á fyrra hluta árs og batnaði afkom- an um fimm prósent á milli ára. Atorka er meðal stærstu hlut- hafa í Amiad en tólf prósenta hlut- ur íslenska félagsins er metinn á rúman hálfan milljarð króna. - eþa Amiad hagnast Stjórn Vistor hf. hefur samþykkt að skipta félaginu upp í tvö aðskil- in félög. Er það sagt gert til að auka sóknarfæri og skerpa áhersl- ur í starfseminni. Nýtt dreifingarfyrirtæki að nafni Distica hf. sinnir vörustjórn- un og dreifingu fyrir Vistor og aðra innan lyfja- og heilbrigðis- geirans. „Vistor hf. mun einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóð- endur fyrirtækisins,“ segir í til- kynningu, meðan Distica tekur við dreifingarstarfsemi Actavis á Íslandi frá og með áramótum. Rekstur félaganna, sem bæði eru í eigu eignarhaldsfélagsins Veritas Capital hf., verður aðskilinn og lúta þau sinni stjórninni hvort. Gylfi Rútsson hefur verið ráðinn forstjóri Distica. Forstjóri Vistor er Hreggviður Jónsson. - óká Vistor skipt í aðskilin félög Norska fjármálaráðuneytið hefur sett á fót sérstakt eignastýringa- svið sem ber ábyrgð á fjárfesting- arstefnu norska ríkislífeyrissjóðs- ins og framkvæmd hennar. Nýja deildin hefur einnig umsjón með því að framfylgja og endurskoða siðareglur sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn skiptist í tvær deildir; innlendar fjárfest- ingar og erlendar fjárfestingar en undir þær fellur gamli Olíusjóður- inn. „Það er markmið ráðuneytis- ins að norski ríkislífeyrissjóður- inn verði best rekni sjóður í heimi,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Norski seðlabankinn greindi frá því að hann myndi kaupa daglega um níu milljarða króna í gjaldeyri sem varið verður til fjárfestinga í erlendum verðbréfum. - eþa Styrkja norska lífeyrissjóðinn Data Íslandia var fulltrúi Íslands á nýafstaðinni stórráðsstefnu um upplýs- ingatækni og gagnavistun í Þýskalandi. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sem er í sameiginlegri eigu Símans og Skýrr og vinnur með Farice, vill nýjan sæstreng til Írlands, ekki Skotlands. Data Íslandia kynnti samkeppnis- hæfni íslenskrar upplýsingatækni á alþjóðlegum markaði á stærstu ráðstefnu um upplýsingatækni og gagnahýsingu á Storage Network World - Europe 2006, í Frankfurt í Þýskalandi sem lauk í gær. For- svarsmenn fyrirtækisins segja að vel hafi gengið, náðst hafi sam- band við fjölda fyrirtækja og næstu vikur fari í að vinna úr gögnum. Ráðstefnuna í Frankfurt sóttu helstu ráðamenn lítilla og stórra fyrirtækja og samtaka, bæði í opin- bera geiranum og einkageiranum, með það fyrir augum að afla sér upplýsinga um það nýjasta og besta í upplýsingatækni, hugbún- aði og þjónustu, svo og öðrum vörum tengdum vistun á rafræn- um gögnum og stjórnun og rekstri þeirra. Data Íslandia var boðið að kynna íslenska upplýsingatækni og sam- keppnishæfni í aðalframsögu á ráðstefnunni. Sol Squire, fram- kvæmdastjóri Data Íslandia, segir landið hafa verið kynnt sem ákjós- anlegasta staðinn fyrir langtíma- vistun á rafrænum gögnum í allri Evrópu. „Hér er tæknigeta mikil og hátt menntunarstig, efnahagur- inn er stöðugur og umhverfið frið- sælt. Hér getum við komið hlutum í verk mun hraðar en hægt er í öðrum löndum, auk þess sem landfræðileg staðsetning og þjóð- félagsgerð gerir okkur að nokkurs konar stuðpúða milli ólíkra viðskiptaheima.“ Við kynningu á landinu var einn- ig mikil áhersla lögð á Farice sæstrenginn og bendir Sol Squire á að þeir hnökrar sem þar hafi orðið á tengingum hafi allir verið í landi í Skotlandi. „Rekstur strengsins hefur verið áreiðanlegur og í raun aldrei brugðist frá því að hann var tengd- ur,“ segir hann og kveðst stefna á viðskipti við stærstu fjölþjóðafyrir- tæki í Evrópu og að hýsa fyrir þau gríðarlegt magn af rafrænum gögn- um. Hann segir þó einnig horft til þess að á næstunni verði lagður nýr sæstrengur og það muni gulltryggja stöðu landsins sem vænlegrar mið- stöðvar gagnahýsingar. „Best væri að leggja nýjan streng beint til Írlands í tengipunkta sem ná svo yfir Atlantshafið. Eða tryggari tengingu beint til Manchester eða Liverpool. Í þessum efnum þarf að horfa til fram- tíðar, en möguleikarnir eru ótrúlegir. Það sagði mér framleiðandi eins mest notaða vistunarbúnaðar í heimi að hér hefðum við möguleika á að búa til „gagnamiðstöð guðanna.“ Það hljómar vel enda fengi ég þar með hlutverk Þórs,“ segir hann og hlær. Data Íslandia hefur notið fulls stuðnings Fjárfestingarstofu Íslands enda fara saman áherslur í kynning- arstarfi. „Því er þetta kjörið tæki- færi til að kynna íslenska upplýs- ingatækni og þekkingariðnað og Ísland sem raunhæfan fjárfestinga- kost fyrir erlenda aðila,“ segir Þórður H. