Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 16
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR KÖNNUN Verðlagseftirlit Alþýðu- samband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munur- inn á lægsta og hæsta verði inn- kaupakörfunnar vera rúmar sautj- án hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krón- ur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að end- urspegla dæmigerða verslunar- ferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauð- meti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vöru- tegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kíló- verði af frosnu lambalæri. „Það er mikilvægt fyrir neytand- ann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á ein- staka vöruflokkum milli verslana,“ segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. „Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum.“ Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Lang- holtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verð- samanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. aegir@frettabladid.is Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. INNKAUPAKARFA Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÖRUKARFA í lágvöruverðsverslunum 5. september Bónus 9.784 Nettó 11.073 Krónan 11.203 Kaskó 11.504 DANMÖRK, AP Danska lögreglan fann efni sem nota má til sprengjugerðar í húsleitum sem gerðar voru í Óðinsvéum á þriðjudag og í gær hjá mönnum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Dan- mörku. Alls voru níu manns handteknir, en tveimur var fljótlega sleppt. Tveir voru úrskurðaðir í fjög- urra vikna gæsluvarðhald, en fimm mannanna voru úrskurðaðir í varðhald fram á laugardag. Komi leyniþjónustan ekki með frekari sannanir, verður þeim sleppt. Mennirnir tveir í gæsluvarðhaldi geta átt von á að sitja í einangrun í mánuð meðan verið er að rannsaka málið frekar. Báðir ætla þó að áfrýja úrskurðinum, að því er fréttavefum Politiken hefur eftir Erik Terp Jensen, aðstoðarlögreglufor- ingja leyniþjónustunnar. Þar sem málið fer fram fyrir lokuðum dyrum er saksóknurunum óheimilt að tilkynna almenningi hvort einhver mannanna hafi játað sök. Mennirnir eru allir danskir ríkisborgarar á aldr- inum 18 til 33 ára. Allir nema einn eru af innflytj- endaættum og segir múslimaklerkur í Óðinsvéum þá vera múslima af palestínskum, íröskum og kúrd- ískum ættum. Auk efna til sprengjugerðar gerði leyniþjónustan upptækar tölvur, síma og geisladiska. Ekki hefur enn komið fram hvert skotmarkið eða -mörkin áttu að vera eða hvenær árásirnar áttu að eiga sér stað. - smk Meintur undirbúningur hryðjuverka í Danmörku: Lögregla fann sprengiefni STAÐIÐ VÖRÐ Lögreglumenn standa vörð við lögreglubíl sem kemur að dómshúsinu í Óðinsvéum með fanga, grunaða um að hafa skipulagt hryðjuverk sem fremja átti í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/APÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 33 63 8 08 /2 00 6 Cheerios er trefjaríkt og sykurlítið og fer vel í litla og stóra maga SVEITARSTJÓRNARMÁL Fimmtán sveitarfélög á landinu hafa, að sögn félagsmálaráðuneytisins, ekki valið eða ráðið sveitarstjóra, frá sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. „Það er ekki búið að ákveða með þetta, oddvitinn tekur þetta starf að sér tímabundið,“ segir Hermann Ingi Ingólfsson, sveitarstjórnarmaður í Kjósarhreppi, en þar hefur sveitarstjóri ekki verið ráðinn. „Hann hefur tíma í það og ætlar að sinna því. Okkur liggur ekkert á að ráða á meðan við getum séð um þetta sjálf. Þetta stendur þó til, en ekki að sinni.“ „Oddviti gegnir bara störfum sveitarstjóra hér,“ segir Brynjólfur Árnason, sveitarstjórnarmaður í Grímsey. „Það stendur ekki til, enda höfum við aldrei ráðið sveitarstjóra í Grímsey.“ „Undanfarin fimm, sex ár, hefur bara verið samið við oddvita um að gegna þessu starfi sem kallað er sveitarstjórastarf,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Fljótsdalshreppi. „Það verður ekki ráðinn ópólitískur sveitarstjóri, heldur er oddviti bara fastráðinn launamaður.“ - sgj Fimmtán sveitarfélög á landinu hafa ekki ráðið eða valið sveitarstjóra: Oddvitar oft í starfi sveitarstjóra STJÓRNLAUSAR KÝR Enginn er sveitarstjórinn sem ríkir yfir þessum kúm í Kjósarhreppi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.