Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 8
8 7. september 2006 FIMMTUDAGUR
1. Hvað heitir sænski stjórn-
málaflokkurinn sem varð nýlega
uppvís að tölvunjósnum hjá
andstæðingnum?
2. Hvað heitir forseti Mexíkó
sem kjördómstólar úrskurðuðu í
vikunni sem sigurvegara forseta-
kosninganna?
3. Hvað gerist 28. september milli
klukkan 22.00 og 22.30 í Reykjavík?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58
VEISTU SVARIÐ?
Kauptu aðeins Vista
samhæfða tölvu
SKJÁR: 15.4" GLARE TYPE TFT HÁSKERPUSKJÁR
ÖRGJÖRVI: PENTIUM MOBILE DOTHAN 735A @ 1.73AG 2MB L2
SKJÁKORT: NVIDIA® GEFORCE™ GO 7300 MEÐ 256MB TURBOCACHE™ MINNI
VINNSLUMINNI: 1GB DDRII 533
HARÐUR DISKUR: 100GB HDD
KORTALESARI: 4 - 1 (MS, MS PRO, SD, MMC)
GEISLADRIF: 8X MULTI SLOT DVD SKRIFARI DUAL DL
STÝRIKERFI: WINDOWS XP PROFESSIONAL
NETKORT: WLAN 802.11B/G - 10/100/1000 LAN
TENGIMÖGULEIKAR: 4X USB 2.0, 1X FIREWIRE, VGA TENGI, TV ÚT, PCMCIA
AUDIO DJ - SPILAÐU GEISLADISKA ÁN ÞESS AÐ RÆSA STÝRIKERFIÐ
RAFHLAÐA: 8 CELLS LI-ION
MEÐ 1.3 MEGA PIXLA VEFMYNDAVÉL & HLJÓÐNEMA
ATH. FARTÖLVUTASKA & OPTICAL MÚS FYLGJA FRÍTT MEÐ
WINDOWS XP PROFESSIONAL FYLGIR
ÖLLUM FARTÖLVUM FRÁ BOÐEIND
NAUÐSYNLEGT Í SKÓLANN
HUGBÚNAÐUR SEM FYLGIR FRÍTT
VÍRUSVÖRN: NORTON SYSTEM WORKS - RAPID RECOVERY
SKRIFARAHUGBÚNAÐUR: NERO 6
DVD HUGBÚNAÐUR: ASUS POWER DVD XP - ACROBAT READER
MYNDVINNSLUHUGBÚNAÐUR: POWER DIRECTOR PRO - MEDIA@SHOW
ASUS WINFLASH - ASUS LIVE UPDATE - ASUS POWER4 GEAR - ASUS PC PROBE
RITVINNSLUHUGBÚNAÐUR: OPEN OFFICE ER FRÍR Á BODEIND.IS
Boðeind ehf. - Mörkin 6 - 108 RVK - S: 588 2061 - sala@bodeind.is
Boðeind býður upp á viðurkennda verkstæðisþjónustu - thjonusta@bodeind.is
Er þér lofað að tölvan geti allt og svo getur tölvan ekki neitt?
Boðeind hefur í 19 ár verið sérverslun með tölvubúnað.
Fáðu faglega ráðgjöf og kauptu vandaða fartölvu á góðu verði !
ASUS A6VM
B
irt m
eð fyrirvara u
m
verðb
reytin
gar og ritvillu
r
DÓMSMÁL Mál þriggja pilta sem
ákærðir hafa verið fyrir innflutn-
ing á rúmlega 400 grömmum af
kókaíni frá Frankfurt til Íslands í
janúar á þessu ári var tekið til
aðalmeðferðar í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Piltarnir þrír sóttu kókaínið til
óþekkts tengiliðs í Amsterdam
eftir að 25 ára gamall maður hér á
landi, Mikael Már Pálsson, hafði
fengið þá til þess að flytja efnið til
landsins. Mikael Már hefur þegar
verið dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi fyrir fíkniefnainnflutning sem
ekki tengist þessu tiltekna máli.
Piltarnir gengu frá efninu á
Hotel Nova í Amsterdam 22. jan-
úar og héldu síðan til Frankfurt í
Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu
efnið hingað til lands. Tollgæslan
á Keflavíkurflugvelli fann efnin á
piltunum.
Einn piltanna, sem er nítján ára
gamall, er að auki ákærður fyrir
rúmlega tuttugu önnur lögbrot.