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fjár- festingarstofunnar. Data Íslandia er samstarfsvettvangur Símans og Skýrr. Sol Squire segir þar engan skugga hafa borið á þrátt fyrir nýlegar breytingar í eignarhaldi Skýrr. „Alls ekki, enda sýnir sig þar að hagnaðarvæntingar vega þyngra en einhverjar fyrirtækja- væringar. Svo er fyrirtækjalands- lagið líka svo síkvikt að fólk setur slíkt ekki fyrir sig. Við vinnum bara áfram að okkar góðu málum.“ olikr@frettabladid.is SOL SQUIRE Framkvæmdastjóri Data Íslandia segir reynslu sína að ljósleiðarar í Skotlandi laði að sér bæði skóflu og rottur og því vænlegra að leggja nýjan streng annað. Mögulegur stuðpúði ólíkra viðskiptaheima Christer Gardell, sænsk- ur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm pró- senta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og legg- ur auk þess til að hlutar af starf- semi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flug- þróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: „Það er verðlagt á 53 pró- sent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.“ Gardell lofar verk Leifs Johansson, for- stjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórn- armenn haldi forstjór- anum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórn- arfundi sem áheyrnar- fulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í hand- bært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 pró- sent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hlutur- inn í genginu 428. Kaupþing í Sví- þjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa Volvo er annar stærsti framleiðandi vörubíla í heiminum. Gardell vill komast í digra sjóði Volvo Gamall bandamaður Burðaráss næststærstur í Volvo. MARKAÐSPUNKTAR Evrópusambandið hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir aðildarríki sam- bandsins. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Gangi spáin eftir verður methagvöxtur. Verð á Brent norðursjávarolíu hefur farið lækkandi að undanförnu. Í gær fór fatið undir 67 bandaríkjadali og virðist þrýst- ingur til skamms tíma vera til lækkunar. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er töluverð hætta á að á árinu 2007 hægi verulega á hagvexti í heiminum en hagvöxtur hefur verið mikill undanfarin ár. Grædd eru geymd hlutabréf Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista, sem fer á markað í næstu viku, er í eigu 38 hluthafa. Bakka- bræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, fara með 47 prósenta hlut sem metinn er á yfir eitt hundruð milljarða króna. Aðrir hluthafar eru meðal annars KB banki, sparisjóðir og lífeyrissjóðir auk starfsmanna. Þá bregður fyrir litlum fjárfestum sem voru eitt sinn hluthafar í Vátryggingafélagi Íslands en gengu ekki að yfirtökutilboði sem lagt var fram í VÍS í árslok 2004. Þegar Exista keypti VÍS í maí fengu hluthafar síðarnefnda félagsins hlutabréf í Exista í staðinn. Það er fulljóst að þessir sömu fjárfestar tóku rétta ákvörðun að eiga bréf sín áfram í VÍS - jafnvel þótt félagið hafi verið tekið af markaði, enda jókst verðmæti VÍS um 150 prósent á einu og hálfu ári. Vista virðist á næstu grösum Microsoft hefur gefið út síðustu vinnuútgáfu af nýj- asta stýrikerfi sínu, Windows Vista, Release Candi- date 1. Útgáfan er talin vísbending um að fyrirtæk- inu takist að halda útgáfuáætlun sinni, en endanleg útgáfa á að vera tilbúin í janúar næstkomandi. Með þessu er stýrikerfið komið af svonefndu betapróf- anastigi og einungis eftir minni háttar lagfæringar og stillingar. Útgáfu Vista hefur hins vegar nokkrum sinnum verið frestað og spurning hversu mikið er óhætt að lesa í þessa þróun mála. Computerworld í Danmörku rifjar hins vegar upp að þegar Microsoft gaf út Wind- ows XP, nýjustu útgáfu stýrikerfisins, hafi liðið um það bil tveir mánuðir frá RC1 útgáfunni þar til stýrikerfið var afhent tölvu- framleiðendum. Peningaskápurinn... Dótturfélag Baugs, Woodward Foodservice, tilkynnti í gær um kaup á samkeppnisaðilanum DBC Foodservice. Woodward sér veit- inga- og öldurhúsum, hótelum og skólum í Bretlandi fyrir matvöru af ýmissi gerð. Áætluð velta sam- einaðs félags er 500 milljónir punda á ári, sem nemur um 65,5 milljörð- um íslenskra króna. Úr verður þriðji stærsti birgðasali í veitinga- þjónustu af þessu tagi í Bretlandi. Baugur er orðinn mikilvægur leikmaður á breskum smásölu- markaði og vangaveltur um frek- ari fyrirætlanir félagsins þar eru oft líflegar. Í gær fullyrti Financial Times að félagið hefði í hyggju að taka yfir bresku verslanakeðjuna Woolworths og fækka verslunum hennar verulega. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni og er meðal stærstu hluthafa. Talsmenn Baugs vilja ekki tjá sig um málið og segja það ekki annað en vanga- veltur. Vitað er að margir hluthafar Woolworths telja fýsilegan kost að skipta upp félaginu og þykir líklegt að Baugur deili þeirri skoðun. - hhs Dótturfélag Baugs eykur umfang sitt Baugur einnig orðaður við áhuga á Woolworths.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.