Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 12
12 7. september 2006 FIMMTUDAGUR GUÐUM FAGNAÐ Hindúar dönsuðu með líkneski af guðinum Ganesha á götum Mumbai á Indlandi í gær, á síðasta degi tíu daga hátíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIMBABVE, AP Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráð- herra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu. Þetta er gert í ljósi þess að opinber heilbrigðisþjónusta í landinu er í miklum fjárhags- kröggum og gífurlegt álag er á þeim læknum sem menntaðir eru samkvæmt vestrænum hefðum í læknisfræði. - kóþ Lækningar í Simbabve: Andalæknar skrifa vottorð RÚSSLAND Óeirðir voru í borginni Kondopoga í Kirjálahéruðunum í Rússlandi um helgina og gengu hundruð drukkinna nýnasista um borgina og kveiktu í eignum Kákasíumanna og rændu og rupluðu, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet. Óróleikinn hófst í byrjun síð- ustu viku þegar tveir Rússar létu lífið í slagsmálum á tsjetsjenskri krá í borginni. Talið er að tveir Tsjetsjenar hafi myrt þá. Búið er að kveikja í kránni og öðrum veit- ingastöðum og fyrirtækjum. Múslimar segja að kynþátta- hatur blómstri og stjórnvöld horfi aðgerðalaus á. - ghs Rússnesku Kirjálahéruðin: Kynþáttahatur látið óáreitt SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokks- ins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnað- armannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrra- dag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðl- um eykst þrýstingur á flokksfor- manninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í land- inu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætis- ráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóð- arflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Rein- feldt að það sé ekki í hans verka- hring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformað- urinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjöl- miðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magn- us Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslit- um kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnun- um að undanförnu. audunn@frettabladid.is FREDRIK REINFELDT ÞRÝST Á LEIJONBORG Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, ásamt fram- kvæmdastjóranum Johan Jakobsson sem sagði af sér í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þrýstingur eykst á Leijonborg Fram kom í gær að alls væru þrír starfsmenn sænska Þjóðarflokksins grunaðir um aðild að tölvunjósnum hjá Jafnaðarmannaflokknum og þrýstingur jókst á flokksformanninn að víkja. Hneykslið sagt geta ráðið úrslitum. Kosningar í Svíþjóð NYJUNG!með eplum og gulrótum – án viðbætts sykurs Nú hefur ný Létt ab-mjólk með eplum og gulrótum bæst í hópinn. Prófaðu þær allar! ! LETTU Vantrausti á Rumsfeld hafnað Repúblikanar á Bandaríkjaþingi komu í gær í veg fyrir að kosið yrði um vantrauststillögu á Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra en demókratar á þinginu hugðust leggja frumvarpið fram. BANDARÍKIN ÚTGÁFUMÁL Stefnt er að sérútgáfu Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason fyrir jólin. Drauma- landið hefur verið prentað í fjórtán þúsund eintökum og stefnir flest í að hún verði ekki bara metsölubók ársins heldur sú bók sem mest hefur selst á einu ári á Íslandi frá upphafi. Meðal ítarefnis í sérútgáfunni verða ýmis skrif um bókina og áhrif hennar. Fjölmarg- ir hafa fengið boð um að skrifa um bókina og áhrif hennar, meðal annars Björk, Björn Bjarnason, Bubbi Morthens, Friðrik Sophus- son og Jónsi í Sigur Rós. - glh Metsölubók ársins: Draumalandið í sérútgáfu ANDRI SNÆR MAGNASON STJÓRNMÁL Flokksmönnum í Frjálslynda flokknum hefur bor- ist bréf frá forystu flokksins þar sem þeir eru beðnir að láta vita hvort þeir hafi áhuga á að taka sæti á framboðslistum fyrir þing- kosningarnar í vor eða viti af ein- hverjum sem hugsanlega hefðu áhuga á framboði. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn fari þessa leið í leit að frambjóðendum en fyrir síðustu kosningar hafi verið auglýst í blöðum eftir áhugasömu fólki til að taka sæti á lista. Sjálfur reiknar Guðjón Arnar með að bjóða sig fram í sínu „gamla kjördæmi,“ eins og hann orðar það, en hann er af Vestfjörðum, sem tilheyra Norðvesturkjördæmi. Spurður um áform annarra þing- manna flokksins, þeirra Magnús- ar Þórs Hafsteinssonar og Sigur- jóns Þórðarsonar, segir Guðjón þá örugglega fara fram þó ekki sé ákveðið í hvaða kjördæmum það verði. Sigurjón var í öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjör- dæmi en Magnús í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi. „Það liggur ekk- ert á að ákveða þetta og það verð- ur örugglega ekki fyrr en í febrú- ar eða mars sem framboðslistar verða tilbúnir hjá okkur. Við höld- um ró okkar og förum ekki á taug- um yfir einu né neinu,“ sagði Guðjón Arnar. - bþs Frjálslyndi flokkurinn fer sér hægt í framboðsmálum vegna kosninganna í vor: Flokksmenn beðnir að benda á hugsanlega frambjóðendur GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON BERLÍN, AP Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum. Sextíu tonn af kjöti voru gerð upptæk og var kjötið allt komið fram yfir síðasta söludag. Sumt kjötið var orðið ónothæft fyrir fjórum árum. Lögreglan segir að Bruner hafi keypt útrunnið kjöt í stórum stíl, geymt það og síðan selt til viðskipta vina sinna. - gb Þýskur heildsali deyr: Keypti og seldi fólki úldið kjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.