Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 82
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR46 Breska hljómsveitin Arctic Monkeys var valin besta hljóm- sveitin á Mercury Awards sem haldin var fyrir stuttu í Bret- landi. Það kom ekki mörgum á óvart að hljómsveitin skyldi hafa hamp- að verðlaununum en plata þeirra, Whatever People Say I Am, That‘s What I‘m Not, seldist upp í Bret- landi um leið og hún kom út í febrúar á þessu ári. Hljómsveitin er ung að aldri og varð mjög vinsæl áður en fyrsta plata þeirra kom út vegna mikils umtals í netheiminum. Meðlimir Arctic Monkeys voru ánægðir en hissa yfir verðlaun- unum og þökkuðu vel fyrir sig á afhendingakvöldinu. Hljómsveitin hlaut auk heið- ursins rúma tvær og hálfa millj- ón króna í peningaverðlaun sem strákarnir munu eflaust geta nýtt sér vel í hinum harða heimi tón- listarinnar. Arctic Monkeys bestir á Mercury ARCTIC MONKEYS Þrátt fyrir ungan aldur var þessi breska hljómsveit valinn sú besta á Mercury-verðlaunaafhendingunni fyrir stuttu. Pönkamman Patti Smith hélt tónleika í gær í Há- skólabíói. Trausti Júlíusson var meðal gesta. Patti Smith hóf tónleikana sína í Háskólabíói á þriðjudagskvöldið á því að tilkynna áhorfendum að tón- leikarnir væru hluti af nýrri árlegri hefð. „Við spiluðum á Nasa fyrir ári og nú erum við komin aftur. Á næsta ári spilum við uppi á jökli, eða kannski á staðnum þar sem stórfyrirtækið heldur að það sé að fara að setja niður álver ...“ Þessi inngangur gaf tóninn fyrir kvöldið. Patti var mjög persónuleg, dásam- aði land og þjóð og þakkaði nokkr- um af sínum nýju íslensku vinum sérstaklega fyrir góðar móttökur, en svo var hún líka hápólitísk inni á milli. Þetta voru órafmagnaðir tón- leikar. Patti og gítarleikari hennar til margra ára, Lenny Kaye, byrj- uðu kvöldið tvö ein á sviðinu, en eftir hlé bættist 19 ára dóttir Patti- ar, Jesse, við á hljómborð. Tónleik- arnir fóru frekar stirðlega af stað, en strax eftir hlé var kominn meiri kraftur í þá. Patti tók 16 lög, þar á meðal sín frægustu lög, Because the Night, Dancing Barefoot og People Have the Power. Á milli laga sagði hún sögur og afsakaði sig fyrir að vera ekki nógu góður gítar- leikari. Það verður ekki hjá því komist að bera þessa tónleika saman við tónleikana á Nasa í fyrra. Þá mætti Patti með fullskipaða rokkhljóm- sveit sem gaf vel inn. Þeir tónleikar eru á meðal bestu tónleika sem ég hef upplifað. Tónleikarnir á þriðju- dagskvöldið standa þeim nokkuð að baki. Lagavalið var svipað og mörg þessara laga voru ágætlega flutt, en það vantar bara svo mikið í lög eins og Redondo Beach og Because the Night þegar trommuleikinn og bassaleikinn vantar. Patti er frá- bær söngkona með mikla útgeislun og það var mjög gaman að fá að sjá hana og heyra aftur við svona breyttar aðstæður. Mér finnst samt að hún mætti vinna meira með þetta órafmagnaða form. Nota tækifærið og brjóta þetta svolítið upp; t.d. lesa ljóð yfir grúv eða spuna eins og hún gerði í Seven Ways of Going, ekki bara syngja sömu lögin í útsetningum sem verða alltaf lakari en með hljóm- sveitinni. Á heildina voru þetta ágætir tón- leikar. Bíóið var nokkuð þéttsetið og stemningin var frábær. Þegar á leið var nokkuð um að ölvaðir ein- staklingar væru með frammíköll, en Patti tók þá á húmornum, enda oft lent í aggressívari áhorfendum á ferlinum. Eftir kröftugt uppklapp tók hún lagið Gloria og hvarf svo á braut. Ég læt mig ekki vanta þegar Patti mætir aftur að ári. SPENNINGUR Ingi Björn Björnsson, Mar- grét Erla Þorláksdóttir, Harpa Flóvents- dóttir og Þorlákur Guðmundsson voru að vonum spennt fyrir tónleikunum. GAMAN Á PATTI Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Ásta Dögg Jónasdóttir og Hera Sigurðardóttir voru mættar til að sjá Patti Smith. