Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 16
7. september 2006 FIMMTUDAGUR
KÖNNUN Verðlagseftirlit Alþýðu-
samband Íslands kannaði verð í
fjórum lágvöruverðsverslunum á
þriðjudaginn og reyndist munur-
inn á lægsta og hæsta verði inn-
kaupakörfunnar vera rúmar sautj-
án hundruð krónur, eða átján
prósent.
Ódýrasta karfan var í verslun
Bónus, en hún kostaði 9.780 krón-
ur. Dýrust var karfan í verslun
Kaskó, upp á 11.504 krónur.
Innkaupakarfan samanstóð af
fjörutíu almennum neysluvörum
til heimilisins og átti hún að end-
urspegla dæmigerða verslunar-
ferð hjá fjölskyldu. Í körfunni
mátti meðal annars finna brauð-
meti, sætabrauð, morgunkorn,
smjör, ýmsar mjólkurvörur,
álegg, lambalæri, fisk, ávexti,
grænmeti, drykkjarvörur og
þvottaefni.
Minnstur verðmunur milli
verslananna á einstökum vöru-
tegundum reyndist vera á smjöri,
osti og mjólkurvörum ýmiss
konar, um fimm prósent eða svo.
Athygli vekur að oft reyndist yfir
hundrað prósenta munur á hæsta
og lægsta kílóverði af pasta og
jarðarberjasultu. Þá var tæplega
áttatíu prósenta verðmunur á
kílóverði af frosinni ýsu og 46
prósenta munur reyndist á kíló-
verði af frosnu lambalæri.
„Það er mikilvægt fyrir neytand-
ann að horfa á alla körfuna í heild,
því það munar oft mjög litlu á ein-
staka vöruflokkum milli verslana,“
segir Henný Hinz, verkefnisstjóri
Verðlagseftirlits ASÍ. „Það eru liðir
í körfunni sem vega mjög þungt og
getur verið mikill verðmunur á og
veldur því að munað getur töluvert
á heildarniðurstöðum.“
Könnunin var gerð í Bónus
Holtagörðum, Krónunni Lang-
holtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó
í Vesturbergi. Verðlagseftirlit
Alþýðusambandsins tekur fram
að einungis var um beinan verð-
samanburð að ræða, en ekki var
lagt mat á gæði eða þjónustu
söluaðila.
aegir@frettabladid.is
Mikill verðmunur á
pasta og frosinni ýsu
Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt
nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en
dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ.
INNKAUPAKARFA Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á
hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VÖRUKARFA
í lágvöruverðsverslunum 5. september
Bónus 9.784
Nettó 11.073
Krónan 11.203
Kaskó 11.504
DANMÖRK, AP Danska lögreglan fann efni sem nota
má til sprengjugerðar í húsleitum sem gerðar voru
í Óðinsvéum á þriðjudag og í gær hjá mönnum sem
grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Dan-
mörku. Alls voru níu manns handteknir, en tveimur
var fljótlega sleppt. Tveir voru úrskurðaðir í fjög-
urra vikna gæsluvarðhald, en fimm mannanna voru
úrskurðaðir í varðhald fram á laugardag. Komi
leyniþjónustan ekki með frekari sannanir, verður
þeim sleppt.
Mennirnir tveir í gæsluvarðhaldi geta átt von á
að sitja í einangrun í mánuð meðan verið er að
rannsaka málið frekar. Báðir ætla þó að áfrýja
úrskurðinum, að því er fréttavefum Politiken
hefur eftir Erik Terp Jensen, aðstoðarlögreglufor-
ingja leyniþjónustunnar. Þar sem málið fer fram
fyrir lokuðum dyrum er saksóknurunum óheimilt
að tilkynna almenningi hvort einhver mannanna
hafi játað sök.
Mennirnir eru allir danskir ríkisborgarar á aldr-
inum 18 til 33 ára. Allir nema einn eru af innflytj-
endaættum og segir múslimaklerkur í Óðinsvéum
þá vera múslima af palestínskum, íröskum og kúrd-
ískum ættum.
Auk efna til sprengjugerðar gerði leyniþjónustan
upptækar tölvur, síma og geisladiska. Ekki hefur enn
komið fram hvert skotmarkið eða -mörkin áttu að vera
eða hvenær árásirnar áttu að eiga sér stað. - smk
Meintur undirbúningur hryðjuverka í Danmörku:
Lögregla fann sprengiefni
STAÐIÐ VÖRÐ Lögreglumenn standa vörð við lögreglubíl sem
kemur að dómshúsinu í Óðinsvéum með fanga, grunaða um
að hafa skipulagt hryðjuverk sem fremja átti í Danmörku.
FRÉTTABLAÐIÐ/APÍ
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
33
63
8
08
/2
00
6
Cheerios er trefjaríkt
og sykurlítið og fer vel
í litla og stóra maga
SVEITARSTJÓRNARMÁL Fimmtán sveitarfélög á landinu
hafa, að sögn félagsmálaráðuneytisins, ekki valið eða
ráðið sveitarstjóra, frá sveitarstjórnarkosningunum
nú í maí.
„Það er ekki búið að ákveða með þetta, oddvitinn
tekur þetta starf að sér tímabundið,“ segir Hermann
Ingi Ingólfsson, sveitarstjórnarmaður í Kjósarhreppi,
en þar hefur sveitarstjóri ekki verið ráðinn. „Hann
hefur tíma í það og ætlar að sinna því. Okkur liggur
ekkert á að ráða á meðan við getum séð um þetta sjálf.
Þetta stendur þó til, en ekki að sinni.“
„Oddviti gegnir bara störfum sveitarstjóra hér,“
segir Brynjólfur Árnason, sveitarstjórnarmaður í
Grímsey. „Það stendur ekki til, enda höfum við aldrei
ráðið sveitarstjóra í Grímsey.“
„Undanfarin fimm, sex ár, hefur bara verið samið
við oddvita um að gegna þessu starfi sem kallað er
sveitarstjórastarf,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir,
sveitarstjórnarmaður í Fljótsdalshreppi. „Það verður
ekki ráðinn ópólitískur sveitarstjóri, heldur er oddviti
bara fastráðinn launamaður.“ - sgj
Fimmtán sveitarfélög á landinu hafa ekki ráðið eða valið sveitarstjóra:
Oddvitar oft í starfi sveitarstjóra
STJÓRNLAUSAR KÝR Enginn er sveitarstjórinn sem ríkir yfir
þessum kúm í Kjósarhreppi.