Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 8
8 7. september 2006 FIMMTUDAGUR 1. Hvað heitir sænski stjórn- málaflokkurinn sem varð nýlega uppvís að tölvunjósnum hjá andstæðingnum? 2. Hvað heitir forseti Mexíkó sem kjördómstólar úrskurðuðu í vikunni sem sigurvegara forseta- kosninganna? 3. Hvað gerist 28. september milli klukkan 22.00 og 22.30 í Reykjavík? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 VEISTU SVARIÐ? Kauptu aðeins Vista samhæfða tölvu SKJÁR: 15.4" GLARE TYPE TFT HÁSKERPUSKJÁR ÖRGJÖRVI: PENTIUM MOBILE DOTHAN 735A @ 1.73AG 2MB L2 SKJÁKORT: NVIDIA® GEFORCE™ GO 7300 MEÐ 256MB TURBOCACHE™ MINNI VINNSLUMINNI: 1GB DDRII 533 HARÐUR DISKUR: 100GB HDD KORTALESARI: 4 - 1 (MS, MS PRO, SD, MMC) GEISLADRIF: 8X MULTI SLOT DVD SKRIFARI DUAL DL STÝRIKERFI: WINDOWS XP PROFESSIONAL NETKORT: WLAN 802.11B/G - 10/100/1000 LAN TENGIMÖGULEIKAR: 4X USB 2.0, 1X FIREWIRE, VGA TENGI, TV ÚT, PCMCIA AUDIO DJ - SPILAÐU GEISLADISKA ÁN ÞESS AÐ RÆSA STÝRIKERFIÐ RAFHLAÐA: 8 CELLS LI-ION MEÐ 1.3 MEGA PIXLA VEFMYNDAVÉL & HLJÓÐNEMA ATH. FARTÖLVUTASKA & OPTICAL MÚS FYLGJA FRÍTT MEÐ WINDOWS XP PROFESSIONAL FYLGIR ÖLLUM FARTÖLVUM FRÁ BOÐEIND NAUÐSYNLEGT Í SKÓLANN HUGBÚNAÐUR SEM FYLGIR FRÍTT VÍRUSVÖRN: NORTON SYSTEM WORKS - RAPID RECOVERY SKRIFARAHUGBÚNAÐUR: NERO 6 DVD HUGBÚNAÐUR: ASUS POWER DVD XP - ACROBAT READER MYNDVINNSLUHUGBÚNAÐUR: POWER DIRECTOR PRO - MEDIA@SHOW ASUS WINFLASH - ASUS LIVE UPDATE - ASUS POWER4 GEAR - ASUS PC PROBE RITVINNSLUHUGBÚNAÐUR: OPEN OFFICE ER FRÍR Á BODEIND.IS Boðeind ehf. - Mörkin 6 - 108 RVK - S: 588 2061 - sala@bodeind.is Boðeind býður upp á viðurkennda verkstæðisþjónustu - thjonusta@bodeind.is Er þér lofað að tölvan geti allt og svo getur tölvan ekki neitt? Boðeind hefur í 19 ár verið sérverslun með tölvubúnað. Fáðu faglega ráðgjöf og kauptu vandaða fartölvu á góðu verði ! ASUS A6VM B irt m eð fyrirvara u m verðb reytin gar og ritvillu r DÓMSMÁL Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutn- ing á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. jan- úar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferð- arlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunarakst- urs eða aksturs bifreiða án öku- réttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögregl- an þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkni- efnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttinda- laus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bif- reiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilt- urinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysa- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefna- vanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma marg- sinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkni- efni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu. magnush@frettabladid.is Ákærðir fyrir tugi lögbrota Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur afbrot, sem flest voru framin í sumar. BRENNDUR BÍLL Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN MENGUN Síðustu sekkirnir með PCB menguðum jarðvegi verða sendir á morgun með gámum til Þýskalands til urðunar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 10. maí á þessu ári hafa meira en hundrað tonn af PCB menguðum jarðvegi verið geymd á starfs- svæði Hringrásar í Klettagörðum frá því árið 2001, en engin spilli- efnamóttaka er hér á landi sem getur tekið á móti PCB menguðum jarðvegi. Spilliefnin þarf að flytja úr landi til urðunar og hafa efnin verið send með skipum Atlants- skipa úr landi. Lúðvík Gústafsson, deildar- stjóri mengunarvarna hjá umhverfissviði Reykjavíkurborg- ar, segir orðið brýnt að koma upp spilliefnamóttöku hér á landi sem uppfyllir alþjóðleg skilyrði. „Þetta var umtalsvert magn sem þurfti að urða, í þessu tiltekna tilviki. Þar sem engin spilliefnamóttaka er hér á landi þá þurfa fyrirtæki að kosta töluverðu til svo að hægt sé að urða spilliefni erlendis. Það þarf að koma upp slíkum stað í nánustu framtíð.“ PCB eyðist hægt úr jarðvegin- um og veldur skaða ef það kemst út í lífríkið í miklu magni. Ítarleg- ar rannsóknir hafa farið fram víða um heim á tengslum milli PCB og Mengaður jarðvegur fluttur í gámum til Þýskalands: Flytja út spilliefni FRÁ SVÆÐI HRINGRÁSAR Mikið magn PCB efnis hefur verið geymt á svæði fyrirtækis- ins en verður flutt til Þýskalands á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, var kjörin formaður leikskólaráðs borgarinnar á borg- arstjórnarfundi á þriðjudag. Aðrir fulltrúar borgarstjórnar- meirihlutans í ráðinu eru Anna Margrét Ólafsdóttir, Áslaug Frið- riksdóttir og Helena Ólafsdóttir en fulltrúar minnihlutans eru Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavars- dóttir. - bþs Leikskólaráð Reykjavíkur aðskilið frá menntaráði: Þorbjörg formaður ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR formaður leikskólaráðs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.