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Pólitísk og persónuleg Patti Smith LÉTU SIG EKKI VANTA Tinna Karlsdóttir, Atli Björn Eiríksson og Þórarinn Jónsson létu sig ekki vanta. VINKONUR Bresku vinkonurnar Carla Jackson og Sofie Baker-Britton kíktu á tónleikana. Á HJÓLI Ólafur Tryggvi Magnússon og Björg Vilhjálmsdóttir komu hjólandi á tónleikana. PATTI SMITH Í heildina séð ágætir tónleikar. Þeir fóru rólega af stað en eftir hlé var kominn meiri kraftur í þá. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Stórtónleikar verða haldnir í Iðnó annað kvöld. Fram koma Apparat Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni. Tónleikarnir eru haldnir í til- efni af fyrirhugaðri ferð þessara tónlistarmanna til Japans dagana 27. nóvember til 7. desember. „Japanir eru þekktir fyrir að hafa áhuga á ótrúlegustu hlutum, til dæmis ganga þarna gamlar Óðmannaplötur kaupum og sölum. Við erum dálítið spenntir yfir að komast loksins þangað og kynnast landi og þjóð og sjá hvernig tón- listin fer í þá,“ segir Úlfur Eld- járn, meðlimur Apparats, um för- ina til Japans. „Þetta er merkilegt fyrir okkur í Apparat. Við erum miklir áhugamenn um rafmagns- hljóðfæri, sérstaklega gömul, og höfum átt mikil viðskipti við Yamaha. Þetta er hálfgerð píla- grímsferð fyrir okkur líka,“ segir hann. Ætla þeir félagar meðal ann- ars að heimsækja höfuðstöðvar Yamaha í Tókýó og kynnast starf- seminni þar. Iðnó opnar klukkan 22.00 annað kvöld og er miðaverðið 1.200 krón- ur í forsölu en 1.500 krónur við inngang. Forsala fer fram í versl- un 12 Tóna. Hitað upp í Iðnó JAPANSFARAR Fjölmargir tónlistarmenn eru á leiðinni til Japans í nóvember. Til að hita upp fyrir þá för verða tónleikar á Iðnó annað kvöld. Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch fékk heiðursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir. Nýjasta mynd Lynch er jafn- framt sýnd í Feneyjum en hún heitir Inland Empire. Í henni ljáir Naomi Watts meðal annars kanínu rödd sína. „Þegar kvikmyndir koma út er eins og þær séu að koma í nýjan heim, inn í hið óþekkta,“ sagði Lynch. „Þið eigið samt ekki að vera hrædd við að nota innsæi ykkar og nota tilfinningarnar til að komast í gegnum myndirnar,“ Lynch heiðraður DAVID LYNCH Leikstjórinn virti fékk heiðursverðlaun í Feneyjum. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt tut- tugu ára afmæli Höfðafundarins og komu Mikhail Gorbatsjov hing- að til lands í október mikinn áhuga, þar á meðal CNN og CBS. Fjöldi blaða, tímarita og sjón- varpsstöðva hafa sýnt afmælinu áhuga og von er stórum hóp fjöl- miðlamanna- og kvenna frá þess- um miðlum og fer listinn stækk- andi. Undirbúningur komu Gorbat- sjov, nóbelsverðlaunahafa, fyrr- verandi aðalritara sovéska Komm- únistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, til Íslands er nú á lokasprettinum. Tilgangur ferðar hans hingað er að minnast þess að hinn 12. okt- óber eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur Ronalds Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Gorbatsjovs var haldinn í Höfða. Af því tilefni mun Gorbatsjov, sem var valinn maður níunda ára- tugarins af tímaritinu Time, flytja hátíðarfyrirlestur í Háskólabíó þann sama dag. Fyrirlesturinn er opinn öllum og miðasala er hafin á www.conc- ert.is, midi.is, verslunum Skífunn- ar og BT úti á landi. Áhugi hjá CNN LEIÐTOGAFUNDUR Tuttugu ár eru liðin í október síðan leið- togafundurinn var haldinn í Höfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.