Þar á meðal eru fimmtán umferð-
arlagabrot en flest þeirra eru
vegna hraðaksturs, ölvunarakst-
urs eða aksturs bifreiða án öku-
réttinda.
Þá er hann einnig ákærður
fyrir innbrot og þjófnaði. Lögregl-
an þurfti meðal annars að hafa
átta sinnum afskipti af drengnum
vegna umferðarlagabrota, fíkni-
efnabrota og innbrots, dagana 20.
til 27. júní á þessu ári. Átta daga í
röð var hann stöðvaður réttinda-
laus á bifreið, í nokkrum tilvikum
undir áhrifum vímuefna. Hann er
einnig ákærður fyrir að hafa stolið
tveimur hjólbörðum á álfelgum af
bifreið.
Þar að auki kveikti hann í
tveimur BMW-bifreiðum á bif-
reiðastæði við bílasöluna Bill.is
aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið
á nokkrar milljónir króna en pilt-
urinn hellti eldfimum vökva yfir
bílana og kveikti síðan í þeim.
Hann brenndist nokkuð í andliti er
hann kveikti í bifreiðunum. Hann
leitaði sjálfur aðstoðar á slysa-
deild Landspítala - háskólasjúkra-
húss seinna um nóttina. Þar játaði
hann fyrir lögreglu að hafa kveikt
í bifreiðunum.
Tveir piltanna hafa þegar farið
í vímuefnameðferð en þeir eru
átján og nítján ára gamlir.
Piltarnir hafa átt við fíkniefna-
vanda að stríða um nokkurra ára
skeið og hafa á þeim tíma marg-
sinnis komið við sögu lögreglu,
oftast nær fyrir að vera með fíkni-
efni á sér, ýmist til einkaneyslu
eða sölu. magnush@frettabladid.is
Ákærðir fyrir
tugi lögbrota
Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400
grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn
piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur
afbrot, sem flest voru framin í sumar.
BRENNDUR BÍLL Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
MENGUN Síðustu sekkirnir með
PCB menguðum jarðvegi verða
sendir á morgun með gámum til
Þýskalands til urðunar. Eins og
greint var frá í Fréttablaðinu 10.
maí á þessu ári hafa meira en
hundrað tonn af PCB menguðum
jarðvegi verið geymd á starfs-
svæði Hringrásar í Klettagörðum
frá því árið 2001, en engin spilli-
efnamóttaka er hér á landi sem
getur tekið á móti PCB menguðum
jarðvegi.
Spilliefnin þarf að flytja úr
landi til urðunar og hafa efnin
verið send með skipum Atlants-
skipa úr landi.
Lúðvík Gústafsson, deildar-
stjóri mengunarvarna hjá
umhverfissviði Reykjavíkurborg-
ar, segir orðið brýnt að koma upp
spilliefnamóttöku hér á landi sem
uppfyllir alþjóðleg skilyrði. „Þetta
var umtalsvert magn sem þurfti
að urða, í þessu tiltekna tilviki.
Þar sem engin spilliefnamóttaka
er hér á landi þá þurfa fyrirtæki
að kosta töluverðu til svo að hægt
sé að urða spilliefni erlendis. Það
þarf að koma upp slíkum stað í
nánustu framtíð.“
PCB eyðist hægt úr jarðvegin-
um og veldur skaða ef það kemst
út í lífríkið í miklu magni. Ítarleg-
ar rannsóknir hafa farið fram víða
um heim á tengslum milli PCB og
Mengaður jarðvegur fluttur í gámum til Þýskalands:
Flytja út spilliefni
FRÁ SVÆÐI HRINGRÁSAR Mikið magn PCB efnis hefur verið geymt á svæði fyrirtækis-
ins en verður flutt til Þýskalands á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, var kjörin formaður
leikskólaráðs borgarinnar á borg-
arstjórnarfundi á þriðjudag.
Aðrir fulltrúar borgarstjórnar-
meirihlutans í ráðinu eru Anna
Margrét Ólafsdóttir, Áslaug Frið-
riksdóttir og Helena Ólafsdóttir
en fulltrúar minnihlutans eru
Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa
Smáradóttir og Svandís Svavars-
dóttir. - bþs
Leikskólaráð Reykjavíkur aðskilið frá menntaráði:
Þorbjörg formaður
ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR
formaður leikskólaráðs.